Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. október 2024 12:20 Orri Páll er þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Fjölmargir tóku til máls þegar rætt var um ríkisstjórnarsamstarfið á Landsfundi VG sem nú fer fram. Á morgun verður tillaga um stjórnarslit afgreidd en þingflokksformaðurinn segir erfitt að segja til um hversu margir séu fylgjandi tillögunni. Landsfundur VG fer fram í Víkingsheimilinu í Safamýri nú um helgina, en klukkan níu í morgun voru á dagskrá umræður um stöðu flokksins eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Þingflokksformaðurinn segir fundarmenn hafa rætt málin vel. „Við áttum hreinskiptar og heiðarlegar samræður, og mjög mörg sem tóku til máls undir þessum lið. Hann var að mínu mati mjög þarfur, og ég held að það sé sammerkt með okkur hér. Við erum fjöldamörg mætt á þennan landsfund og mikill hugur í fólki. Þetta var nauðsynlegt en líka mjög gaman,“ segir Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG. Fyrir fundinum liggur tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið, en allar tillögur verða afgreiddar á morgun. Orri segir erfitt að festa hendur á hversu margir fundarmanna séu fylgjandi tillögunni. „Þarna voru mjög skiptar skoðanir, bæði dregin upp sjónarmið um þann árangur sem við höfum náð í þessu ríkisstjórnarsamstarfi en líka þau sjónarmið sem koma fram í þeirri tillögu sem hefur verið til mikillar umræðu um slit á ríkisstjórnarsamstarfi, og allt þar á milli.“ Engin einhlít niðurstaða hafi komið út úr umræðunum, á morgun komi í ljós hvernig mál fara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Jódís Skúladóttir, frambjóðendur til varaformanns, sögðu í gær að ef það yrði vilji landsfundar að slíta samstarfinu yrði að hlusta á þær raddir. Vinstri græn hafa ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Í dag birti Morgunblaðið nýja könnun Prósents, þar sem flokkurinn mælist með þrjú prósent. Orri segir það sannarlega hafa verið til umræðu. „Ekki bara á fundinum, heldur bara á undanförnum mánuðum. Eins og þú bendir á þá hafa fylgiskannanir ekki verið sérstaklega hliðhollar okkur í VG að undanförnu. Þetta er afar fjölmennur fundur og eins og ég segi, mikill hugur í fólki og enginn bilbugur, þó mælingarnar séu sannarlega ekki skemmtilegar.“ Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Landsfundur VG fer fram í Víkingsheimilinu í Safamýri nú um helgina, en klukkan níu í morgun voru á dagskrá umræður um stöðu flokksins eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Þingflokksformaðurinn segir fundarmenn hafa rætt málin vel. „Við áttum hreinskiptar og heiðarlegar samræður, og mjög mörg sem tóku til máls undir þessum lið. Hann var að mínu mati mjög þarfur, og ég held að það sé sammerkt með okkur hér. Við erum fjöldamörg mætt á þennan landsfund og mikill hugur í fólki. Þetta var nauðsynlegt en líka mjög gaman,“ segir Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG. Fyrir fundinum liggur tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið, en allar tillögur verða afgreiddar á morgun. Orri segir erfitt að festa hendur á hversu margir fundarmanna séu fylgjandi tillögunni. „Þarna voru mjög skiptar skoðanir, bæði dregin upp sjónarmið um þann árangur sem við höfum náð í þessu ríkisstjórnarsamstarfi en líka þau sjónarmið sem koma fram í þeirri tillögu sem hefur verið til mikillar umræðu um slit á ríkisstjórnarsamstarfi, og allt þar á milli.“ Engin einhlít niðurstaða hafi komið út úr umræðunum, á morgun komi í ljós hvernig mál fara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Jódís Skúladóttir, frambjóðendur til varaformanns, sögðu í gær að ef það yrði vilji landsfundar að slíta samstarfinu yrði að hlusta á þær raddir. Vinstri græn hafa ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Í dag birti Morgunblaðið nýja könnun Prósents, þar sem flokkurinn mælist með þrjú prósent. Orri segir það sannarlega hafa verið til umræðu. „Ekki bara á fundinum, heldur bara á undanförnum mánuðum. Eins og þú bendir á þá hafa fylgiskannanir ekki verið sérstaklega hliðhollar okkur í VG að undanförnu. Þetta er afar fjölmennur fundur og eins og ég segi, mikill hugur í fólki og enginn bilbugur, þó mælingarnar séu sannarlega ekki skemmtilegar.“
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira