Skæð fuglaflensa í hröfnum og hettumáfum Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2024 21:44 Meinvirkar fuglainflúensuveirur af gerðinni H5N5 hafa greinst í hrafni í Öræfum og í hettumáfum á Húsavík. Vísir/Vilhelm Skæð fuglaflensuveira af gerðinni H5N5 hefur verið staðfest í villtum fuglum á Norður- og Suðausturlandi. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að óvissustig sé í gildi og að allir sem haldi alifugla eða aðra fugla séu hvattir til að viðhafa ýtrustu smitvarnir við umgengi á fuglunum sínum. Fólk er hvatt til tilkynna veika og dauða fugla til MAST. Í tilkynningu segir einnig að Tilraunastöð HÍ í meinafræði hafi staðfest í vikunni að meinvirkar fuglainflúensuveirur af gerðinni H5N5 hafi greinst í hrafni í Öræfum og í hettumáfum á Húsavík. Um er að ræða fyrstu greiningu á skæðum fuglainflúensuveirum á þessu ári. Haustið 2023 greindust einnig skæðar fuglainflúensuveirur af gerðinni H5N5 í hröfnum og öðrum villtum fuglum. Heilraðgreina nýjustu veirurnar til að fá vísbendingu um uppruna þeirra. Fleiri sýni hafa verið tekin úr grunsamlegum villtum fuglum og er beðið niðurstaðna rannsókna. Í tilkynningu segir að MAST meti miðlungs líkur á því að alvarlegt afbrigði fuglainflúensuveira berist í alifugla og aðra fugla í haldi, samkvæmt mati áhættumatshóps um fuglainflúensu og er því óvissustig virkjað. Mælt er með því að fuglaeigendur forðist að hafa nokkuð í umhverfi fuglahúsa sem laði að villta fugla, gæti þess að fóður og drykkjarvatn sé ekki aðgengilegt villtum fuglum, haldi fuglahúsum vel við, tilkynni til Matvælastofnunar um aukin og grunsamleg veikindi og dauðsföll í alifuglum og öðrum fuglum í haldi, og að eigendur alifuglabúa með 250 fugla eða fleiri eigi auk þess ávallt að uppfylla skilyrði um smitvarnir, sem tilgreind eru í reglugerð 88/2022 um velferð alifugla. Ítrekað er almenningi ráðlagt til að koma ekki nálægt eða handleika villtan fugl sem virðist ekki geta bjargað sér nema að viðhafðar séu góðar sóttvarnir svo sem að nota einnota hanska og veiruhelda grímu. Það eigi líka við um fugla sem er einungis með væg einkenni eða virkar jafnvel heilbrigður að öðru leyti. Matvælastofnun ítrekar beiðni til almennings um að tilkynna til stofnunarinnar um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530 4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. Æskilegt er að fá myndir og upplýsingar um fuglategund, fjölda fugla og fundarstað með hnitum. Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Norðurþing Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Sá fyrsti til að greinast með H5N2 lést af völdum veirunnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur greint frá andláti af völdum fuglaflensuveirunnar H5N2 sem átti sér stað í apríl síðastliðnum. Um var að ræða fyrsta einstaklinginn sem hefur greinst með umrætt afbrigði fuglaflensu. 6. júní 2024 07:32 Óttast að um sé að ræða fuglaflensu í fyrsta sinn Í hið minnsta ein mörgæs á Suðurskautslandi er talin hafa drepist úr fuglaflensu. Fáist það staðfest er um að ræða í fyrsta sinn sem mörgæs í heimsálfunni drepst úr veirunni. Um var að ræða kóngamörgæs. 29. janúar 2024 16:06 Fjöldadauði sela rakinn til H5N1 Staðfest hefur verið að fjöldadauða sela og sæfíla í suður-Atlantshafi á eyjunni Suður-Gergíu má rekja til þess að þeir smituðust af H5N1. 11. janúar 2024 09:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Í tilkynningu segir einnig að Tilraunastöð HÍ í meinafræði hafi staðfest í vikunni að meinvirkar fuglainflúensuveirur af gerðinni H5N5 hafi greinst í hrafni í Öræfum og í hettumáfum á Húsavík. Um er að ræða fyrstu greiningu á skæðum fuglainflúensuveirum á þessu ári. Haustið 2023 greindust einnig skæðar fuglainflúensuveirur af gerðinni H5N5 í hröfnum og öðrum villtum fuglum. Heilraðgreina nýjustu veirurnar til að fá vísbendingu um uppruna þeirra. Fleiri sýni hafa verið tekin úr grunsamlegum villtum fuglum og er beðið niðurstaðna rannsókna. Í tilkynningu segir að MAST meti miðlungs líkur á því að alvarlegt afbrigði fuglainflúensuveira berist í alifugla og aðra fugla í haldi, samkvæmt mati áhættumatshóps um fuglainflúensu og er því óvissustig virkjað. Mælt er með því að fuglaeigendur forðist að hafa nokkuð í umhverfi fuglahúsa sem laði að villta fugla, gæti þess að fóður og drykkjarvatn sé ekki aðgengilegt villtum fuglum, haldi fuglahúsum vel við, tilkynni til Matvælastofnunar um aukin og grunsamleg veikindi og dauðsföll í alifuglum og öðrum fuglum í haldi, og að eigendur alifuglabúa með 250 fugla eða fleiri eigi auk þess ávallt að uppfylla skilyrði um smitvarnir, sem tilgreind eru í reglugerð 88/2022 um velferð alifugla. Ítrekað er almenningi ráðlagt til að koma ekki nálægt eða handleika villtan fugl sem virðist ekki geta bjargað sér nema að viðhafðar séu góðar sóttvarnir svo sem að nota einnota hanska og veiruhelda grímu. Það eigi líka við um fugla sem er einungis með væg einkenni eða virkar jafnvel heilbrigður að öðru leyti. Matvælastofnun ítrekar beiðni til almennings um að tilkynna til stofnunarinnar um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530 4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. Æskilegt er að fá myndir og upplýsingar um fuglategund, fjölda fugla og fundarstað með hnitum.
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Norðurþing Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Sá fyrsti til að greinast með H5N2 lést af völdum veirunnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur greint frá andláti af völdum fuglaflensuveirunnar H5N2 sem átti sér stað í apríl síðastliðnum. Um var að ræða fyrsta einstaklinginn sem hefur greinst með umrætt afbrigði fuglaflensu. 6. júní 2024 07:32 Óttast að um sé að ræða fuglaflensu í fyrsta sinn Í hið minnsta ein mörgæs á Suðurskautslandi er talin hafa drepist úr fuglaflensu. Fáist það staðfest er um að ræða í fyrsta sinn sem mörgæs í heimsálfunni drepst úr veirunni. Um var að ræða kóngamörgæs. 29. janúar 2024 16:06 Fjöldadauði sela rakinn til H5N1 Staðfest hefur verið að fjöldadauða sela og sæfíla í suður-Atlantshafi á eyjunni Suður-Gergíu má rekja til þess að þeir smituðust af H5N1. 11. janúar 2024 09:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Sjá meira
Sá fyrsti til að greinast með H5N2 lést af völdum veirunnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur greint frá andláti af völdum fuglaflensuveirunnar H5N2 sem átti sér stað í apríl síðastliðnum. Um var að ræða fyrsta einstaklinginn sem hefur greinst með umrætt afbrigði fuglaflensu. 6. júní 2024 07:32
Óttast að um sé að ræða fuglaflensu í fyrsta sinn Í hið minnsta ein mörgæs á Suðurskautslandi er talin hafa drepist úr fuglaflensu. Fáist það staðfest er um að ræða í fyrsta sinn sem mörgæs í heimsálfunni drepst úr veirunni. Um var að ræða kóngamörgæs. 29. janúar 2024 16:06
Fjöldadauði sela rakinn til H5N1 Staðfest hefur verið að fjöldadauða sela og sæfíla í suður-Atlantshafi á eyjunni Suður-Gergíu má rekja til þess að þeir smituðust af H5N1. 11. janúar 2024 09:00