Einn af hverjum fimm Katrín Þórarinsdóttir og Gerður María Gröndal skrifa 11. október 2024 11:00 Allir geta fengið gigt Þann 12. október er alþjóðlegur dagur gigtarsjúkdóma (World Arthritis Day) en talið er að um 20% af landsmönnum séu með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Til eru yfir 100 mismunandi gigtarsjúkdómar en þeir algengustu eru slitgigt, þvagsýrugigt og iktsýki. Mikilvægi greiningar í tæka tíð Gigtarsjúkdómar eru margs konar og fólk á öllum aldri getur fengið gigt, líka börn. Sumir gigtarsjúkdómar eins og iktsýki, sóragigt og hryggikt eiga sér orsakir í ónæmiskerfinu þar sem ónæmiskerfið ræðst á liði líkamans. Í langflestum tilfellum er hægt að draga úr einkennum sjúkdómsins svo sem bólgum með lyfjum en straumhvörf í meðferð urðu við uppgötvun Tumor necrosis factor (TNF) hemla í kringum árið 2000. Í kjölfarið hafa komið fleiri svipuð líftæknilyf við hinum ýmsu gigtarsjúkdómum. Þetta eru langvarandi sjúkdómar sem hafa mikil áhrif á starfsgetu og lífsgæði fólks, og geta jafnvel valdið bæklun. Í gigtarsjúkdómum þar sem mikil bólga er til staðar er umtalsverð aukning á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum til lengri tíma litið. Langvarandi bólga getur einnig haft áhrif á beinþéttni. Í þessum tilfellum er mikilvægt að fólk fái rétta greiningu og meðferð til að hindra þessi skaðlegu áhrif. Sjúkdómsgreining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá gigtarlæknum á göngudeild gigtar á Landspítala en einnig hjá sjálfstætt starfandi gigtarlæknum á stofum. Það eru góðar fréttir fyrir gigtarsjúklinga að á síðastliðnum árum hafa komið fimm nýir gigtarlæknar til starfa hér heima eftir dvöl við nám og störf erlendis. Stuðningur og jafningjafræðsla Gigtarfélag Íslands var stofnaði 1976 en einn af helstu hvatamönnum þess var Jón Þorsteinsson gigtarlæknir og prófessor. Gigtarfélagið er mikilvægt fyrir gigtarsjúklinga en þar fer fram félagsstarf, einnig stendur félagið fyrir hópþjálfun í sundlaug, handaþjálfun og heldur fræðslufundi og námskeið. Hægt er að sækja jafningjastuðning og fræðslu í sjúklingahópa innan gigtarfélagsins og vonast ný stjórn félagsins til þess að efla starfið til muna fyrir þá fjölmörgu sjúklinga sem þjást af gigt. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins verður Gigtarfélagið með opið hús laugardaginn 12. október kl. 14-16 í nýjum húsakynnum að Brekkuhúsum 1. Við viljum hvetja fólk til þess að mæta og fagna formlegri opnun á nýjum stað. Höfundar sitja í stjórn Gigtarfélagsins og eru gigtarlæknar, Katrín Þórarinsdóttir yfirlæknir gigtarlækninga á Landspítala og Gerður María Gröndal dósent í gigtarlækningum við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Allir geta fengið gigt Þann 12. október er alþjóðlegur dagur gigtarsjúkdóma (World Arthritis Day) en talið er að um 20% af landsmönnum séu með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Til eru yfir 100 mismunandi gigtarsjúkdómar en þeir algengustu eru slitgigt, þvagsýrugigt og iktsýki. Mikilvægi greiningar í tæka tíð Gigtarsjúkdómar eru margs konar og fólk á öllum aldri getur fengið gigt, líka börn. Sumir gigtarsjúkdómar eins og iktsýki, sóragigt og hryggikt eiga sér orsakir í ónæmiskerfinu þar sem ónæmiskerfið ræðst á liði líkamans. Í langflestum tilfellum er hægt að draga úr einkennum sjúkdómsins svo sem bólgum með lyfjum en straumhvörf í meðferð urðu við uppgötvun Tumor necrosis factor (TNF) hemla í kringum árið 2000. Í kjölfarið hafa komið fleiri svipuð líftæknilyf við hinum ýmsu gigtarsjúkdómum. Þetta eru langvarandi sjúkdómar sem hafa mikil áhrif á starfsgetu og lífsgæði fólks, og geta jafnvel valdið bæklun. Í gigtarsjúkdómum þar sem mikil bólga er til staðar er umtalsverð aukning á áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum til lengri tíma litið. Langvarandi bólga getur einnig haft áhrif á beinþéttni. Í þessum tilfellum er mikilvægt að fólk fái rétta greiningu og meðferð til að hindra þessi skaðlegu áhrif. Sjúkdómsgreining og meðferð gigtarsjúkdóma fer fram hjá gigtarlæknum á göngudeild gigtar á Landspítala en einnig hjá sjálfstætt starfandi gigtarlæknum á stofum. Það eru góðar fréttir fyrir gigtarsjúklinga að á síðastliðnum árum hafa komið fimm nýir gigtarlæknar til starfa hér heima eftir dvöl við nám og störf erlendis. Stuðningur og jafningjafræðsla Gigtarfélag Íslands var stofnaði 1976 en einn af helstu hvatamönnum þess var Jón Þorsteinsson gigtarlæknir og prófessor. Gigtarfélagið er mikilvægt fyrir gigtarsjúklinga en þar fer fram félagsstarf, einnig stendur félagið fyrir hópþjálfun í sundlaug, handaþjálfun og heldur fræðslufundi og námskeið. Hægt er að sækja jafningjastuðning og fræðslu í sjúklingahópa innan gigtarfélagsins og vonast ný stjórn félagsins til þess að efla starfið til muna fyrir þá fjölmörgu sjúklinga sem þjást af gigt. Í tilefni alþjóðlega gigtardagsins verður Gigtarfélagið með opið hús laugardaginn 12. október kl. 14-16 í nýjum húsakynnum að Brekkuhúsum 1. Við viljum hvetja fólk til þess að mæta og fagna formlegri opnun á nýjum stað. Höfundar sitja í stjórn Gigtarfélagsins og eru gigtarlæknar, Katrín Þórarinsdóttir yfirlæknir gigtarlækninga á Landspítala og Gerður María Gröndal dósent í gigtarlækningum við HÍ.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun