Segir valsað um sjúkraskrána eins og á rölti um Kringluna Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2024 15:02 Flugmaðurinn sem kvartaði til Persónuverndra fékk ekki heillbrigðisvottorð og missti þannig réttindi sín. Myndin er frá Keflavíkurflugvelli og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Vilhelm Lögmaður flugmanns sem kvartaði til Persónuverndar vegna aðgangs Samgöngustofu að sjúkraskrá hans segir stofnunina fara með rangt mál um hverjir höfðu aðgang að gögnunum. Flugmaðurinn missti starfsleyfi sitt á grundvelli upplýsinga úr sjúkraskránni sem lögmaðurinn segir hafa verið teknar úr samhengi. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins rifti samningi við Samgöngustofu um aðgang að sjúkraskrám eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulagið stríddi gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd tilkynnti í gær að hún hefði hafið frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga í sameiginlegum sjúkraskrárkerfum heilsugæslunnar í gær. Flugmaðurinn sem kvartaði til Persónuverndar undan uppflettingum trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá hans, var sviptur heilbrigðisvottorði sem varð til þess að hann missti réttindi sem atvinnuflugmaður. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður hans, segir að Samgöngustofa hafi tekið upplýsingar úr sjúkraskrá flugmannsins úr samhengi. „Það er bara valsað um sjúkraskrána hans eins og þú sért bara að rölta um Kringluna að skoða og þar teknir handahófskenndir hlutir, setningar eða orð og búin til einhver saga sem enginn fótur er fyrir og á þeim grunni er viðkomandi aðili síðan sviptur þessu heilbrigðisvottorð,“ segir lögmaðurinn. Gögn vistuð á almennu drifi Samgöngustofa fullyrti að aðeins yfirlæknir flugsviðs hennar hefði aðgang að sjúkraskrám og að engir aðrir starfsmenn stofnunarinnar hefðu haft eða hefðu slíkan aðgang í yfirlýsingu sem stofnunin sendi frá sér í gær. Mikilvægt væri fyrir flugöryggi að yfirlæknir hefði nauðsynleg gögn til þess að leggja mat á heilbrigði umsækjenda um heilbrigðisvottorð. Þetta segir Páll Ágúst yfirklór og efnislega rangt. Samkvæmt úrlausn Persónuverndar og gögnum sem flugmaðurinn fékk hafi upplýsingar úr sjúkraskrá hans verið vistaðar og geymdar á almennu drifi sem starfsmenn Samgöngustofu höfðu aðgang að. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður.Vísir/Vilhelm Auk þess hafi almennir starfsmenn stofnunarinnar skrifað undir bréf sem innihéldu persónulegar upplýsingar sem var eingöngu að finna í sjúkraskrá flugmannsins. „Þannig að það er í raun og veru orðhengilsháttur að bara yfirlæknir flugsviðs hafi haft aðgang að sjúkraskránum. Það getur vel verið að hann einn hafi haft aðgang að sjúkraskrárforritinu sjálfu en meðferðin á upplýsingunum úr sjúkraskránum var ekki með þeim hætti að hann einn hafði aðgang að þeim,“ segir Páll Ágúst við Vísi. Upplýsinganna aflað með ólögmætum hætti Flugmaðurinn hefur þegar farið fram á það við Samgöngustofu að fá réttindi sín aftur. Páll Ágúst segir úrlausn Persónuverndar staðfesta að Samgöngustofa hafi aldrei átt að hafa aðgang að sjúkraskrá flugmannsins og upplýsinganna hafi því verið aflað með ólögmætum hætti. Lög um loftferðir eru skýr um að Samgöngustofa geti kallað eftir almennum heilsufarsupplýsingum, að mati Páls Ágúst. Ekki sé hins vegar gert ráð fyrir að Samgöngustofa hafi ótakmarkaðan aðgang að sjúkraskrám einstaklinga. Það tíðkist ekki í Evrópu að sambærileg yfirvöld og Samgöngustofa hafi svo víðtækar heimildir til þess að fletta í sjúkraskrám. „Það getur verið alls konar dót í sjúkraskránni þinni sem tengist því ekki á nokkurn hátt hvort þú sért hæfur til að fljúga eða ekki. Í sjúkraskrá er að finna þær persónulegustu upplýsingar sem hægt er að finna um fólk,“ segir lögmaðurinn sem útilokar ekki að flugmaðurinn leiti réttar síns frekar. Heilsugæslan segist taka ábendingar Persónuverndar alvarlega. Búið sé að rifta öllum samningum um aðgang stofnana að sjúkraskrám fyrir utan við einkareknar heilsugæslustöðvar. Þá sé byrjað að afla upplýsinga vegna frumkvæðisskoðunar Persónuverndar. Fréttir af flugi Persónuvernd Heilsugæsla Stjórnsýsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. 3. október 2024 12:02 Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins rifti samningi við Samgöngustofu um aðgang að sjúkraskrám eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulagið stríddi gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd tilkynnti í gær að hún hefði hafið frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga í sameiginlegum sjúkraskrárkerfum heilsugæslunnar í gær. Flugmaðurinn sem kvartaði til Persónuverndar undan uppflettingum trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá hans, var sviptur heilbrigðisvottorði sem varð til þess að hann missti réttindi sem atvinnuflugmaður. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður hans, segir að Samgöngustofa hafi tekið upplýsingar úr sjúkraskrá flugmannsins úr samhengi. „Það er bara valsað um sjúkraskrána hans eins og þú sért bara að rölta um Kringluna að skoða og þar teknir handahófskenndir hlutir, setningar eða orð og búin til einhver saga sem enginn fótur er fyrir og á þeim grunni er viðkomandi aðili síðan sviptur þessu heilbrigðisvottorð,“ segir lögmaðurinn. Gögn vistuð á almennu drifi Samgöngustofa fullyrti að aðeins yfirlæknir flugsviðs hennar hefði aðgang að sjúkraskrám og að engir aðrir starfsmenn stofnunarinnar hefðu haft eða hefðu slíkan aðgang í yfirlýsingu sem stofnunin sendi frá sér í gær. Mikilvægt væri fyrir flugöryggi að yfirlæknir hefði nauðsynleg gögn til þess að leggja mat á heilbrigði umsækjenda um heilbrigðisvottorð. Þetta segir Páll Ágúst yfirklór og efnislega rangt. Samkvæmt úrlausn Persónuverndar og gögnum sem flugmaðurinn fékk hafi upplýsingar úr sjúkraskrá hans verið vistaðar og geymdar á almennu drifi sem starfsmenn Samgöngustofu höfðu aðgang að. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður.Vísir/Vilhelm Auk þess hafi almennir starfsmenn stofnunarinnar skrifað undir bréf sem innihéldu persónulegar upplýsingar sem var eingöngu að finna í sjúkraskrá flugmannsins. „Þannig að það er í raun og veru orðhengilsháttur að bara yfirlæknir flugsviðs hafi haft aðgang að sjúkraskránum. Það getur vel verið að hann einn hafi haft aðgang að sjúkraskrárforritinu sjálfu en meðferðin á upplýsingunum úr sjúkraskránum var ekki með þeim hætti að hann einn hafði aðgang að þeim,“ segir Páll Ágúst við Vísi. Upplýsinganna aflað með ólögmætum hætti Flugmaðurinn hefur þegar farið fram á það við Samgöngustofu að fá réttindi sín aftur. Páll Ágúst segir úrlausn Persónuverndar staðfesta að Samgöngustofa hafi aldrei átt að hafa aðgang að sjúkraskrá flugmannsins og upplýsinganna hafi því verið aflað með ólögmætum hætti. Lög um loftferðir eru skýr um að Samgöngustofa geti kallað eftir almennum heilsufarsupplýsingum, að mati Páls Ágúst. Ekki sé hins vegar gert ráð fyrir að Samgöngustofa hafi ótakmarkaðan aðgang að sjúkraskrám einstaklinga. Það tíðkist ekki í Evrópu að sambærileg yfirvöld og Samgöngustofa hafi svo víðtækar heimildir til þess að fletta í sjúkraskrám. „Það getur verið alls konar dót í sjúkraskránni þinni sem tengist því ekki á nokkurn hátt hvort þú sért hæfur til að fljúga eða ekki. Í sjúkraskrá er að finna þær persónulegustu upplýsingar sem hægt er að finna um fólk,“ segir lögmaðurinn sem útilokar ekki að flugmaðurinn leiti réttar síns frekar. Heilsugæslan segist taka ábendingar Persónuverndar alvarlega. Búið sé að rifta öllum samningum um aðgang stofnana að sjúkraskrám fyrir utan við einkareknar heilsugæslustöðvar. Þá sé byrjað að afla upplýsinga vegna frumkvæðisskoðunar Persónuverndar.
Fréttir af flugi Persónuvernd Heilsugæsla Stjórnsýsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. 3. október 2024 12:02 Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. 3. október 2024 12:02
Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22