Dætur, systur, frænkur, vinkonur Jódís Skúladóttir skrifar 11. október 2024 08:02 Í dag er alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins, dagur sem Sameinuðu þjóðirnar tileinka konum og stúlkum. Þennan dag ár hvert er staða stúlkna og kvenna í heiminum metin og vakin athygli á málefnum sem snúa að öryggi þeirra og velsæld. Meðal málefna sem athygli hefur verið vakin á undanfarin ár er að 130 milljónir stúlkna fá ekki að sækja sér menntun og tvær milljónir stúlkna verða mæður fyrir 15 ára aldur. Í ár er sjónum beint að þeirri staðreynd að 650 milljón konur og stúlkur í heiminum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það þýðir ein af hverjum fimm. Og þessi tala er vanáætluð því ekki er nálægt því allt kynferðisofbeldi tilkynnt til yfirvalda. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er ógn við líf, heilsu, velsæld, líðan og framtíðarhorfur stúlkna um allan heim. Það er því ekki skrýtið að stúlkur í framhaldsskóla á Íslandi biðjist undan því að þurfa að lesa bækur í skólanum með grófum lýsingum á kynferðisofbeldi eins og mátti lesa um í fjölmiðlum á dögunum og að 78% stúlkna í tíunda bekk grunnskóla séu kvíðnar og daprar eins og fram kom í íslensku æskulýðsrannsókninni í fyrra. Stjórnvöld um allan heim bera ábyrgð á að gæta öryggis kvenna og stúlkna, gera hag þeirra, líf og framtíðarhorfur betri. Við á Íslandi höfum gert vel í mörgum málum er snúa að konum og stúlkum en betur má ef duga skal og sem betur fer er stöðugt unnið að framförum í jafnréttis- og kynjamálum. Á dögunum lagði félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrir framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028. Þar kennir ýmissa grasa sem öll snúa að því að bæta líf kvenna og stúlkna. Til að mynda er þar lagt til að gert verði mat á hugrænni vinnu kynjanna, öðru nafni þriðju vaktinni, sem konur inna af hendi að langmestu leyti ofan á aðra vinnu og ábyrgð. Í áætluninni er lögð áhersla á að greina og bæta stöðu kvenna í nýsköpunarumhverfinu og uppræta staðalímyndir kvenna af erlendum uppruna. Gervigreind leikur gríðarstórt hlutverk í lífi okkar, mun meira en við flest gerum okkur grein fyrir. Henni er til dæmis beitt til að skanna atvinnuumsóknir og greina sjúkdóma í læknisfræðilegum tilgangi og ekki má gleyma því að gervigreind er nýtt í síauknum mæli til að beita stafrænu kynferðisofbeldi. Og tæknin er ekki hlutlaus. Algrímin eru því miður oft hönnuð með karllæg gildi og karllæg gögn lögð til grundvallar. Það er lykilatriði að rannsaka og vera meðvituð um þessar skekkjur sem eru innbyggðar í gervigreindina en til þess er tekið í áætluninni. Meðal annarra mála sem tekið er á er greining á ójöfnu mati á virði karla- og kvennastarfa sem er með stærstu kynjuðu málunum á vinnumarkaði, staða kvenna í fangelsum landsins, áfallamiðuð nálgun í réttarvörslukerfinu, nýtt verklag um móttöku þolenda heimilisofbeldis hjá heilbrigðisstofnunum og forvarna- og viðbragðsáætlanir til að tryggja öryggi fatlaðra kvenna gegn ofbeldi. Eitt af því allra mikilvægasta í áætluninni snýr þó að markvissri kynja og jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum sem er eitt sterkasta vopnið í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins er er mikilvægt að við stoppum öll og hugsum, hvar standa okkar stúlkubörn? Dætur, systur, barnabörn, frænkur, vinkonur? Hvernig getum við með aðgerðum okkar og orðum hjálpað stúlkum að eiga betra og öruggara líf í okkar samfélagi? Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Réttindi barna Vinstri græn Jódís Skúladóttir Gervigreind Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins, dagur sem Sameinuðu þjóðirnar tileinka konum og stúlkum. Þennan dag ár hvert er staða stúlkna og kvenna í heiminum metin og vakin athygli á málefnum sem snúa að öryggi þeirra og velsæld. Meðal málefna sem athygli hefur verið vakin á undanfarin ár er að 130 milljónir stúlkna fá ekki að sækja sér menntun og tvær milljónir stúlkna verða mæður fyrir 15 ára aldur. Í ár er sjónum beint að þeirri staðreynd að 650 milljón konur og stúlkur í heiminum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það þýðir ein af hverjum fimm. Og þessi tala er vanáætluð því ekki er nálægt því allt kynferðisofbeldi tilkynnt til yfirvalda. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er ógn við líf, heilsu, velsæld, líðan og framtíðarhorfur stúlkna um allan heim. Það er því ekki skrýtið að stúlkur í framhaldsskóla á Íslandi biðjist undan því að þurfa að lesa bækur í skólanum með grófum lýsingum á kynferðisofbeldi eins og mátti lesa um í fjölmiðlum á dögunum og að 78% stúlkna í tíunda bekk grunnskóla séu kvíðnar og daprar eins og fram kom í íslensku æskulýðsrannsókninni í fyrra. Stjórnvöld um allan heim bera ábyrgð á að gæta öryggis kvenna og stúlkna, gera hag þeirra, líf og framtíðarhorfur betri. Við á Íslandi höfum gert vel í mörgum málum er snúa að konum og stúlkum en betur má ef duga skal og sem betur fer er stöðugt unnið að framförum í jafnréttis- og kynjamálum. Á dögunum lagði félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrir framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025–2028. Þar kennir ýmissa grasa sem öll snúa að því að bæta líf kvenna og stúlkna. Til að mynda er þar lagt til að gert verði mat á hugrænni vinnu kynjanna, öðru nafni þriðju vaktinni, sem konur inna af hendi að langmestu leyti ofan á aðra vinnu og ábyrgð. Í áætluninni er lögð áhersla á að greina og bæta stöðu kvenna í nýsköpunarumhverfinu og uppræta staðalímyndir kvenna af erlendum uppruna. Gervigreind leikur gríðarstórt hlutverk í lífi okkar, mun meira en við flest gerum okkur grein fyrir. Henni er til dæmis beitt til að skanna atvinnuumsóknir og greina sjúkdóma í læknisfræðilegum tilgangi og ekki má gleyma því að gervigreind er nýtt í síauknum mæli til að beita stafrænu kynferðisofbeldi. Og tæknin er ekki hlutlaus. Algrímin eru því miður oft hönnuð með karllæg gildi og karllæg gögn lögð til grundvallar. Það er lykilatriði að rannsaka og vera meðvituð um þessar skekkjur sem eru innbyggðar í gervigreindina en til þess er tekið í áætluninni. Meðal annarra mála sem tekið er á er greining á ójöfnu mati á virði karla- og kvennastarfa sem er með stærstu kynjuðu málunum á vinnumarkaði, staða kvenna í fangelsum landsins, áfallamiðuð nálgun í réttarvörslukerfinu, nýtt verklag um móttöku þolenda heimilisofbeldis hjá heilbrigðisstofnunum og forvarna- og viðbragðsáætlanir til að tryggja öryggi fatlaðra kvenna gegn ofbeldi. Eitt af því allra mikilvægasta í áætluninni snýr þó að markvissri kynja og jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum sem er eitt sterkasta vopnið í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins er er mikilvægt að við stoppum öll og hugsum, hvar standa okkar stúlkubörn? Dætur, systur, barnabörn, frænkur, vinkonur? Hvernig getum við með aðgerðum okkar og orðum hjálpað stúlkum að eiga betra og öruggara líf í okkar samfélagi? Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun