Handbolti

Ómar Ingi og Gísli Þor­geir markahæstir í tapi

Siggeir Ævarsson skrifar
Gísli Þorgeir á fleygiferð í meistaradeildinni í fyrra
Gísli Þorgeir á fleygiferð í meistaradeildinni í fyrra Vísir/Getty

Tveir leikir fóru fram í B-riði Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld og voru Íslendingar í fremstu víglínu í báðum leikjum.

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmenn Magdeburg, máttu sætta sig við svekkjandi eins marks tap gegn Kielce, 26-27. Ómar Ingi var markahæstur í liði Magdeburg með sjö mörk og Gísli Þorgeir kom næstur með sex. 

Magdeburg hefur aðeins landað einum sigri í fjórum leikjum í meistaradeildinni en eru þó enn í ágætri stöðu í riðlinum, með þrjú stig í 5. sæti.

Í hinum leik kvöldsins í B-riðli vann Nantes ótrúlegan 17 marka sigur á norska Íslendingaliðinu Kolstad, 44-27, en staðan í hálfleik var 26-11. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Kolstad og þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Sigurjón Guðmundsson skoraði sitt markið hvor. Sveinn Jóhannsson komst ekki á blað en gaf eina stoðsendingu.

Kolstad situr á botni riðilsins með tvö stig, en liðið lagði RK Zagreb fyrr í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×