Framtíðarkvíði er ekki gott veganesti Sigurður Páll Jónsson skrifar 4. október 2024 16:03 Fátt fer meira í taugarnar á mér en sú heimsendaspá sem borin er á borð af aðilum sem oft á tíðum er sama fólkið er kennir öðrum um óttastjórnmál. Þessir málsvarar sannleikans flytja síðan innblásnar ræður um áhyggjur sínar af kvíða og þunglyndi unga fólksins okkar. Þegar ég man fyrst eftir mér eftir 1960 var kalda stríðið og kjarnorku ógnin í hverjum fréttatíma auk átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er rúmum 15 árum eftir seinni heimsstyrjöldina. Ef maður heyrði í flugvél var fyrsta hugsun: Rússarnir örugglega komnir með kjarnorkusprengju til að bomba á okkur og þá var hlaupið heim og skriðið undir rúm. Veturnir voru svo kaldir með hafís landfastan fyrir vestan og norðan að á sumrin fór varla frost úr jörðu. Ég heyrði ömmu og afa minnast góðviðris ára með hlýjum sumrum á árunum um 1930. Það undur sem náttúruöflin bjóða uppá gerir mann smáan. Umgengni okkar við náttúruna er alls ekki í lagi á alltof mörgum sviðum. En ef maður spyr spurninga um þau áform sem ráðast á í til varnar náttúrunni og loftslaginu, er spurt á móti: ertu afneitunnarsinni? Í dag á tímum tækni og vísinda sem eru á miklum hraða auk upplýsinga þvert yfir hnöttinn á hraða ljóssins fer trúin á mátt æðri okkur mannfólkinu þverrandi. Ég hef spurt ungt fólk: Hvernig tekstu á við kvíðann? Oftar en ekki er svarið: Ég hætti að hlusta á fréttir. Hvernig getum við hvatt börnin okkar til dáða og fengið þau til að finna sig tilbúin til að hlakka til framtíðarinnar? Að hafa þak yfir höfuðið er okkur öllum nauðsynlegt og núna á tímum hárra vaxta og verðbólgu eru áhyggjur af því hvernig ungt fólk kemst í sitt eigið húsnæði með kaupum eða leigu. Þegar ég keypti mér fyrst íbúð var verðbólgan 87%. Einhvern veginn komst maður í gegnum þann tíma frá mánuði til mánaðar. Foreldrar mínir sögðu við mig þá 24 ára gamlan: Nú þarft þú að axla þín skinn sjálfur og bera ábyrgð á þínum fjármálum. Ískalt en þau stóðu samt við bakið á mér. Af hverju er ég að bera saman þessa ólíku tíma, þá og nú. Jú á góðum stað segir: það er ekkert nýtt undi sólinni. Ungt fólk í dag er ekkert ólíkt okkur þegar við vorum ung. Það þarf hvatningu og líka að finna til ábyrgðar sem eykur sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Á dögunum var stofnuð ungliðahreyfing hjá Miðflokknum í suðvestur kjördæmi sem ber nafnið Freyfaxi. Þar er formaður Anton Sveinn McKee sundkappi ásamt öflugum einstaklingum. Í góðri grein sem Anton skrifaði á dögunum segir m.a: Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Þetta eru ágætis hvatningarorð til okkar allra. Varaþingmaður Miðflokksins í norðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Fátt fer meira í taugarnar á mér en sú heimsendaspá sem borin er á borð af aðilum sem oft á tíðum er sama fólkið er kennir öðrum um óttastjórnmál. Þessir málsvarar sannleikans flytja síðan innblásnar ræður um áhyggjur sínar af kvíða og þunglyndi unga fólksins okkar. Þegar ég man fyrst eftir mér eftir 1960 var kalda stríðið og kjarnorku ógnin í hverjum fréttatíma auk átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er rúmum 15 árum eftir seinni heimsstyrjöldina. Ef maður heyrði í flugvél var fyrsta hugsun: Rússarnir örugglega komnir með kjarnorkusprengju til að bomba á okkur og þá var hlaupið heim og skriðið undir rúm. Veturnir voru svo kaldir með hafís landfastan fyrir vestan og norðan að á sumrin fór varla frost úr jörðu. Ég heyrði ömmu og afa minnast góðviðris ára með hlýjum sumrum á árunum um 1930. Það undur sem náttúruöflin bjóða uppá gerir mann smáan. Umgengni okkar við náttúruna er alls ekki í lagi á alltof mörgum sviðum. En ef maður spyr spurninga um þau áform sem ráðast á í til varnar náttúrunni og loftslaginu, er spurt á móti: ertu afneitunnarsinni? Í dag á tímum tækni og vísinda sem eru á miklum hraða auk upplýsinga þvert yfir hnöttinn á hraða ljóssins fer trúin á mátt æðri okkur mannfólkinu þverrandi. Ég hef spurt ungt fólk: Hvernig tekstu á við kvíðann? Oftar en ekki er svarið: Ég hætti að hlusta á fréttir. Hvernig getum við hvatt börnin okkar til dáða og fengið þau til að finna sig tilbúin til að hlakka til framtíðarinnar? Að hafa þak yfir höfuðið er okkur öllum nauðsynlegt og núna á tímum hárra vaxta og verðbólgu eru áhyggjur af því hvernig ungt fólk kemst í sitt eigið húsnæði með kaupum eða leigu. Þegar ég keypti mér fyrst íbúð var verðbólgan 87%. Einhvern veginn komst maður í gegnum þann tíma frá mánuði til mánaðar. Foreldrar mínir sögðu við mig þá 24 ára gamlan: Nú þarft þú að axla þín skinn sjálfur og bera ábyrgð á þínum fjármálum. Ískalt en þau stóðu samt við bakið á mér. Af hverju er ég að bera saman þessa ólíku tíma, þá og nú. Jú á góðum stað segir: það er ekkert nýtt undi sólinni. Ungt fólk í dag er ekkert ólíkt okkur þegar við vorum ung. Það þarf hvatningu og líka að finna til ábyrgðar sem eykur sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Á dögunum var stofnuð ungliðahreyfing hjá Miðflokknum í suðvestur kjördæmi sem ber nafnið Freyfaxi. Þar er formaður Anton Sveinn McKee sundkappi ásamt öflugum einstaklingum. Í góðri grein sem Anton skrifaði á dögunum segir m.a: Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Þetta eru ágætis hvatningarorð til okkar allra. Varaþingmaður Miðflokksins í norðvestur kjördæmi.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun