Reyna að ná til nýbúa til að Ísland verði fyrsta reyklausa þjóðin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2024 14:42 Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir, Sigríður Flygenring og Karl Andersen. Kristinn Ingvarsson Prófessorar og sérfræðingar í krabbameini og reykleysi segja brýnt að ná til innflytjenda hérlendis þar sem reykingar eru mun algengari en almennt gerist í landinu. Markmiðið að gera Ísland að reyklausri þjóð sé innan seilingar. Fyrirtæki eru hvött til að nálgast myndskreitta bæklinga á þremur tungumálum og kynna fyrir starfsfólki. Nýi bæklingurinn nefnist „Hættu nú alveg“ þar sem fjallað er um afleiðingar reykinga og hvernig hætta má reykingum. Bæklingurinn, sem er á þremur tungumálum, er hluti af ritþrennu um málið sem miðar að því að draga enn frekar úr reykingum í landinu og um leið kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Höfundar bæklingsins nýja eru þau Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir, Sigríður Flygenring og Karl Andersen, öll læknar og hjúkrunarfræðingar sem koma að meðferð lungnakrabbameins og reykleysismeðferð á Landspítala og SÁÁ og hafa gefið vinnu sína. Tómas og Karl eru jafnframt prófessorar við Háskóla Íslands. Bæklingurinn sem má sækja sér ókeypis á netinu eða panta á kostnaðarverði.Kristinn Ingvarsson „Aðeins sex prósent Íslendinga reykja nú daglega sem er eitt lægsta reykingahlutfall í heimi. Það eru frábærar fréttir sem sýna hversu góðum árangri öflugar reykingavarnir hérlendis hafa skilað. Þetta þýðir jafnframt að Ísland getur á næstu tveimur árum orðið fyrsta þjóðin til að ná reykingatíðni undir fimm prósentum sem mörg ríki og stofnanir hafa sett sér sem markmið og nota til að skilgreina þjóð sem reyklausa,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Þótt vel gangi séu enn áskoranir í reykingavörnum hérlendis, ekki síst á meðal innflytjenda þar sem reykingar séu mun algengari. „Því er brýnt er að ná til þeirra og allra hinna sem reykja með auðskiljanlegu fræðsluefni og er bæklingurinn Hættu nú alveg saminn með það í huga. Er hann hugsaður sem viðbót við tvö önnur rit sem komu út fyrr á árinu og fjalla um afleiðingar reykinga með áherslu á lungnakrabbamein en líka mikilvægi reykleysis. Til mikils er að vinna því með því að gera Ísland reyklaust sparast tugir milljarða í heilbrigðiskerfinu um leið og reykleysi stuðlar að bætti líðan fólks og allir geta andað að sér hreinna lofti.“ Ritin þrjú má öll nálgast ókeypis á vefsíðunni www.lungnakrabbamein.is en þau er: Hættu nú alveg Ríkulega myndkreyttur bæklingur á mannamáli með svörtum húmor, ætlaður þeim sem vilja hætta að reykja. Helstu meðferðarleiðir eru úskýrðar og sömuleiðis af hverju rafsígarettur og nikótínpúðar eru ekki heppilegir kostir við reykleysismeðferð. Bæklingurinn er til á íslensku, ensku og pólsku. Lungnakrabbameinsbókin Bók ætluð heilbrigðisstarfsfólki, nemum í heilbrigðisvísindum og almenningi sem vilja kynna sér allt sem viðkemur lungnakrabbameini. Mest áhersla er lögð á nýjungar í greiningu og meðferð en einnig er í bókinni ítarlegur kafli um reykleysismeðferð. Lungnakrabbamein – upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur Hér er útskýrt á einföldu máli og með skýringarmyndum í hverju greining og meðferð lungnakrabbameins felst. Einnig eru upplýsingar um hvernig hægt er að hætta reykingum eftir greiningu og áður en meðferð er hafin. Hægt er að panta útprentuð eintök af bóknum þremur á kostnaðarverði með því að senda tölvupóst á: tomasgud@landspitali.is Þetta á ekki síst við um Hættu nú alveg bæklinginn sem atvinnurekendur get keypt og dreift meðal starfsfólks og þannig stuðlað að reyklausum vinnustað. Hægt er að fá bæklinginn á íslensku en einnig á ensku og pólsku. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Nýi bæklingurinn nefnist „Hættu nú alveg“ þar sem fjallað er um afleiðingar reykinga og hvernig hætta má reykingum. Bæklingurinn, sem er á þremur tungumálum, er hluti af ritþrennu um málið sem miðar að því að draga enn frekar úr reykingum í landinu og um leið kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Höfundar bæklingsins nýja eru þau Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir, Sigríður Flygenring og Karl Andersen, öll læknar og hjúkrunarfræðingar sem koma að meðferð lungnakrabbameins og reykleysismeðferð á Landspítala og SÁÁ og hafa gefið vinnu sína. Tómas og Karl eru jafnframt prófessorar við Háskóla Íslands. Bæklingurinn sem má sækja sér ókeypis á netinu eða panta á kostnaðarverði.Kristinn Ingvarsson „Aðeins sex prósent Íslendinga reykja nú daglega sem er eitt lægsta reykingahlutfall í heimi. Það eru frábærar fréttir sem sýna hversu góðum árangri öflugar reykingavarnir hérlendis hafa skilað. Þetta þýðir jafnframt að Ísland getur á næstu tveimur árum orðið fyrsta þjóðin til að ná reykingatíðni undir fimm prósentum sem mörg ríki og stofnanir hafa sett sér sem markmið og nota til að skilgreina þjóð sem reyklausa,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Þótt vel gangi séu enn áskoranir í reykingavörnum hérlendis, ekki síst á meðal innflytjenda þar sem reykingar séu mun algengari. „Því er brýnt er að ná til þeirra og allra hinna sem reykja með auðskiljanlegu fræðsluefni og er bæklingurinn Hættu nú alveg saminn með það í huga. Er hann hugsaður sem viðbót við tvö önnur rit sem komu út fyrr á árinu og fjalla um afleiðingar reykinga með áherslu á lungnakrabbamein en líka mikilvægi reykleysis. Til mikils er að vinna því með því að gera Ísland reyklaust sparast tugir milljarða í heilbrigðiskerfinu um leið og reykleysi stuðlar að bætti líðan fólks og allir geta andað að sér hreinna lofti.“ Ritin þrjú má öll nálgast ókeypis á vefsíðunni www.lungnakrabbamein.is en þau er: Hættu nú alveg Ríkulega myndkreyttur bæklingur á mannamáli með svörtum húmor, ætlaður þeim sem vilja hætta að reykja. Helstu meðferðarleiðir eru úskýrðar og sömuleiðis af hverju rafsígarettur og nikótínpúðar eru ekki heppilegir kostir við reykleysismeðferð. Bæklingurinn er til á íslensku, ensku og pólsku. Lungnakrabbameinsbókin Bók ætluð heilbrigðisstarfsfólki, nemum í heilbrigðisvísindum og almenningi sem vilja kynna sér allt sem viðkemur lungnakrabbameini. Mest áhersla er lögð á nýjungar í greiningu og meðferð en einnig er í bókinni ítarlegur kafli um reykleysismeðferð. Lungnakrabbamein – upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur Hér er útskýrt á einföldu máli og með skýringarmyndum í hverju greining og meðferð lungnakrabbameins felst. Einnig eru upplýsingar um hvernig hægt er að hætta reykingum eftir greiningu og áður en meðferð er hafin. Hægt er að panta útprentuð eintök af bóknum þremur á kostnaðarverði með því að senda tölvupóst á: tomasgud@landspitali.is Þetta á ekki síst við um Hættu nú alveg bæklinginn sem atvinnurekendur get keypt og dreift meðal starfsfólks og þannig stuðlað að reyklausum vinnustað. Hægt er að fá bæklinginn á íslensku en einnig á ensku og pólsku.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira