Eftir jafnan fyrri hálfleik þá snérist allt á sveif með heimamönnum í lokin. Staðan í hálfleik 14-15 en gestirnir náðu upp fjögurra marka forskoti snemma í leiknum, 8-12.
Eyjamenn unnu sig hægt en örugglega inn í leikinn eftir það, komust yfir í 17-16 og slitu sig síðan frá Valsmönnum jafnt og þétt. Lokatölur í Vestmannaeyjum eins og áður sagði 32-29 en heimamenn náðu nokkrum sinnum að koma muninum í fjögur mörk í seinni hálfleik.
Dagur Arnarsson var markahæstur í liði ÍBV með sex mörk en þeir Kári Kristján Kristjánsson og Andri Erlingsson bættu báðir við fimm mörkum hvor. Peter Jokanovic var traustur í marki ÍBV og varði 17 skot.
Hjá gestum var Skarphéðinn Ívar Einarsson markahæstur með sjö mörk en þeir Andri Fannar Elísson og Birkir Snær Steinarsson skoruðu báðir fjögur.