Báðu um paramynd og augnabliki síðar var veskið horfið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2024 13:37 Ferðamenn á snæðingi á Þingvöllum. Vísir/vilhelm Ferðamaður tók vel í beiðni pars um að hann tæki af þeim paramynd á Þingvöllum í morgun. Þegar myndatökunni var lokið og parið á bak og burt áttaði ferðamaðurinn sig á því að hann var kortaveskinu fátækari. Gylfi Þór Þórisson er leiðsögumaður með fulla rútu af ferðafólki á flakki um vinsælustu ferðamannastaði Suðvesturlandsins í dag. Hann lét kollega sína vita af vasaþjófunum með færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook. „Þetta er óþægilegt fyrir alla. Skaðinn er ekki stór því það var bara eitt kort í veskinu og búið að loka því,“ segir Gylfi Þór. Upplifunin fyrir ferðamennina sé ekki góð. „Það er sama hvort þú tapar fjármunum eða ekki, það er óþægilegt að láta stela af sér.“ Gylfi Þór er meðvitaður um hættuna af vasaþjófum enda ekki í fyrsta skipti sem heyrist af vasaþjófum á vinsælustu ferðamannastöðunum sem tilheyra Gullna hringnum. Á sumum stöðum er varað við vasaþjófnaði á skiltum. Gylfi Þór segir þjófnað á borð við þennan oft tilkynntan en aldrei náist neinn. Hann hafi í þetta skiptið ekki einu sinni hringt í lögregluna heldur látið nægja að segja starfsmönnum þjóðgarðarins frá. „Þeir hafa eflaust látið lögreglu vita.“ Hann segist hafa deilt upplýsingunum með öðrum leiðsögumönnum í fyrrnefndum Facebook-hópi til að þeir geti varað ferðamenn á sínum vegum við. Vasaþjófarnir flakki um Gullna hringinn líkt og ferðamennirnir. Fólkið í hans rútu passi í það minnsta vasana sína vel eftir þessa upplifun. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis í sumar. Þingvellir Lögreglumál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. 16. mars 2024 00:07 Hafa tapað mjög háum fjárhæðum vegna vasaþjófa á Íslandi Ferðamálastofa varar við vasaþjófum sem hafa orðið til þess að ferðamenn hafi tapað háum fjárhæðum. 14. mars 2024 16:55 Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. 27. mars 2023 23:14 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Gylfi Þór Þórisson er leiðsögumaður með fulla rútu af ferðafólki á flakki um vinsælustu ferðamannastaði Suðvesturlandsins í dag. Hann lét kollega sína vita af vasaþjófunum með færslu í hópnum Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook. „Þetta er óþægilegt fyrir alla. Skaðinn er ekki stór því það var bara eitt kort í veskinu og búið að loka því,“ segir Gylfi Þór. Upplifunin fyrir ferðamennina sé ekki góð. „Það er sama hvort þú tapar fjármunum eða ekki, það er óþægilegt að láta stela af sér.“ Gylfi Þór er meðvitaður um hættuna af vasaþjófum enda ekki í fyrsta skipti sem heyrist af vasaþjófum á vinsælustu ferðamannastöðunum sem tilheyra Gullna hringnum. Á sumum stöðum er varað við vasaþjófnaði á skiltum. Gylfi Þór segir þjófnað á borð við þennan oft tilkynntan en aldrei náist neinn. Hann hafi í þetta skiptið ekki einu sinni hringt í lögregluna heldur látið nægja að segja starfsmönnum þjóðgarðarins frá. „Þeir hafa eflaust látið lögreglu vita.“ Hann segist hafa deilt upplýsingunum með öðrum leiðsögumönnum í fyrrnefndum Facebook-hópi til að þeir geti varað ferðamenn á sínum vegum við. Vasaþjófarnir flakki um Gullna hringinn líkt og ferðamennirnir. Fólkið í hans rútu passi í það minnsta vasana sína vel eftir þessa upplifun. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis í sumar.
Þingvellir Lögreglumál Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. 16. mars 2024 00:07 Hafa tapað mjög háum fjárhæðum vegna vasaþjófa á Íslandi Ferðamálastofa varar við vasaþjófum sem hafa orðið til þess að ferðamenn hafi tapað háum fjárhæðum. 14. mars 2024 16:55 Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. 27. mars 2023 23:14 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. 16. mars 2024 00:07
Hafa tapað mjög háum fjárhæðum vegna vasaþjófa á Íslandi Ferðamálastofa varar við vasaþjófum sem hafa orðið til þess að ferðamenn hafi tapað háum fjárhæðum. 14. mars 2024 16:55
Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. 27. mars 2023 23:14