Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. október 2024 12:20 Orri Páll er þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Fjölmargir tóku til máls þegar rætt var um ríkisstjórnarsamstarfið á Landsfundi VG sem nú fer fram. Á morgun verður tillaga um stjórnarslit afgreidd en þingflokksformaðurinn segir erfitt að segja til um hversu margir séu fylgjandi tillögunni. Landsfundur VG fer fram í Víkingsheimilinu í Safamýri nú um helgina, en klukkan níu í morgun voru á dagskrá umræður um stöðu flokksins eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Þingflokksformaðurinn segir fundarmenn hafa rætt málin vel. „Við áttum hreinskiptar og heiðarlegar samræður, og mjög mörg sem tóku til máls undir þessum lið. Hann var að mínu mati mjög þarfur, og ég held að það sé sammerkt með okkur hér. Við erum fjöldamörg mætt á þennan landsfund og mikill hugur í fólki. Þetta var nauðsynlegt en líka mjög gaman,“ segir Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG. Fyrir fundinum liggur tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið, en allar tillögur verða afgreiddar á morgun. Orri segir erfitt að festa hendur á hversu margir fundarmanna séu fylgjandi tillögunni. „Þarna voru mjög skiptar skoðanir, bæði dregin upp sjónarmið um þann árangur sem við höfum náð í þessu ríkisstjórnarsamstarfi en líka þau sjónarmið sem koma fram í þeirri tillögu sem hefur verið til mikillar umræðu um slit á ríkisstjórnarsamstarfi, og allt þar á milli.“ Engin einhlít niðurstaða hafi komið út úr umræðunum, á morgun komi í ljós hvernig mál fara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Jódís Skúladóttir, frambjóðendur til varaformanns, sögðu í gær að ef það yrði vilji landsfundar að slíta samstarfinu yrði að hlusta á þær raddir. Vinstri græn hafa ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Í dag birti Morgunblaðið nýja könnun Prósents, þar sem flokkurinn mælist með þrjú prósent. Orri segir það sannarlega hafa verið til umræðu. „Ekki bara á fundinum, heldur bara á undanförnum mánuðum. Eins og þú bendir á þá hafa fylgiskannanir ekki verið sérstaklega hliðhollar okkur í VG að undanförnu. Þetta er afar fjölmennur fundur og eins og ég segi, mikill hugur í fólki og enginn bilbugur, þó mælingarnar séu sannarlega ekki skemmtilegar.“ Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Landsfundur VG fer fram í Víkingsheimilinu í Safamýri nú um helgina, en klukkan níu í morgun voru á dagskrá umræður um stöðu flokksins eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Þingflokksformaðurinn segir fundarmenn hafa rætt málin vel. „Við áttum hreinskiptar og heiðarlegar samræður, og mjög mörg sem tóku til máls undir þessum lið. Hann var að mínu mati mjög þarfur, og ég held að það sé sammerkt með okkur hér. Við erum fjöldamörg mætt á þennan landsfund og mikill hugur í fólki. Þetta var nauðsynlegt en líka mjög gaman,“ segir Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG. Fyrir fundinum liggur tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið, en allar tillögur verða afgreiddar á morgun. Orri segir erfitt að festa hendur á hversu margir fundarmanna séu fylgjandi tillögunni. „Þarna voru mjög skiptar skoðanir, bæði dregin upp sjónarmið um þann árangur sem við höfum náð í þessu ríkisstjórnarsamstarfi en líka þau sjónarmið sem koma fram í þeirri tillögu sem hefur verið til mikillar umræðu um slit á ríkisstjórnarsamstarfi, og allt þar á milli.“ Engin einhlít niðurstaða hafi komið út úr umræðunum, á morgun komi í ljós hvernig mál fara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Jódís Skúladóttir, frambjóðendur til varaformanns, sögðu í gær að ef það yrði vilji landsfundar að slíta samstarfinu yrði að hlusta á þær raddir. Vinstri græn hafa ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Í dag birti Morgunblaðið nýja könnun Prósents, þar sem flokkurinn mælist með þrjú prósent. Orri segir það sannarlega hafa verið til umræðu. „Ekki bara á fundinum, heldur bara á undanförnum mánuðum. Eins og þú bendir á þá hafa fylgiskannanir ekki verið sérstaklega hliðhollar okkur í VG að undanförnu. Þetta er afar fjölmennur fundur og eins og ég segi, mikill hugur í fólki og enginn bilbugur, þó mælingarnar séu sannarlega ekki skemmtilegar.“
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira