Sleppum brúnni og förum betri leið framhjá Selfossi Elliði Vignisson skrifar 4. október 2024 11:16 Nýrri brú yfir Ölfusá, norðan við Selfoss, er ætlað að létta af umferð gegnum bæinn. En það er til önnur leið yfir Ölfusá til að komast framhjá. Hún liggur um Þrengslin og Eyrarbakkaveg. Með því að bæta veginn um Þrengsli og sveigja Eyrarbakkaveg suður fyrir Selfoss verður til greiðfær leið sem gerir nýja brú yfir Ölfusá óþarfa. Kostnaðurinn við vegabæturnar verður aldrei nema brot af verðmiða brúarinnar. Til mikils er að vinna. Ekki aðeins sparast gríðarlegir fjármunir með því að hætta við brúarsmíðina, heldur þarf hvort sem er að bæta Þrengslaveg til muna. Hann er of mjór og í raun hættulegur miðað við þá vaxandi umferð sem um hann fer vegna aukinna umsvifa í Þorlákshöfn. Þá mun bættur vegur um Þrengsli aðskilja þann hluta umferðarinnar sem er á leið austur fyrir Selfoss frá þeim hluta sem er á leið í Hveragerði, Selfoss eða uppsveitir Suðurlands með auknu öryggi og aðgengi. Betri leið að öllu leyti Þrengslin eru að öllu leyti betra vegstæði en Hellisheiðin. Þau eru mest í 288 metra hæð yfir sjávarmáli meðan Hellisheiðin fer í 374 metra og lokast oft vegna ófærðar. Veðuraðstæður í Þrengslum eru miklu betri og sætir undantekningu að vegurinn þar loki vegna ófærðar. Vetrarviðhald er langtum auðveldara. Með því að breikka veginn, setja klifurakrein á einu brekkuna, framúrakstursreinar (2+1) og lýsingu væri kominn fyrsta flokks og greiðfær akvegur. Ekki þarf að fjölyrða um þau einstöku akstursskilyrði sem eru á láglendinu á Eyrarbakkavegi, fjærri fjöllum og sviptivindum. Tvíbreið brúin yfir ósa Ölfusár getur annað mikilli umferð. Hið eina sem þarf til er að leggja um 15 km langan nýjan kafla fyrir sunnan Selfoss til að tengja Eyrarbakkaveg inn á Suðurlandsveginn. Á góðum degi tæki minna en 5 mínútur að fara þessa leið frekar en yfir Hellisheiði og gegnum Selfoss. Á móti kemur svo gríðalegur fjárhagslegur sparnaður og stórlega aukið umferðaöryggi. Ætli það skipti stjórnmálafólk máli? Mikilvægt fyrir Þorlákshöfn, mikilvægt fyrir hagkerfi landsins Fyrir Þorlákshöfn eru úrbætur á Þrengslaveginum afar brýnar, óháð öðru. Þorlákshöfn er eitt helsta verðmætasköpunarsvæði Íslands. Sú staða mun styrkjast á næstu árum og vara næstu áratugi. Á næstu 5 til 7 árum er stefnt að fjárfestingum hér fyrir um 500 milljarða króna. Öllum má ljóst vera að slíkur uppgangur er ekki staðbundinn heldur skilar sé beint í öflugra hagkerfi í landinu öllu. Greiðar og öruggar samgöngur eru lífsnauðsyn til að það gangi upp sem skyldi. Í Þorlákshöfn og reyndar Ölfusi öllu eru miklir vaxtarmöguleikar og með bættum samgöngum færist sveitarfélagið nær jaðri höfuðborgarsvæðisins. Flugvöllur á suðurlandi Fyrir löngu er ljóst að umræða um flugvöll í Hvassahrauni er í besta falli til þess eins að tefja vitræna umræðu um það mikilvæga mál. Reykjanesið verður að mati vísindamanna virkt eldsumbrotasvæði næstu áratugi og jafnvel árhundruð. Lengi hefur verið rætt um möguleika þess að staðsetja nýjan flugvöll hér austan við höfuðborgina. Nýr vegur um Þrengsli opna á möguleika þess að byggja nýjan flugvöll sunnan við Selfoss. Sú staðsetning er í stuttri akstursfjarlægð frá Leifsstöð, en samt á öðru veðurfars- og náttúruvársvæði. Þaðan væru fyrirtaks samgöngutengingar við aðalþéttbýlið á suðvestur horninu um Þrengslaveg sem er snjóléttur og öruggur. Tækifærin sem tengjast því að vera með alþjóðaflugvöll og eina helstu útflutningshöfn landsins steinsnar hvort frá öðru eru ómæld. Leiðin sem lögð var til fyrir 79 árum Hugmynd sú sem hér er rædd er ekki ný af nálinni. Ítrekað hefur verið bent á hversu mjög Þrengslin eru öryggara og betra vegstæði. Í mars 1944 samþykkti Alþingi að fela fimm manna nefnd að koma með tillögur um hagkvæmustu og öruggustu samgöngur milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendis. Rúmlega ári síðar sendi nefndin samgöngumálaráðherra ítarlegt álit og sagði að leiðin um Þrengslin væri best. Sú leið tryggði meira öryggi í vetrarsamgöngum og þar væru færri brekkur. Lagði nefndin til að fullkomnar endurbætur yrðu gerðar á veginum. Segja má að nú sé komið að því að fara eftir þessum vel rökstuddu tæplega áttatíuara gömlu tillögum. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Samgöngur Ölfus Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Nýrri brú yfir Ölfusá, norðan við Selfoss, er ætlað að létta af umferð gegnum bæinn. En það er til önnur leið yfir Ölfusá til að komast framhjá. Hún liggur um Þrengslin og Eyrarbakkaveg. Með því að bæta veginn um Þrengsli og sveigja Eyrarbakkaveg suður fyrir Selfoss verður til greiðfær leið sem gerir nýja brú yfir Ölfusá óþarfa. Kostnaðurinn við vegabæturnar verður aldrei nema brot af verðmiða brúarinnar. Til mikils er að vinna. Ekki aðeins sparast gríðarlegir fjármunir með því að hætta við brúarsmíðina, heldur þarf hvort sem er að bæta Þrengslaveg til muna. Hann er of mjór og í raun hættulegur miðað við þá vaxandi umferð sem um hann fer vegna aukinna umsvifa í Þorlákshöfn. Þá mun bættur vegur um Þrengsli aðskilja þann hluta umferðarinnar sem er á leið austur fyrir Selfoss frá þeim hluta sem er á leið í Hveragerði, Selfoss eða uppsveitir Suðurlands með auknu öryggi og aðgengi. Betri leið að öllu leyti Þrengslin eru að öllu leyti betra vegstæði en Hellisheiðin. Þau eru mest í 288 metra hæð yfir sjávarmáli meðan Hellisheiðin fer í 374 metra og lokast oft vegna ófærðar. Veðuraðstæður í Þrengslum eru miklu betri og sætir undantekningu að vegurinn þar loki vegna ófærðar. Vetrarviðhald er langtum auðveldara. Með því að breikka veginn, setja klifurakrein á einu brekkuna, framúrakstursreinar (2+1) og lýsingu væri kominn fyrsta flokks og greiðfær akvegur. Ekki þarf að fjölyrða um þau einstöku akstursskilyrði sem eru á láglendinu á Eyrarbakkavegi, fjærri fjöllum og sviptivindum. Tvíbreið brúin yfir ósa Ölfusár getur annað mikilli umferð. Hið eina sem þarf til er að leggja um 15 km langan nýjan kafla fyrir sunnan Selfoss til að tengja Eyrarbakkaveg inn á Suðurlandsveginn. Á góðum degi tæki minna en 5 mínútur að fara þessa leið frekar en yfir Hellisheiði og gegnum Selfoss. Á móti kemur svo gríðalegur fjárhagslegur sparnaður og stórlega aukið umferðaöryggi. Ætli það skipti stjórnmálafólk máli? Mikilvægt fyrir Þorlákshöfn, mikilvægt fyrir hagkerfi landsins Fyrir Þorlákshöfn eru úrbætur á Þrengslaveginum afar brýnar, óháð öðru. Þorlákshöfn er eitt helsta verðmætasköpunarsvæði Íslands. Sú staða mun styrkjast á næstu árum og vara næstu áratugi. Á næstu 5 til 7 árum er stefnt að fjárfestingum hér fyrir um 500 milljarða króna. Öllum má ljóst vera að slíkur uppgangur er ekki staðbundinn heldur skilar sé beint í öflugra hagkerfi í landinu öllu. Greiðar og öruggar samgöngur eru lífsnauðsyn til að það gangi upp sem skyldi. Í Þorlákshöfn og reyndar Ölfusi öllu eru miklir vaxtarmöguleikar og með bættum samgöngum færist sveitarfélagið nær jaðri höfuðborgarsvæðisins. Flugvöllur á suðurlandi Fyrir löngu er ljóst að umræða um flugvöll í Hvassahrauni er í besta falli til þess eins að tefja vitræna umræðu um það mikilvæga mál. Reykjanesið verður að mati vísindamanna virkt eldsumbrotasvæði næstu áratugi og jafnvel árhundruð. Lengi hefur verið rætt um möguleika þess að staðsetja nýjan flugvöll hér austan við höfuðborgina. Nýr vegur um Þrengsli opna á möguleika þess að byggja nýjan flugvöll sunnan við Selfoss. Sú staðsetning er í stuttri akstursfjarlægð frá Leifsstöð, en samt á öðru veðurfars- og náttúruvársvæði. Þaðan væru fyrirtaks samgöngutengingar við aðalþéttbýlið á suðvestur horninu um Þrengslaveg sem er snjóléttur og öruggur. Tækifærin sem tengjast því að vera með alþjóðaflugvöll og eina helstu útflutningshöfn landsins steinsnar hvort frá öðru eru ómæld. Leiðin sem lögð var til fyrir 79 árum Hugmynd sú sem hér er rædd er ekki ný af nálinni. Ítrekað hefur verið bent á hversu mjög Þrengslin eru öryggara og betra vegstæði. Í mars 1944 samþykkti Alþingi að fela fimm manna nefnd að koma með tillögur um hagkvæmustu og öruggustu samgöngur milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendis. Rúmlega ári síðar sendi nefndin samgöngumálaráðherra ítarlegt álit og sagði að leiðin um Þrengslin væri best. Sú leið tryggði meira öryggi í vetrarsamgöngum og þar væru færri brekkur. Lagði nefndin til að fullkomnar endurbætur yrðu gerðar á veginum. Segja má að nú sé komið að því að fara eftir þessum vel rökstuddu tæplega áttatíuara gömlu tillögum. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun