„Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2024 22:47 Ásgerður Stefanía (önnur frá vinstri) segir Valskonur klárar í stórleik laugardagsins. Vísir/Anton Brink „Mjög góða. Búnar að halda spennustiginu nokkuð vel. Erum, tilbúnar í þetta,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, um leik morgundagsins sem sker úr um hvort Íslandsmeistaratitillinn verði áfram á Hlíðarenda eða færi sig yfir í Kópavog. Á morgun mætast Valur og Breiðablik á Hlíðarenda í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og verður að vinna þar sem jafntefli dugir Blikum. Breiðablik vann leik liðanna á Kópavogsvelli 2-1 en Valur hefndi sín á Hlíðarenda og vann 1-0 sigur. Þá vann Valur 2-1 sigur þegar liðin mættust í úrslitum Mjólkurbikarsins. Adda, eins og Ásgerður Stefanía er nær alltaf kölluð, býst við erfiðum leik. „Mikil áskorun, mikið af leikmönnum sem við þurfum að stoppa. Verður stórskemmtilegur leikur. Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri þannig að þetta verður skák.“ Er mikilvægt að spila svona leik á heimavelli? „Mér finnst það. Okkur líður best hér heima á okkar velli, eins og flestum liðum. Það skipti okkur miklu máli að vera á toppnum þegar deildarkeppninni lauk, út af þessum heimavallarrétti í lokaleiknum.“ Klippa: Adda fyrir stórleikinn: „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ Reiknar með stútfullum Hlíðarenda. „Býst ekki við neinu öðru, bæði af Völsurum og Blikum sem og hinum almenna áhorfenda sem finnst gaman að horfa á fótbolta. Þetta eru tvö bestu liðin á Íslandi í dag, höfum sannað það margoft í sumar og síðustu ár svo ég vil sjá pakkaða stúku.“ „Það er öðruvísi að undirbúa sig sem leikmaður en þjálfari,“ sagði Adda að endingu en hún spilaði marga svona leiki á ferli sínum sem leikmaður. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun. Bein útsending og upphitun hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 4. október 2024 16:31 Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. 4. október 2024 14:33 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Sjá meira
Á morgun mætast Valur og Breiðablik á Hlíðarenda í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og verður að vinna þar sem jafntefli dugir Blikum. Breiðablik vann leik liðanna á Kópavogsvelli 2-1 en Valur hefndi sín á Hlíðarenda og vann 1-0 sigur. Þá vann Valur 2-1 sigur þegar liðin mættust í úrslitum Mjólkurbikarsins. Adda, eins og Ásgerður Stefanía er nær alltaf kölluð, býst við erfiðum leik. „Mikil áskorun, mikið af leikmönnum sem við þurfum að stoppa. Verður stórskemmtilegur leikur. Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri þannig að þetta verður skák.“ Er mikilvægt að spila svona leik á heimavelli? „Mér finnst það. Okkur líður best hér heima á okkar velli, eins og flestum liðum. Það skipti okkur miklu máli að vera á toppnum þegar deildarkeppninni lauk, út af þessum heimavallarrétti í lokaleiknum.“ Klippa: Adda fyrir stórleikinn: „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ Reiknar með stútfullum Hlíðarenda. „Býst ekki við neinu öðru, bæði af Völsurum og Blikum sem og hinum almenna áhorfenda sem finnst gaman að horfa á fótbolta. Þetta eru tvö bestu liðin á Íslandi í dag, höfum sannað það margoft í sumar og síðustu ár svo ég vil sjá pakkaða stúku.“ „Það er öðruvísi að undirbúa sig sem leikmaður en þjálfari,“ sagði Adda að endingu en hún spilaði marga svona leiki á ferli sínum sem leikmaður. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á morgun. Bein útsending og upphitun hefst klukkan 15:45 á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 4. október 2024 16:31 Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. 4. október 2024 14:33 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Sjá meira
Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. 4. október 2024 16:31
Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. 4. október 2024 14:33