Hlutleysi í NATO – Íslenskar varnir Ágústa Ágústsdóttir skrifar 8. október 2024 13:02 Er hægt að tilheyra NATO en samtímis lýsa sig hlutlausa þjóð? Stutta svarið er nei! NATO (Atlantshafsbandalagið) var stofnað 4. apríl 1949 og er Ísland eitt af tólf stofnríkjum þess. Í dag eru aðildarríkin 32 talsins. Þar utan við eru samstarfsríki og samstarfsþjóðir NATO fjölmargar víðsvegar um heiminn og starfað er náið með fjölda alþjóðastofnanna. NATO er varnarbandalag ríkja í N-Ameríku og Evrópu og fylgir staðfastlega þeirri grundvallareglu að árás á eitt eða fleiri aðildarríki skuli túlka sem árás á þau öll, eins og segir í 5. grein Atlantshafssáttmálans (Washington-sáttmálinn). Þessi réttur er svo viðurkenndur í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ein af grunnstoðum bandalagsins er svokölluð samhljóða ákvarðanataka. Það þýðir að niðurstaða er ekki fengin með kosningum heldur ræða menn sig niður á sameiginlega ákvörðun (diplómatíska leiðin). Því eru allar ákvarðanir NATO, sameiginleg viljayfirlýsing allra 32 aðildarríkjanna. Þegar við beinum sjónum okkar að íslenskum vörnum sem eru í besta falli mjög máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið, veltir maður fyrir sér rökréttri leið til að efla og styrkja þær svo vit sé í. Landfræðileg lega Íslands er gríðarlega mikilvæg út frá hernaðarlegum sjónarmiðum. Þar utan við er eyjan rík af auðlindum. Ef á okkur yrði ráðist, þá hvað? Líklegasta svarið myndi þá vera “NATO myndi koma og verja okkur” ekki satt? Skoðum þá viðbragðstíma bandalagsins við árás á annað ríki. Samkvæmt sáttmálanum er NATO skuldbundið að leita ávallt friðsamlegra leiða við úrlausn. Ef það reynist ekki unnt hefur bandalagið hernaðarlegt bolmagn til að grípa til aðgerða. Uppgefinn viðbragðstími NATO er allt frá 5 og upp í 30 daga og er eins og áður segir háð diplómatískri leið til niðurstöðu ákvörðunar. Þá getur tekið allt að 5 daga að hrinda fyrsta stigi af nokkrum af stað, eftir að viðbragð hefur verið virkjað. Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af. Því er ekki órökrétt að taka upp umræðu um kosti þess að stofna íslenskt varnarlið. Áður en menn skella upp úr eða hoppa upp á nef sér í fljótfærni skulum við hafa það á hreinu að ekki er verið að tala um stofnun hers ásamt meðfylgjandi tækjum og tólum. Slíkt myndum við illa ráða við fjárhagslega og er algjörlega óraunhæft. En að starfrækja varnarlið væri mögulegt. Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist. Þetta teymi gæti t.d. heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlenda herþjóð eins og t.d. Noreg sem stendur okkur landfræðilega nálægt og hefur mikla reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna. Jú við erum friðelskandi þjóð en búum í sívöltum heimi þar sem friðurinn er hringinn um hnöttinn allt of oft fótum troðinn. Þá getum við líka spurt okkur að því hvers vegna við séum í NATO ef við ætlum ekkert að gera til að verja okkur sjálf. Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annara þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að þjóðin, miðað við fólksfjölda, komi sér upp viðbragðsvarnarteymi sem hefur það hlutverk að bregðast við þegar hætta steðjar að. Slíkt teymi gæti aukreitis komið að mörgum öðrum störfum eins og t.d. eftirlit af ýmsum toga og viðbragð við náttúruvám í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu t.d. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Miðflokkurinn NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Er hægt að tilheyra NATO en samtímis lýsa sig hlutlausa þjóð? Stutta svarið er nei! NATO (Atlantshafsbandalagið) var stofnað 4. apríl 1949 og er Ísland eitt af tólf stofnríkjum þess. Í dag eru aðildarríkin 32 talsins. Þar utan við eru samstarfsríki og samstarfsþjóðir NATO fjölmargar víðsvegar um heiminn og starfað er náið með fjölda alþjóðastofnanna. NATO er varnarbandalag ríkja í N-Ameríku og Evrópu og fylgir staðfastlega þeirri grundvallareglu að árás á eitt eða fleiri aðildarríki skuli túlka sem árás á þau öll, eins og segir í 5. grein Atlantshafssáttmálans (Washington-sáttmálinn). Þessi réttur er svo viðurkenndur í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ein af grunnstoðum bandalagsins er svokölluð samhljóða ákvarðanataka. Það þýðir að niðurstaða er ekki fengin með kosningum heldur ræða menn sig niður á sameiginlega ákvörðun (diplómatíska leiðin). Því eru allar ákvarðanir NATO, sameiginleg viljayfirlýsing allra 32 aðildarríkjanna. Þegar við beinum sjónum okkar að íslenskum vörnum sem eru í besta falli mjög máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið, veltir maður fyrir sér rökréttri leið til að efla og styrkja þær svo vit sé í. Landfræðileg lega Íslands er gríðarlega mikilvæg út frá hernaðarlegum sjónarmiðum. Þar utan við er eyjan rík af auðlindum. Ef á okkur yrði ráðist, þá hvað? Líklegasta svarið myndi þá vera “NATO myndi koma og verja okkur” ekki satt? Skoðum þá viðbragðstíma bandalagsins við árás á annað ríki. Samkvæmt sáttmálanum er NATO skuldbundið að leita ávallt friðsamlegra leiða við úrlausn. Ef það reynist ekki unnt hefur bandalagið hernaðarlegt bolmagn til að grípa til aðgerða. Uppgefinn viðbragðstími NATO er allt frá 5 og upp í 30 daga og er eins og áður segir háð diplómatískri leið til niðurstöðu ákvörðunar. Þá getur tekið allt að 5 daga að hrinda fyrsta stigi af nokkrum af stað, eftir að viðbragð hefur verið virkjað. Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af. Því er ekki órökrétt að taka upp umræðu um kosti þess að stofna íslenskt varnarlið. Áður en menn skella upp úr eða hoppa upp á nef sér í fljótfærni skulum við hafa það á hreinu að ekki er verið að tala um stofnun hers ásamt meðfylgjandi tækjum og tólum. Slíkt myndum við illa ráða við fjárhagslega og er algjörlega óraunhæft. En að starfrækja varnarlið væri mögulegt. Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist. Þetta teymi gæti t.d. heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlenda herþjóð eins og t.d. Noreg sem stendur okkur landfræðilega nálægt og hefur mikla reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna. Jú við erum friðelskandi þjóð en búum í sívöltum heimi þar sem friðurinn er hringinn um hnöttinn allt of oft fótum troðinn. Þá getum við líka spurt okkur að því hvers vegna við séum í NATO ef við ætlum ekkert að gera til að verja okkur sjálf. Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annara þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að þjóðin, miðað við fólksfjölda, komi sér upp viðbragðsvarnarteymi sem hefur það hlutverk að bregðast við þegar hætta steðjar að. Slíkt teymi gæti aukreitis komið að mörgum öðrum störfum eins og t.d. eftirlit af ýmsum toga og viðbragð við náttúruvám í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu t.d. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun