JL húsið og að éta það sem úti frýs… Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar 7. október 2024 12:03 Góður vinur minn var nýlega búinn að flytja til Grindavíkur þegar jarðhræðingar hófust og eldgosið hófst. Hann ásamt fjölskyldu sinni og íbúum Grindavíkur, þurftu að flýja heimilin sín í snatri. Vikur liðu, mánuðir og í ljós kom að Grindvíkingar voru ekki að fara heim aftur. Vinur minn og fjölskylda lentu á algjörum hrakhólum. Þau fengu inni hjá ættingjum fyrstu dagana þegar eldsumbrotin hófust. Þeirra gististaðir voru m.a. þessir; Sumarbústaður í Grímsnesinu þar sem þau þurftu að keyra á milli til Reykjavíkur vegna vinnu, svefnsófinn hjá frændfólki og skipta sér upp með gistingu, pabbinn með strákana og mamman með dóttur þeirra. Það tók þau marga mánuði að fá aðstoð frá yfirvöldum sem settu upp kaffistofu til að vonast til að það myndi leysa líðan þeirra. Yfirvöld höfðu fá úrræði í fyrstu og fjölskyldunni leið eins og þau væru flóttamenn í eigin landi. Frú Ragnheiður, verkefni Rauða krossins sem er skaðaminnkandi úrræði fyrir fólk í mikilli neyslu og er heimilislaust, sendir reglulega frá sér tilkynningu um að þeim vanti tjöld, svefnpoka og teppi. Skjólstæðingar þeirra þurfa þetta. Fólk sem sefur úti og á ekki heimili. Gistiskýli Reykjavíkurborgar er yfirfullt og þarf oft að vísa mönnum þaðan burt vegna plássleysis. Þeirra sem ekki fá inni bíða ruslageymslur, bílastæðahús, húsaskot og annað sem næturstaður þeirra þá nóttina. Að morgni – ef þeir lifa nóttina af – takast þeir á við aðra áskorun og lífsins baráttu. Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík. Konukot hefur gistirými fyrir 12 konur, sem er fyrir löngu sprungið og orðið óíbúðarhæft. En þar gista oftast hátt í 30 konur í einu. Úrræðið er lokað á daginn og aðeins gisting yfir nóttina. Að morgni þurfa konur að fara út í harkið í öllum veðráttum. Við JL húsið er nú verið að setja upp íbúðarkjarna fyrir 400 hælisleitendur. Í kjarnanum, sem verið er að taka í gegn eru m.a. fjölskylduherbergi. Á staðnum verður allt til alls og öryggisgæsla allan sólarhringinn. Hælisleitendur fá herbergi sér að kostnaðarlausu sem auk þess eru á framfærslu frá ríkinu. Kostnaður við húsnæðisúrræði fyrir hælisleitendur nam tæplega fimm milljörðum króna árið 2023 og áætlaður kostnaður fyrir þetta ár er tæplega 4,7 milljarðar samkvæmt upplýsingum sem félagsmálaráðherra hefur látið hafa eftir sér. Og hann vill bæta í enn meira. Hann vill auka við þessa upphæð og telur að kostnaðurinn fari í 32 milljarða. Á meðan þessi gjörningur ráðherra og ríkisstjórnarinnar er gerður þá þurfa konurnar í Konukoti að sofa á dýnum í hornum í Konukoti og vera farnar út á morgnana. Menn sem fá ekki inn í Gistiskýlið sofa í sorpgeymslum. Frú Ragnheiður lætur skjólstæðinga sína fá tjald, teppi og svefnpoka. Vinur minn í Grindavík er enn að berjast við að reyna kaupa sér íbúð í trylltu umhverfi fasteignamarkaðarins. Hann leigir íbúð núna – með aðstoð frá ríkinu – sem loksins greip fólkið frá Grindavík. Á meðan renna 32 milljarðar (þrjátíu og tvö þúsund milljónir) í hælisleitendur sem streyma hér inn í kerfið á Íslandi. Á meðan má í raun með skilaboðum yfirvalda segja; Íslendingar mega éta það sem úti frýs! Lýðræðisflokkurinn ætlar að taka þennan kapal núverandi ríkisstjórnar og málefni hælisleitenda og henda í burtu spilunum. Ný spil verða lögð á borðið og tímabundin lokun á landamærum gerð, eftirlit hert enn frekar, aukið í lið lögreglu, landamærvarða og tollgæslu. Krafist verður vegabréfsáritunar og kerfi sett upp til að stöðva flæði fólks. Engir hælisleitendur til landsins í bili – á meðan verið er að leysa innviðavanda landsins og byggja það upp á nýtt. Hundruð milljarðar hafa farið í þennan málaflokk og nú þarf að stöðva þessa þvælu. Höfundur er í stjórn Lýðræðisflokksins og er annt um Íslendinga og íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Sjá meira
Góður vinur minn var nýlega búinn að flytja til Grindavíkur þegar jarðhræðingar hófust og eldgosið hófst. Hann ásamt fjölskyldu sinni og íbúum Grindavíkur, þurftu að flýja heimilin sín í snatri. Vikur liðu, mánuðir og í ljós kom að Grindvíkingar voru ekki að fara heim aftur. Vinur minn og fjölskylda lentu á algjörum hrakhólum. Þau fengu inni hjá ættingjum fyrstu dagana þegar eldsumbrotin hófust. Þeirra gististaðir voru m.a. þessir; Sumarbústaður í Grímsnesinu þar sem þau þurftu að keyra á milli til Reykjavíkur vegna vinnu, svefnsófinn hjá frændfólki og skipta sér upp með gistingu, pabbinn með strákana og mamman með dóttur þeirra. Það tók þau marga mánuði að fá aðstoð frá yfirvöldum sem settu upp kaffistofu til að vonast til að það myndi leysa líðan þeirra. Yfirvöld höfðu fá úrræði í fyrstu og fjölskyldunni leið eins og þau væru flóttamenn í eigin landi. Frú Ragnheiður, verkefni Rauða krossins sem er skaðaminnkandi úrræði fyrir fólk í mikilli neyslu og er heimilislaust, sendir reglulega frá sér tilkynningu um að þeim vanti tjöld, svefnpoka og teppi. Skjólstæðingar þeirra þurfa þetta. Fólk sem sefur úti og á ekki heimili. Gistiskýli Reykjavíkurborgar er yfirfullt og þarf oft að vísa mönnum þaðan burt vegna plássleysis. Þeirra sem ekki fá inni bíða ruslageymslur, bílastæðahús, húsaskot og annað sem næturstaður þeirra þá nóttina. Að morgni – ef þeir lifa nóttina af – takast þeir á við aðra áskorun og lífsins baráttu. Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík. Konukot hefur gistirými fyrir 12 konur, sem er fyrir löngu sprungið og orðið óíbúðarhæft. En þar gista oftast hátt í 30 konur í einu. Úrræðið er lokað á daginn og aðeins gisting yfir nóttina. Að morgni þurfa konur að fara út í harkið í öllum veðráttum. Við JL húsið er nú verið að setja upp íbúðarkjarna fyrir 400 hælisleitendur. Í kjarnanum, sem verið er að taka í gegn eru m.a. fjölskylduherbergi. Á staðnum verður allt til alls og öryggisgæsla allan sólarhringinn. Hælisleitendur fá herbergi sér að kostnaðarlausu sem auk þess eru á framfærslu frá ríkinu. Kostnaður við húsnæðisúrræði fyrir hælisleitendur nam tæplega fimm milljörðum króna árið 2023 og áætlaður kostnaður fyrir þetta ár er tæplega 4,7 milljarðar samkvæmt upplýsingum sem félagsmálaráðherra hefur látið hafa eftir sér. Og hann vill bæta í enn meira. Hann vill auka við þessa upphæð og telur að kostnaðurinn fari í 32 milljarða. Á meðan þessi gjörningur ráðherra og ríkisstjórnarinnar er gerður þá þurfa konurnar í Konukoti að sofa á dýnum í hornum í Konukoti og vera farnar út á morgnana. Menn sem fá ekki inn í Gistiskýlið sofa í sorpgeymslum. Frú Ragnheiður lætur skjólstæðinga sína fá tjald, teppi og svefnpoka. Vinur minn í Grindavík er enn að berjast við að reyna kaupa sér íbúð í trylltu umhverfi fasteignamarkaðarins. Hann leigir íbúð núna – með aðstoð frá ríkinu – sem loksins greip fólkið frá Grindavík. Á meðan renna 32 milljarðar (þrjátíu og tvö þúsund milljónir) í hælisleitendur sem streyma hér inn í kerfið á Íslandi. Á meðan má í raun með skilaboðum yfirvalda segja; Íslendingar mega éta það sem úti frýs! Lýðræðisflokkurinn ætlar að taka þennan kapal núverandi ríkisstjórnar og málefni hælisleitenda og henda í burtu spilunum. Ný spil verða lögð á borðið og tímabundin lokun á landamærum gerð, eftirlit hert enn frekar, aukið í lið lögreglu, landamærvarða og tollgæslu. Krafist verður vegabréfsáritunar og kerfi sett upp til að stöðva flæði fólks. Engir hælisleitendur til landsins í bili – á meðan verið er að leysa innviðavanda landsins og byggja það upp á nýtt. Hundruð milljarðar hafa farið í þennan málaflokk og nú þarf að stöðva þessa þvælu. Höfundur er í stjórn Lýðræðisflokksins og er annt um Íslendinga og íslenskt samfélag.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun