Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2024 10:45 Starfsmaður í verksmiðju SAIC Maxus í Kína. ESB gæti lagt allt að sjö prósent toll á Teslur sem eru framleiddar í Kína og 34,3 prósent á SAIC og aðra framleiðendur sem ESB telur ósamvinnuþýða í rannsókn á ríkisstuðningi við framleiðsluna. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fengið vilyrði fyrir því að leggja allt að 45 prósent refsitoll á kínverska rafbíla þrátt fyrir andstöðu stærsta bílaframleiðanda álfunnar. Tollarnir eru svar við ríkisaðstoð við kínverska rafbílaframleiðslu sem ESB er ósátt við. Tíu aðildarríki Evrópusambandsins greiddu atkvæði með tollunum í atkvæðagreiðslu í dag, fimm á móti og tólf sátu hjá. Fimmtán ríki með 65 prósent íbúa Evrópusambandsins hefðu þurft að greiða atkvæða á móti tillögu framkvæmdastjórnarinnar til þess að fella hana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þýskaland greiddi atkvæði gegn tollunum en það er stærsti bílaframleiðandi og hagkerfi álfunnar. Þarlendir bílaframleiðendur telja tollana áfall fyrir evrópska bílaiðnaðinn og að samkomulag yrði að nást við kínversk stjórnvöld til þess að afstýra viðskiptastríði. Tollarnir tengjast rannsókn Evrópusambandsins á því sem það telur ósanngjarnar niðurgreiðslur kínverskra stjórnvalda á rafbílaframleiðslu. Kínversk stjórnvöld hófu sína eigin rannsókn á innflutningi á áfengi, mjólkurvörum og svínakjöti frá Evrópusambandinu fyrr á þessu ári og er hún talin svar við evrópsku rannsókninni. Framkvæmdastjórnin segir að umframframleiðsla á rafbílum í Kína sé um þrjár milljónir bíla á ári, meira en tvöfaldur rafbílamarkaðurinn í Evrópu. Álfan sé augljósasti áfangastaður þeirra í ljósi þess að Bandaríkin og Kanada leggja hundrað prósent toll á kínverska rafbíla. Viðræður við kínversk stjórnvöld eiga þó að halda áfram. Framkvæmdastjórnin segist opin fyrir öðrum möguleikum en tollum, til dæmis lágmarksverði á innfluttum bílum og innflutningskvótum. Vistvænir bílar Evrópusambandið Kína Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tíu aðildarríki Evrópusambandsins greiddu atkvæði með tollunum í atkvæðagreiðslu í dag, fimm á móti og tólf sátu hjá. Fimmtán ríki með 65 prósent íbúa Evrópusambandsins hefðu þurft að greiða atkvæða á móti tillögu framkvæmdastjórnarinnar til þess að fella hana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þýskaland greiddi atkvæði gegn tollunum en það er stærsti bílaframleiðandi og hagkerfi álfunnar. Þarlendir bílaframleiðendur telja tollana áfall fyrir evrópska bílaiðnaðinn og að samkomulag yrði að nást við kínversk stjórnvöld til þess að afstýra viðskiptastríði. Tollarnir tengjast rannsókn Evrópusambandsins á því sem það telur ósanngjarnar niðurgreiðslur kínverskra stjórnvalda á rafbílaframleiðslu. Kínversk stjórnvöld hófu sína eigin rannsókn á innflutningi á áfengi, mjólkurvörum og svínakjöti frá Evrópusambandinu fyrr á þessu ári og er hún talin svar við evrópsku rannsókninni. Framkvæmdastjórnin segir að umframframleiðsla á rafbílum í Kína sé um þrjár milljónir bíla á ári, meira en tvöfaldur rafbílamarkaðurinn í Evrópu. Álfan sé augljósasti áfangastaður þeirra í ljósi þess að Bandaríkin og Kanada leggja hundrað prósent toll á kínverska rafbíla. Viðræður við kínversk stjórnvöld eiga þó að halda áfram. Framkvæmdastjórnin segist opin fyrir öðrum möguleikum en tollum, til dæmis lágmarksverði á innfluttum bílum og innflutningskvótum.
Vistvænir bílar Evrópusambandið Kína Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira