Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2024 10:45 Starfsmaður í verksmiðju SAIC Maxus í Kína. ESB gæti lagt allt að sjö prósent toll á Teslur sem eru framleiddar í Kína og 34,3 prósent á SAIC og aðra framleiðendur sem ESB telur ósamvinnuþýða í rannsókn á ríkisstuðningi við framleiðsluna. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fengið vilyrði fyrir því að leggja allt að 45 prósent refsitoll á kínverska rafbíla þrátt fyrir andstöðu stærsta bílaframleiðanda álfunnar. Tollarnir eru svar við ríkisaðstoð við kínverska rafbílaframleiðslu sem ESB er ósátt við. Tíu aðildarríki Evrópusambandsins greiddu atkvæði með tollunum í atkvæðagreiðslu í dag, fimm á móti og tólf sátu hjá. Fimmtán ríki með 65 prósent íbúa Evrópusambandsins hefðu þurft að greiða atkvæða á móti tillögu framkvæmdastjórnarinnar til þess að fella hana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þýskaland greiddi atkvæði gegn tollunum en það er stærsti bílaframleiðandi og hagkerfi álfunnar. Þarlendir bílaframleiðendur telja tollana áfall fyrir evrópska bílaiðnaðinn og að samkomulag yrði að nást við kínversk stjórnvöld til þess að afstýra viðskiptastríði. Tollarnir tengjast rannsókn Evrópusambandsins á því sem það telur ósanngjarnar niðurgreiðslur kínverskra stjórnvalda á rafbílaframleiðslu. Kínversk stjórnvöld hófu sína eigin rannsókn á innflutningi á áfengi, mjólkurvörum og svínakjöti frá Evrópusambandinu fyrr á þessu ári og er hún talin svar við evrópsku rannsókninni. Framkvæmdastjórnin segir að umframframleiðsla á rafbílum í Kína sé um þrjár milljónir bíla á ári, meira en tvöfaldur rafbílamarkaðurinn í Evrópu. Álfan sé augljósasti áfangastaður þeirra í ljósi þess að Bandaríkin og Kanada leggja hundrað prósent toll á kínverska rafbíla. Viðræður við kínversk stjórnvöld eiga þó að halda áfram. Framkvæmdastjórnin segist opin fyrir öðrum möguleikum en tollum, til dæmis lágmarksverði á innfluttum bílum og innflutningskvótum. Vistvænir bílar Evrópusambandið Kína Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tíu aðildarríki Evrópusambandsins greiddu atkvæði með tollunum í atkvæðagreiðslu í dag, fimm á móti og tólf sátu hjá. Fimmtán ríki með 65 prósent íbúa Evrópusambandsins hefðu þurft að greiða atkvæða á móti tillögu framkvæmdastjórnarinnar til þess að fella hana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þýskaland greiddi atkvæði gegn tollunum en það er stærsti bílaframleiðandi og hagkerfi álfunnar. Þarlendir bílaframleiðendur telja tollana áfall fyrir evrópska bílaiðnaðinn og að samkomulag yrði að nást við kínversk stjórnvöld til þess að afstýra viðskiptastríði. Tollarnir tengjast rannsókn Evrópusambandsins á því sem það telur ósanngjarnar niðurgreiðslur kínverskra stjórnvalda á rafbílaframleiðslu. Kínversk stjórnvöld hófu sína eigin rannsókn á innflutningi á áfengi, mjólkurvörum og svínakjöti frá Evrópusambandinu fyrr á þessu ári og er hún talin svar við evrópsku rannsókninni. Framkvæmdastjórnin segir að umframframleiðsla á rafbílum í Kína sé um þrjár milljónir bíla á ári, meira en tvöfaldur rafbílamarkaðurinn í Evrópu. Álfan sé augljósasti áfangastaður þeirra í ljósi þess að Bandaríkin og Kanada leggja hundrað prósent toll á kínverska rafbíla. Viðræður við kínversk stjórnvöld eiga þó að halda áfram. Framkvæmdastjórnin segist opin fyrir öðrum möguleikum en tollum, til dæmis lágmarksverði á innfluttum bílum og innflutningskvótum.
Vistvænir bílar Evrópusambandið Kína Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira