Sleppum brúnni og förum betri leið framhjá Selfossi Elliði Vignisson skrifar 4. október 2024 11:16 Nýrri brú yfir Ölfusá, norðan við Selfoss, er ætlað að létta af umferð gegnum bæinn. En það er til önnur leið yfir Ölfusá til að komast framhjá. Hún liggur um Þrengslin og Eyrarbakkaveg. Með því að bæta veginn um Þrengsli og sveigja Eyrarbakkaveg suður fyrir Selfoss verður til greiðfær leið sem gerir nýja brú yfir Ölfusá óþarfa. Kostnaðurinn við vegabæturnar verður aldrei nema brot af verðmiða brúarinnar. Til mikils er að vinna. Ekki aðeins sparast gríðarlegir fjármunir með því að hætta við brúarsmíðina, heldur þarf hvort sem er að bæta Þrengslaveg til muna. Hann er of mjór og í raun hættulegur miðað við þá vaxandi umferð sem um hann fer vegna aukinna umsvifa í Þorlákshöfn. Þá mun bættur vegur um Þrengsli aðskilja þann hluta umferðarinnar sem er á leið austur fyrir Selfoss frá þeim hluta sem er á leið í Hveragerði, Selfoss eða uppsveitir Suðurlands með auknu öryggi og aðgengi. Betri leið að öllu leyti Þrengslin eru að öllu leyti betra vegstæði en Hellisheiðin. Þau eru mest í 288 metra hæð yfir sjávarmáli meðan Hellisheiðin fer í 374 metra og lokast oft vegna ófærðar. Veðuraðstæður í Þrengslum eru miklu betri og sætir undantekningu að vegurinn þar loki vegna ófærðar. Vetrarviðhald er langtum auðveldara. Með því að breikka veginn, setja klifurakrein á einu brekkuna, framúrakstursreinar (2+1) og lýsingu væri kominn fyrsta flokks og greiðfær akvegur. Ekki þarf að fjölyrða um þau einstöku akstursskilyrði sem eru á láglendinu á Eyrarbakkavegi, fjærri fjöllum og sviptivindum. Tvíbreið brúin yfir ósa Ölfusár getur annað mikilli umferð. Hið eina sem þarf til er að leggja um 15 km langan nýjan kafla fyrir sunnan Selfoss til að tengja Eyrarbakkaveg inn á Suðurlandsveginn. Á góðum degi tæki minna en 5 mínútur að fara þessa leið frekar en yfir Hellisheiði og gegnum Selfoss. Á móti kemur svo gríðalegur fjárhagslegur sparnaður og stórlega aukið umferðaöryggi. Ætli það skipti stjórnmálafólk máli? Mikilvægt fyrir Þorlákshöfn, mikilvægt fyrir hagkerfi landsins Fyrir Þorlákshöfn eru úrbætur á Þrengslaveginum afar brýnar, óháð öðru. Þorlákshöfn er eitt helsta verðmætasköpunarsvæði Íslands. Sú staða mun styrkjast á næstu árum og vara næstu áratugi. Á næstu 5 til 7 árum er stefnt að fjárfestingum hér fyrir um 500 milljarða króna. Öllum má ljóst vera að slíkur uppgangur er ekki staðbundinn heldur skilar sé beint í öflugra hagkerfi í landinu öllu. Greiðar og öruggar samgöngur eru lífsnauðsyn til að það gangi upp sem skyldi. Í Þorlákshöfn og reyndar Ölfusi öllu eru miklir vaxtarmöguleikar og með bættum samgöngum færist sveitarfélagið nær jaðri höfuðborgarsvæðisins. Flugvöllur á suðurlandi Fyrir löngu er ljóst að umræða um flugvöll í Hvassahrauni er í besta falli til þess eins að tefja vitræna umræðu um það mikilvæga mál. Reykjanesið verður að mati vísindamanna virkt eldsumbrotasvæði næstu áratugi og jafnvel árhundruð. Lengi hefur verið rætt um möguleika þess að staðsetja nýjan flugvöll hér austan við höfuðborgina. Nýr vegur um Þrengsli opna á möguleika þess að byggja nýjan flugvöll sunnan við Selfoss. Sú staðsetning er í stuttri akstursfjarlægð frá Leifsstöð, en samt á öðru veðurfars- og náttúruvársvæði. Þaðan væru fyrirtaks samgöngutengingar við aðalþéttbýlið á suðvestur horninu um Þrengslaveg sem er snjóléttur og öruggur. Tækifærin sem tengjast því að vera með alþjóðaflugvöll og eina helstu útflutningshöfn landsins steinsnar hvort frá öðru eru ómæld. Leiðin sem lögð var til fyrir 79 árum Hugmynd sú sem hér er rædd er ekki ný af nálinni. Ítrekað hefur verið bent á hversu mjög Þrengslin eru öryggara og betra vegstæði. Í mars 1944 samþykkti Alþingi að fela fimm manna nefnd að koma með tillögur um hagkvæmustu og öruggustu samgöngur milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendis. Rúmlega ári síðar sendi nefndin samgöngumálaráðherra ítarlegt álit og sagði að leiðin um Þrengslin væri best. Sú leið tryggði meira öryggi í vetrarsamgöngum og þar væru færri brekkur. Lagði nefndin til að fullkomnar endurbætur yrðu gerðar á veginum. Segja má að nú sé komið að því að fara eftir þessum vel rökstuddu tæplega áttatíuara gömlu tillögum. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Samgöngur Ölfus Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Sjá meira
Nýrri brú yfir Ölfusá, norðan við Selfoss, er ætlað að létta af umferð gegnum bæinn. En það er til önnur leið yfir Ölfusá til að komast framhjá. Hún liggur um Þrengslin og Eyrarbakkaveg. Með því að bæta veginn um Þrengsli og sveigja Eyrarbakkaveg suður fyrir Selfoss verður til greiðfær leið sem gerir nýja brú yfir Ölfusá óþarfa. Kostnaðurinn við vegabæturnar verður aldrei nema brot af verðmiða brúarinnar. Til mikils er að vinna. Ekki aðeins sparast gríðarlegir fjármunir með því að hætta við brúarsmíðina, heldur þarf hvort sem er að bæta Þrengslaveg til muna. Hann er of mjór og í raun hættulegur miðað við þá vaxandi umferð sem um hann fer vegna aukinna umsvifa í Þorlákshöfn. Þá mun bættur vegur um Þrengsli aðskilja þann hluta umferðarinnar sem er á leið austur fyrir Selfoss frá þeim hluta sem er á leið í Hveragerði, Selfoss eða uppsveitir Suðurlands með auknu öryggi og aðgengi. Betri leið að öllu leyti Þrengslin eru að öllu leyti betra vegstæði en Hellisheiðin. Þau eru mest í 288 metra hæð yfir sjávarmáli meðan Hellisheiðin fer í 374 metra og lokast oft vegna ófærðar. Veðuraðstæður í Þrengslum eru miklu betri og sætir undantekningu að vegurinn þar loki vegna ófærðar. Vetrarviðhald er langtum auðveldara. Með því að breikka veginn, setja klifurakrein á einu brekkuna, framúrakstursreinar (2+1) og lýsingu væri kominn fyrsta flokks og greiðfær akvegur. Ekki þarf að fjölyrða um þau einstöku akstursskilyrði sem eru á láglendinu á Eyrarbakkavegi, fjærri fjöllum og sviptivindum. Tvíbreið brúin yfir ósa Ölfusár getur annað mikilli umferð. Hið eina sem þarf til er að leggja um 15 km langan nýjan kafla fyrir sunnan Selfoss til að tengja Eyrarbakkaveg inn á Suðurlandsveginn. Á góðum degi tæki minna en 5 mínútur að fara þessa leið frekar en yfir Hellisheiði og gegnum Selfoss. Á móti kemur svo gríðalegur fjárhagslegur sparnaður og stórlega aukið umferðaöryggi. Ætli það skipti stjórnmálafólk máli? Mikilvægt fyrir Þorlákshöfn, mikilvægt fyrir hagkerfi landsins Fyrir Þorlákshöfn eru úrbætur á Þrengslaveginum afar brýnar, óháð öðru. Þorlákshöfn er eitt helsta verðmætasköpunarsvæði Íslands. Sú staða mun styrkjast á næstu árum og vara næstu áratugi. Á næstu 5 til 7 árum er stefnt að fjárfestingum hér fyrir um 500 milljarða króna. Öllum má ljóst vera að slíkur uppgangur er ekki staðbundinn heldur skilar sé beint í öflugra hagkerfi í landinu öllu. Greiðar og öruggar samgöngur eru lífsnauðsyn til að það gangi upp sem skyldi. Í Þorlákshöfn og reyndar Ölfusi öllu eru miklir vaxtarmöguleikar og með bættum samgöngum færist sveitarfélagið nær jaðri höfuðborgarsvæðisins. Flugvöllur á suðurlandi Fyrir löngu er ljóst að umræða um flugvöll í Hvassahrauni er í besta falli til þess eins að tefja vitræna umræðu um það mikilvæga mál. Reykjanesið verður að mati vísindamanna virkt eldsumbrotasvæði næstu áratugi og jafnvel árhundruð. Lengi hefur verið rætt um möguleika þess að staðsetja nýjan flugvöll hér austan við höfuðborgina. Nýr vegur um Þrengsli opna á möguleika þess að byggja nýjan flugvöll sunnan við Selfoss. Sú staðsetning er í stuttri akstursfjarlægð frá Leifsstöð, en samt á öðru veðurfars- og náttúruvársvæði. Þaðan væru fyrirtaks samgöngutengingar við aðalþéttbýlið á suðvestur horninu um Þrengslaveg sem er snjóléttur og öruggur. Tækifærin sem tengjast því að vera með alþjóðaflugvöll og eina helstu útflutningshöfn landsins steinsnar hvort frá öðru eru ómæld. Leiðin sem lögð var til fyrir 79 árum Hugmynd sú sem hér er rædd er ekki ný af nálinni. Ítrekað hefur verið bent á hversu mjög Þrengslin eru öryggara og betra vegstæði. Í mars 1944 samþykkti Alþingi að fela fimm manna nefnd að koma með tillögur um hagkvæmustu og öruggustu samgöngur milli Reykjavíkur og Suðurlandsundirlendis. Rúmlega ári síðar sendi nefndin samgöngumálaráðherra ítarlegt álit og sagði að leiðin um Þrengslin væri best. Sú leið tryggði meira öryggi í vetrarsamgöngum og þar væru færri brekkur. Lagði nefndin til að fullkomnar endurbætur yrðu gerðar á veginum. Segja má að nú sé komið að því að fara eftir þessum vel rökstuddu tæplega áttatíuara gömlu tillögum. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun