Það var snemma ljóst í hvað myndi stefna á Selfossi en munurinn var orðinn fjögur mörk í hálfleik, staðan þá 12-8 heimakonum í lið.
Sóknarleikur gestanna var örlítið skárri í síðari hálfleik en ÍR náði þó ekki að ógna forystu heimaliðsins, lokatölur 25-22.
Perla Ruth Albertsdóttir og Katla María Magnúsdóttir voru markahæstar í liði Selfyssinga með 6 mörk hvor. Í markinu varði Cornelia Linnea Hermansson 14 skot.
Hjá ÍR var Karen Tinna Demian markahæst með 5 mörk á meðan Sara Dögg Hjaltadóttir og Katrín Tinna Jensdóttir skoruðu 4 mörk hvor. Í markinu vörðu Ísabella Schöbel Björnsdóttir og Hildur Öder Einarsdóttir 11 skot.
Selfoss hoppar með sigrinum úr botnsæti deildarinnar og er nú með tvö stig í 7. sæti. ÍR er í botnsætinu með aðeins eitt stig.