Segjast hafa ráðist á rússneskt ríkisútvarp á afmælisdegi Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2024 14:16 Vladírmír Pútín (f.m.) í sjónvarpssal á ríkissjónvarpsstöð þegar allt lék þar í lyndi. Vísir/EPA Úkraínumenn eigna sér heiður af stórfelldri tölvuárás á stærsta ríkisfjölmiðil Rússlands á afmælisdegi Vladímírs Pútín forseta. Vefsíður stærstu ríkismiðla Rússlands liggja niðri og talsmaður ríkisstjórnarinnar segir árásina án fordæma. Árásin beindist að kerfum VGTRK sem á helstu sjónvarpsstöðvar Rússlands, þar á meðal fréttastöðina Rossiya-24. Sjónvarps- og útvarpssendingar hafa haldið áfram en vefsíður lágu niðri í dag. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði sérfræðinga vinn að því að koma tölvukerfum aftur í gagnið og finna slóð þrjótanna sem réðust á þau. Heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar sagði þarlenda hakkara hafa staðið að árásinni sem hafi verið gerð á 72 ára afmælisdegi Pútín. Reuters gat ekki staðfest þá fullyrðingu. „Úkraínskir hakkarar óskuðu Pútín „til hamingju“ með afmælið með því að gera stórfellda árás á rússneska ríkissjónvarps- og útvarpsfélagið,“ sagði úkraínski heimildarmaðurinn. Þá herma heimildir rússneska fjölmiðilsins Gazeta.ru að árásin hefði einnig beinst að innri kerfum VGTRK. Hakkarar hafi þurrkað gögn út af netþjónum og síma- og netsambandslaust sé hjá fyrirtækinu. Langan tíma gæti tekið að koma kerfunum aftur í gang. María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði árásin hluta af „blendingshernaði“. Rússneskir fjölmiðlar hefðu lengi verið skotmark vestrænna ríkja. Rússnesk stjórnvöld ætluðu sér að taka málið upp á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal hjá UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Guð blessi keisarann!“ Þótt tölvuárásin hefði spillt fyrir afmælisgleði Pútín gat hann huggað sig við hugheilar kveðjur bandamanna sinna. „Guð blessi keisarann!“ sagði Alexander Dugin, áhrifamikill öfgaþjóðernissinni sem vill endurreisa rússneska keisaraveldið í kveðju til Pútín á samfélagsmiðlinum Telegram. Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu, sagði afmælidag þjóðarleiðtogans þýðingarmikinn fyrir allt föðurlandið. Kadyrov lýsir sjálfum sér sem fótgönguliða Pútín. Rússland Tölvuárásir Úkraína Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Árásin beindist að kerfum VGTRK sem á helstu sjónvarpsstöðvar Rússlands, þar á meðal fréttastöðina Rossiya-24. Sjónvarps- og útvarpssendingar hafa haldið áfram en vefsíður lágu niðri í dag. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði sérfræðinga vinn að því að koma tölvukerfum aftur í gagnið og finna slóð þrjótanna sem réðust á þau. Heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar innan úkraínsku ríkisstjórnarinnar sagði þarlenda hakkara hafa staðið að árásinni sem hafi verið gerð á 72 ára afmælisdegi Pútín. Reuters gat ekki staðfest þá fullyrðingu. „Úkraínskir hakkarar óskuðu Pútín „til hamingju“ með afmælið með því að gera stórfellda árás á rússneska ríkissjónvarps- og útvarpsfélagið,“ sagði úkraínski heimildarmaðurinn. Þá herma heimildir rússneska fjölmiðilsins Gazeta.ru að árásin hefði einnig beinst að innri kerfum VGTRK. Hakkarar hafi þurrkað gögn út af netþjónum og síma- og netsambandslaust sé hjá fyrirtækinu. Langan tíma gæti tekið að koma kerfunum aftur í gang. María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði árásin hluta af „blendingshernaði“. Rússneskir fjölmiðlar hefðu lengi verið skotmark vestrænna ríkja. Rússnesk stjórnvöld ætluðu sér að taka málið upp á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal hjá UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Guð blessi keisarann!“ Þótt tölvuárásin hefði spillt fyrir afmælisgleði Pútín gat hann huggað sig við hugheilar kveðjur bandamanna sinna. „Guð blessi keisarann!“ sagði Alexander Dugin, áhrifamikill öfgaþjóðernissinni sem vill endurreisa rússneska keisaraveldið í kveðju til Pútín á samfélagsmiðlinum Telegram. Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu, sagði afmælidag þjóðarleiðtogans þýðingarmikinn fyrir allt föðurlandið. Kadyrov lýsir sjálfum sér sem fótgönguliða Pútín.
Rússland Tölvuárásir Úkraína Fjölmiðlar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira