Ungt afbrotafólk og mikilvægi endurhæfingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 10. október 2024 08:01 Nýlegar fréttir um reynslulausn ungs einstaklings sem hlaut 12 ára dóm fyrir manndráp kalla á umræðu í samfélaginu um það hvernig við sem samfélag nálgumst ungt afbrotafólk innan íslenska fullnustukerfisins. Þrátt fyrir mikla reiði vegna málsins verðum við að horfa til breiðari sjónarmiða. Tilgangur refsinga snýst ekki eingöngu um að refsa heldur einnig að endurhæfa og koma í veg fyrir frekari afbrot. Það er nauðsynlegur þáttur í kerfinu út frá öryggi samfélagsins til lengri tíma. Betrun frekar en refsivöndurinn Rannsóknir sýna að fangelsisvist ein og sér, án viðeigandi endurhæfingar, getur aukið líkur á að einstaklingar snúi aftur í samfélagið verr í stakk búnir til að takast á við lífið. Þetta á sérstaklega við um ungt fólk. Fangavist getur valdið djúpstæðri félagslegri útskúfun og takmörkuðum tækifærum til betrunar. Eins og afbrotafræðingurinn Helgi Gunnlaugsson hefur bent á, er markmiðið með reynslulausn eða öðrum úrræðum ekki að leyfa brotamönnum að sleppa við refsingu, heldur að auka líkurnar á betrun og draga úr frekari glæpum. Ungt fólk hefur mikla möguleika á að breyta lífi sínu, svo framarlega sem það fær viðeigandi stuðning og leiðbeiningar. Í stað þess að beina reiði okkar að úrræðum eins og reynslulausn, verðum við að skilja að slík úrræði stuðla að betrun og skapa öryggi fyrir samfélagið. Hlutverk áfangaheimila og stigskipting fullnustu Í nýlegu máli þar sem ungur maður var fluttur í afplánun á áfangaheimilinu Vernd eftir að hafa hlotið 12 ára dóm fyrir manndráp vaknaði mikil umræða um réttmæti slíkrar ákvörðunar. Mikilvægt er að beita sérsniðnum úrræðum fyrir ungt fólk, þar sem áherslan er á betrun og uppbyggingu fremur en hefðbundna fangelsisvist. Áfangaheimili eins og Vernd eru ekki frímiðar heldur mikilvægt skref í ferli sem miðar að því að undirbúa einstaklinga undir að snúa aftur í samfélagið. Þar er lögð áhersla á að kenna fólki rútínu, stuðla að atvinnuþátttöku eða námi og byggja upp heilbrigðan lífsstíl. Afplánun dóma í íslenska fullnustukerfinu fer fram á stigskiptan hátt: frá lokuðu úrræði yfir í opið úrræði, áfangaheimili, rafrænt eftirlit og loks reynslulausn. Þetta ferli miðar að því að tryggja smám saman betrun og aðlögun að samfélaginu. Lög um reynslulausn fyrir ungt fólk Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga frá árinu 2016 hefur Fangelsismálastofnun heimild til að veita ungu fólki sem brýtur af sér undir 21 árs, reynslulausn eftir að þriðjungur dóms hefur verið afplánaður. Þetta ákvæði miðar að því að verja ungt fólk fyrir neikvæðum áhrifum langvarandi fangavistar og gefa því tækifæri til að nýta tímann í endurhæfingu. Slík úrræði eru þó oft misskilin og óvinsæl í augum almennings, en það er nauðsynlegt að skilja að þau draga úr líkum á því að viðkomandi falli aftur í afbrot. Þetta úrræði kemur í veg fyrir að fleiri verði brotaþolar sömu einstaklinga. Betrun er lykilatriði Betrun á meðan á fangelsisvist stendur er eitt af lykilverkefnum ríkisins, sérstaklega þegar kemur að ungu fólki. Afstaða hefur lengi lagt áherslu á að ungt afbrotafólk afpláni sem skemmstan tíma í fangelsi því að langvarandi fangavist getur gert meiri skaða en gagn. Á sama tíma þarf að tryggja að ungt fólk fái stuðning og leiðsögn til að vinna í eigin málum og forðast áframhaldandi brotastarfsemi. Rannsóknir benda til þess að fangelsi án betrunar geti orðið gróðrarstía fyrir áframhaldandi glæpastarfsemi, sérstaklega hjá ungu fólki sem á margra ára líf framundan. Áhersla á menntun, félagslegan stuðning og jafningjaráðgjöf getur dregið úr endurkomu í fangelsi. Þörf á betrunarstefnu Það er eðlilegt að fólk upplifi reiði í ljósi nýlegra mála en sem samfélag verðum við að einblína á lausnir til lengri tíma. Fangavist sem einungis er hugsað sem refsing, án markvissrar betrunar, tryggir ekki að brotamenn falli ekki aftur í glæpi. Aftur á móti sýna rannsóknir að þegar ungu fólki er boðið upp á endurhæfingu, nám og jafningjaráðgjöf minnka líkur á endurteknum glæpum. Þess vegna er mikilvægt að við leggjum áherslu á betrun frekar en þunga refsingu. Samantekt Íslenska fullnustukerfið byggir á meginreglunni um að hjálpa brotamönnum að snúa aftur í samfélagið. Þessi stefna hefur sýnt sig vera árangursrík, sérstaklega með því að veita ungu afbrotafólki tækifæri til að taka ábyrgð á eigin lífi. Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem enn reiðir sig að hluta á refsistefnu en litlu vísarnir að betrunarstefnunni, eins og stigskipting fullnustu og reynslulausn, eru mikilvægir í þessu samhengi. Það væru alvarlegt mistök að hverfa frá þeim úrræðum. Til að komast nær markmiðum okkar sem samfélag er nauðsynlegt að dómstólar og fullnustukerfið haldi áfram að setja betrun í forgang. Við þurfum að huga vandlega að því hvernig við nálgumst mál ungs afbrotafólks og veita þeim önnur tækifæri í gegnum úrræði eins og áfangaheimili, rafrænt eftirlit og reynslulausn. Það er lykilatriði að við, sem samfélag, hjálpum fólki að byggja upp betra líf. Reynslan sýnir að án endurhæfingar getur fangelsi haft alvarleg neikvæð áhrif, sérstaklega á unga einstaklinga. Aðeins með því að bjóða raunveruleg tækifæri til betrunar tryggjum við framtíðaröryggi og velferð okkar allra. Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Ofbeldi barna Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Nýlegar fréttir um reynslulausn ungs einstaklings sem hlaut 12 ára dóm fyrir manndráp kalla á umræðu í samfélaginu um það hvernig við sem samfélag nálgumst ungt afbrotafólk innan íslenska fullnustukerfisins. Þrátt fyrir mikla reiði vegna málsins verðum við að horfa til breiðari sjónarmiða. Tilgangur refsinga snýst ekki eingöngu um að refsa heldur einnig að endurhæfa og koma í veg fyrir frekari afbrot. Það er nauðsynlegur þáttur í kerfinu út frá öryggi samfélagsins til lengri tíma. Betrun frekar en refsivöndurinn Rannsóknir sýna að fangelsisvist ein og sér, án viðeigandi endurhæfingar, getur aukið líkur á að einstaklingar snúi aftur í samfélagið verr í stakk búnir til að takast á við lífið. Þetta á sérstaklega við um ungt fólk. Fangavist getur valdið djúpstæðri félagslegri útskúfun og takmörkuðum tækifærum til betrunar. Eins og afbrotafræðingurinn Helgi Gunnlaugsson hefur bent á, er markmiðið með reynslulausn eða öðrum úrræðum ekki að leyfa brotamönnum að sleppa við refsingu, heldur að auka líkurnar á betrun og draga úr frekari glæpum. Ungt fólk hefur mikla möguleika á að breyta lífi sínu, svo framarlega sem það fær viðeigandi stuðning og leiðbeiningar. Í stað þess að beina reiði okkar að úrræðum eins og reynslulausn, verðum við að skilja að slík úrræði stuðla að betrun og skapa öryggi fyrir samfélagið. Hlutverk áfangaheimila og stigskipting fullnustu Í nýlegu máli þar sem ungur maður var fluttur í afplánun á áfangaheimilinu Vernd eftir að hafa hlotið 12 ára dóm fyrir manndráp vaknaði mikil umræða um réttmæti slíkrar ákvörðunar. Mikilvægt er að beita sérsniðnum úrræðum fyrir ungt fólk, þar sem áherslan er á betrun og uppbyggingu fremur en hefðbundna fangelsisvist. Áfangaheimili eins og Vernd eru ekki frímiðar heldur mikilvægt skref í ferli sem miðar að því að undirbúa einstaklinga undir að snúa aftur í samfélagið. Þar er lögð áhersla á að kenna fólki rútínu, stuðla að atvinnuþátttöku eða námi og byggja upp heilbrigðan lífsstíl. Afplánun dóma í íslenska fullnustukerfinu fer fram á stigskiptan hátt: frá lokuðu úrræði yfir í opið úrræði, áfangaheimili, rafrænt eftirlit og loks reynslulausn. Þetta ferli miðar að því að tryggja smám saman betrun og aðlögun að samfélaginu. Lög um reynslulausn fyrir ungt fólk Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga frá árinu 2016 hefur Fangelsismálastofnun heimild til að veita ungu fólki sem brýtur af sér undir 21 árs, reynslulausn eftir að þriðjungur dóms hefur verið afplánaður. Þetta ákvæði miðar að því að verja ungt fólk fyrir neikvæðum áhrifum langvarandi fangavistar og gefa því tækifæri til að nýta tímann í endurhæfingu. Slík úrræði eru þó oft misskilin og óvinsæl í augum almennings, en það er nauðsynlegt að skilja að þau draga úr líkum á því að viðkomandi falli aftur í afbrot. Þetta úrræði kemur í veg fyrir að fleiri verði brotaþolar sömu einstaklinga. Betrun er lykilatriði Betrun á meðan á fangelsisvist stendur er eitt af lykilverkefnum ríkisins, sérstaklega þegar kemur að ungu fólki. Afstaða hefur lengi lagt áherslu á að ungt afbrotafólk afpláni sem skemmstan tíma í fangelsi því að langvarandi fangavist getur gert meiri skaða en gagn. Á sama tíma þarf að tryggja að ungt fólk fái stuðning og leiðsögn til að vinna í eigin málum og forðast áframhaldandi brotastarfsemi. Rannsóknir benda til þess að fangelsi án betrunar geti orðið gróðrarstía fyrir áframhaldandi glæpastarfsemi, sérstaklega hjá ungu fólki sem á margra ára líf framundan. Áhersla á menntun, félagslegan stuðning og jafningjaráðgjöf getur dregið úr endurkomu í fangelsi. Þörf á betrunarstefnu Það er eðlilegt að fólk upplifi reiði í ljósi nýlegra mála en sem samfélag verðum við að einblína á lausnir til lengri tíma. Fangavist sem einungis er hugsað sem refsing, án markvissrar betrunar, tryggir ekki að brotamenn falli ekki aftur í glæpi. Aftur á móti sýna rannsóknir að þegar ungu fólki er boðið upp á endurhæfingu, nám og jafningjaráðgjöf minnka líkur á endurteknum glæpum. Þess vegna er mikilvægt að við leggjum áherslu á betrun frekar en þunga refsingu. Samantekt Íslenska fullnustukerfið byggir á meginreglunni um að hjálpa brotamönnum að snúa aftur í samfélagið. Þessi stefna hefur sýnt sig vera árangursrík, sérstaklega með því að veita ungu afbrotafólki tækifæri til að taka ábyrgð á eigin lífi. Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem enn reiðir sig að hluta á refsistefnu en litlu vísarnir að betrunarstefnunni, eins og stigskipting fullnustu og reynslulausn, eru mikilvægir í þessu samhengi. Það væru alvarlegt mistök að hverfa frá þeim úrræðum. Til að komast nær markmiðum okkar sem samfélag er nauðsynlegt að dómstólar og fullnustukerfið haldi áfram að setja betrun í forgang. Við þurfum að huga vandlega að því hvernig við nálgumst mál ungs afbrotafólks og veita þeim önnur tækifæri í gegnum úrræði eins og áfangaheimili, rafrænt eftirlit og reynslulausn. Það er lykilatriði að við, sem samfélag, hjálpum fólki að byggja upp betra líf. Reynslan sýnir að án endurhæfingar getur fangelsi haft alvarleg neikvæð áhrif, sérstaklega á unga einstaklinga. Aðeins með því að bjóða raunveruleg tækifæri til betrunar tryggjum við framtíðaröryggi og velferð okkar allra. Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun