Dökk heimsmynd Jóhanns Páls Hildur Sverrisdóttir skrifar 10. október 2024 08:33 Í ræðustól Alþingis á dögunum stóð Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og hélt því blákalt fram að ríkisstjórnarflokkarnir héldu samstarfi sínu gangandi einvörðungu til að tryggja sér háa styrki úr vösum skattgreiðenda, sem koma til greiðslu í janúar. Góðar samsæriskenningar geta verið safaríkar og spennandi en verra er þegar þær standast ekki minnstu skoðun. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema ríkisvæðingu stjórnmálaflokka Enginn þarf að leita langt eða lengi að afstöðu Sjálfstæðisflokksins til ríkisstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur lengi talað fyrir breytingum á fjármögnun stjórnmálaflokka, þar á meðal algjöru afnámi opinberra styrkja. Tilefnið er að lög um stjórnmálaflokka frá árinu 2006 sníða stjórnmálaflokkum þröngan stakk í samhengi við fjármögnun með fjárframlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þess í stað eru opinberir styrkir nú þeirra helsta tekjulind og opinber framlög til stjórnmálaflokka margfaldast frá setningu laganna. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað lýst því yfir að endurskoða þurfi þetta fyrirkomulag. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins ályktaði fundurinn að afnema skyldi opinbera styrki til stjórnmálaflokka og hækka hámarksframlag annarra aðila í staðinn. Þessari ályktun hafa þingmenn flokksins fylgt eftir í verki. Hefur Diljá Mist Einarsdóttir t.a.m. ítrekað lagt fram frumvarp sem miðar að því að draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka og auðvelda þeim sjálfstæða tekjuöflun. Í því frumvarpi er einnig lagt til að þröskuldurinn til að hljóta framlag frá hinu opinbera skuli hækkaður úr 2,5% í 4% atkvæðamagn. Þetta tryggir að flokkarnir verði áfram bundnir af skýrum reglum um gagnsæi, og framlög frá óþekktum aðilum verða áfram bönnuð. Pólitískur ásetningur og dylgjur Hugarórar um að ríkisstjórnarsamstarfið byggi á von umfjárframlög eiga sér væntanlega rætur í pólitískum ásetningi fremur en því að þingmaðurinn trúi þessu sjálfur. Sú heimsmynd að flokkarnir sem stýra landinu geri það í þeim eina tilgangi að fá fjárgreiðslur frá ríkinu er dökk og hryggileg. Það vona ég innilega og trúi ekki að nokkur flokkur vinni út frá slíkri hugmyndafræði. Stjórnmálaflokkar eiga að hafa möguleika á að axla ábyrgð á eigin fjármálum með sjálfstæðri fjármögnun, án þess að styrkir frá ríkinu séu þeirra helstu tekjulind. Opinber fjárframlög eiga ekki og ættu ekki að vera stjórnmálaflokkum haldreipi, öllu heldur þarf að hvetja til aukinnar ábyrgðar og gegnsæis. Eitt er allavega víst, Sjálfstæðisflokkurinn óttast ekki kosningar, nú sem endranær, hvenær sem þær kunna að verða haldnar. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í ræðustól Alþingis á dögunum stóð Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og hélt því blákalt fram að ríkisstjórnarflokkarnir héldu samstarfi sínu gangandi einvörðungu til að tryggja sér háa styrki úr vösum skattgreiðenda, sem koma til greiðslu í janúar. Góðar samsæriskenningar geta verið safaríkar og spennandi en verra er þegar þær standast ekki minnstu skoðun. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema ríkisvæðingu stjórnmálaflokka Enginn þarf að leita langt eða lengi að afstöðu Sjálfstæðisflokksins til ríkisstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur lengi talað fyrir breytingum á fjármögnun stjórnmálaflokka, þar á meðal algjöru afnámi opinberra styrkja. Tilefnið er að lög um stjórnmálaflokka frá árinu 2006 sníða stjórnmálaflokkum þröngan stakk í samhengi við fjármögnun með fjárframlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þess í stað eru opinberir styrkir nú þeirra helsta tekjulind og opinber framlög til stjórnmálaflokka margfaldast frá setningu laganna. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað lýst því yfir að endurskoða þurfi þetta fyrirkomulag. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins ályktaði fundurinn að afnema skyldi opinbera styrki til stjórnmálaflokka og hækka hámarksframlag annarra aðila í staðinn. Þessari ályktun hafa þingmenn flokksins fylgt eftir í verki. Hefur Diljá Mist Einarsdóttir t.a.m. ítrekað lagt fram frumvarp sem miðar að því að draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka og auðvelda þeim sjálfstæða tekjuöflun. Í því frumvarpi er einnig lagt til að þröskuldurinn til að hljóta framlag frá hinu opinbera skuli hækkaður úr 2,5% í 4% atkvæðamagn. Þetta tryggir að flokkarnir verði áfram bundnir af skýrum reglum um gagnsæi, og framlög frá óþekktum aðilum verða áfram bönnuð. Pólitískur ásetningur og dylgjur Hugarórar um að ríkisstjórnarsamstarfið byggi á von umfjárframlög eiga sér væntanlega rætur í pólitískum ásetningi fremur en því að þingmaðurinn trúi þessu sjálfur. Sú heimsmynd að flokkarnir sem stýra landinu geri það í þeim eina tilgangi að fá fjárgreiðslur frá ríkinu er dökk og hryggileg. Það vona ég innilega og trúi ekki að nokkur flokkur vinni út frá slíkri hugmyndafræði. Stjórnmálaflokkar eiga að hafa möguleika á að axla ábyrgð á eigin fjármálum með sjálfstæðri fjármögnun, án þess að styrkir frá ríkinu séu þeirra helstu tekjulind. Opinber fjárframlög eiga ekki og ættu ekki að vera stjórnmálaflokkum haldreipi, öllu heldur þarf að hvetja til aukinnar ábyrgðar og gegnsæis. Eitt er allavega víst, Sjálfstæðisflokkurinn óttast ekki kosningar, nú sem endranær, hvenær sem þær kunna að verða haldnar. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun