Geðheilsa er samfélagsmál Halldóra Friðgerður Víðisdóttir skrifar 10. október 2024 11:33 Geðheilbrigði er ofarlega á dagskrá í opinberri þjóðfélagsumræðu og er umræðan opinská og oft á tíðum einlæg. Sífellt fleiri skilja mikilvægi þess að viðhalda þurfi geðheilsunni með virkum hætti, á sama hátt og við erum meðvituð um áhrif hreyfingar og hollrar fæðu á líkamlegt hreysti. Geðraskanir spyrja ekki um stétt eða stöðu, en geta einstaklingsins og samfélagsins í kringum hann til að takast á við geðheilsuna getur haft gríðarleg áhrif á bæði veikindi og bata. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn, 10. október, er að þessu sinni helgaður geðheilsu á vinnustað. Fyrir utan heimilið eyðum við bróðurparti okkar tíma innan veggja vinnustaðarins. Vinnuumhverfið og menning á vinnustöðum getur gegnt stóru hlutverki í vellíðan starfsfólks og þegar þessir þættir bresta hefur það slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Vonandi þykir okkur flestum vinnan skemmtileg og gefandi, sem svo aftur stuðlar að góðri geðheilsu. Gott vinnuumhverfi stuðlar að geðheilbrigði Fjölmargir þættir hafa áhrif á geðheilbrigði og það hvernig við tökumst á við vanlíðan eða aðrar áskoranir. Persónulegir þættir og reynsla, tengsl við fjölskyldu og vini, andlegt upplag, stuðningur úr nærumhverfi og umhverfisþættir eru þar á meðal. Efnahagslegt óöryggi, ófriður og samfélagsleg áföll geta haft áhrif á okkur öll og við þurfum að hlúa bæði að sjálfum okkur og hvert að öðru. Við sem einstaklingar erum partur af stærra mengi, ekki síst fjölskyldu og vinahóp og mörg hver af vinnustað. Hraðinn í samfélaginu gerir vinnuumhverfið oft flókið og fyrir mörgum er nokkur áskorun að tryggja gott samspil vinnu og einkalífs. Á síðustu árum hefur verið lögð rík áhersla á styttri vinnutíma sem lið í að bæta þetta strembna samspil. Fyrir geðheilsuna er þó ekki síður mikilvægt að vinnuumhverfið sjálft stuðli að góðu geðheilbrigði. Tengslamyndun á vinnustað, bæði persónuleg og fagleg, styrkir okkur í að standast álag og ekki er verra ef vinnustaðurinn er skemmtilegur og fólk styður við bakið hvert á öðru! Sterk tengsl skipta sköpum Geðþjónusta Landspítala sinnir fólki með alvarlegan geðrænan vanda. Til okkar koma einstaklingar sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda vegna bráðs eða flókins vanda og eru oft að lifa erfiðustu stundir lífs síns. Við vinnum í þverfaglegum teymum og leggjum ríka áherslu á samstarf við bæði notendur og þeirra aðstandendur. Við sjáum ítrekað hversu mikilvæg sterk félagsleg tengsl eru fyrir fólk sem glímir við geðraskanir og hversu miklu það getur skipt að fólk hafi að einhverju að hverfa að lokinni meðferð. Góðir vinnustaðir eru gulls ígildi, en það eru líka góðir vinahópar, sterkar fjölskyldur og líflegt félagsstarf. Með þessari grein fylgir hvatning til okkar allra að huga að okkar nánasta umhverfi, styðja hvert við annað og byggja upp og viðhalda félagslegum tengslum. Gerum vinnustaðina að góðum stað til að vera á og höldum utan um vinnufélaga okkar þegar á móti blæs. Þannig stuðlum við að betra geðheilbrigði, bæði okkar og annarra. Geðheilsa getur aldrei verið eingöngu málefni okkar sem einstaklinga, hún er samfélagsmál. Höfundur er forstöðuhjúkrunarfræðingur í geðþjónustu Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði er ofarlega á dagskrá í opinberri þjóðfélagsumræðu og er umræðan opinská og oft á tíðum einlæg. Sífellt fleiri skilja mikilvægi þess að viðhalda þurfi geðheilsunni með virkum hætti, á sama hátt og við erum meðvituð um áhrif hreyfingar og hollrar fæðu á líkamlegt hreysti. Geðraskanir spyrja ekki um stétt eða stöðu, en geta einstaklingsins og samfélagsins í kringum hann til að takast á við geðheilsuna getur haft gríðarleg áhrif á bæði veikindi og bata. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn, 10. október, er að þessu sinni helgaður geðheilsu á vinnustað. Fyrir utan heimilið eyðum við bróðurparti okkar tíma innan veggja vinnustaðarins. Vinnuumhverfið og menning á vinnustöðum getur gegnt stóru hlutverki í vellíðan starfsfólks og þegar þessir þættir bresta hefur það slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Vonandi þykir okkur flestum vinnan skemmtileg og gefandi, sem svo aftur stuðlar að góðri geðheilsu. Gott vinnuumhverfi stuðlar að geðheilbrigði Fjölmargir þættir hafa áhrif á geðheilbrigði og það hvernig við tökumst á við vanlíðan eða aðrar áskoranir. Persónulegir þættir og reynsla, tengsl við fjölskyldu og vini, andlegt upplag, stuðningur úr nærumhverfi og umhverfisþættir eru þar á meðal. Efnahagslegt óöryggi, ófriður og samfélagsleg áföll geta haft áhrif á okkur öll og við þurfum að hlúa bæði að sjálfum okkur og hvert að öðru. Við sem einstaklingar erum partur af stærra mengi, ekki síst fjölskyldu og vinahóp og mörg hver af vinnustað. Hraðinn í samfélaginu gerir vinnuumhverfið oft flókið og fyrir mörgum er nokkur áskorun að tryggja gott samspil vinnu og einkalífs. Á síðustu árum hefur verið lögð rík áhersla á styttri vinnutíma sem lið í að bæta þetta strembna samspil. Fyrir geðheilsuna er þó ekki síður mikilvægt að vinnuumhverfið sjálft stuðli að góðu geðheilbrigði. Tengslamyndun á vinnustað, bæði persónuleg og fagleg, styrkir okkur í að standast álag og ekki er verra ef vinnustaðurinn er skemmtilegur og fólk styður við bakið hvert á öðru! Sterk tengsl skipta sköpum Geðþjónusta Landspítala sinnir fólki með alvarlegan geðrænan vanda. Til okkar koma einstaklingar sem þurfa á þverfaglegri þjónustu að halda vegna bráðs eða flókins vanda og eru oft að lifa erfiðustu stundir lífs síns. Við vinnum í þverfaglegum teymum og leggjum ríka áherslu á samstarf við bæði notendur og þeirra aðstandendur. Við sjáum ítrekað hversu mikilvæg sterk félagsleg tengsl eru fyrir fólk sem glímir við geðraskanir og hversu miklu það getur skipt að fólk hafi að einhverju að hverfa að lokinni meðferð. Góðir vinnustaðir eru gulls ígildi, en það eru líka góðir vinahópar, sterkar fjölskyldur og líflegt félagsstarf. Með þessari grein fylgir hvatning til okkar allra að huga að okkar nánasta umhverfi, styðja hvert við annað og byggja upp og viðhalda félagslegum tengslum. Gerum vinnustaðina að góðum stað til að vera á og höldum utan um vinnufélaga okkar þegar á móti blæs. Þannig stuðlum við að betra geðheilbrigði, bæði okkar og annarra. Geðheilsa getur aldrei verið eingöngu málefni okkar sem einstaklinga, hún er samfélagsmál. Höfundur er forstöðuhjúkrunarfræðingur í geðþjónustu Landspítala.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun