Framboð er eina leiðin Eiríkur St. Eiríksson skrifar 4. október 2024 10:31 Það er valtað yfir öryrkja og eldri borgara á hverjum degi. Kosningaloforðin eru samstundis svikin. Hvar eru forystumenn Samtaka eldri borgara og ÖBÍ? Uppteknir af því að slétta úr gömlu Framsóknarskírteinunum sínum eða pressa gömlu stuttbuxurnar sínar frá því að þeir voru í Heimdalli? Nú er kominn tími til að þetta góða fólk rífi sig upp á rassgatinu og átti sig á því að kosningaloforðin, sem gefin verða korteri fyrir kosningar, verða svikin áður en haninn galar þrisvar. Mér telst til að það séu fjórir þingmenn á Alþingi sem hafa einhvern skilning á málefnum öryrkja og eldri borgara. Þessir þingmenn eru allir í stjórnarandstöðu og geta talað sig bláa í framan án þess að nokkuð gerist. Öryrkjar og eldri borgarar eru fallbyssufóður stjórnmálamanna og landið virðist standa og falla með því að þessum hópum verði ekki hleypt úr fátækragildrunni. Þar sem hugur minn stefnir vestur fyrir fjall þá sótti ég um aðild að FEB (félagi eldri borgara í Reykjavík) á dögunum. Ég gat ekki varist brosi þegar ég las póst frá FEB, sem mér barst af því tilefni. Þar voru mér kynntar einhverjar hugmyndir um hvernig best væri að spara og ávaxta sitt pund. Í einfeldni minni taldi ég mig hafa komist að því að skjólstæðingar Tryggingastofnunar ríkisins mættu ekki spara, a.m.k. ekki fyrir sjálfa sig. Eins og af hverri annarri ávöxtun á bankareikningi hirðir ríkið 22% í fjármagnstekjuskatt. TR lítur á ávöxtun sem hverjar aðrar tekjur og hirðir megin partinn af eftirstöðvunum með því að lækka ellilífeyrinn. Skjólstæðingar TR mega vissulega spara – en aðallega fyrir ríkið. Reyndar er kerfið orðið svo flókið að flokkur manna hjá TR gerir fátt annað en að rýna í stagbættar lagadruslur til þess að fólk á skrifstofum TR vítt og breitt um landið geti svarað skjólstæðingum stofnunarinnar. Fyrir öryrkja og eldri borgara til að fá leiðréttingu mála sinna og þau kjör, sem þessir hópar eiga rétt á, er aðeins ein leið fær. Framboð í næstu kosningum til Alþingis í öllum kjördæmum. Ef núverandi forysta er svo skyni skroppin að halda að guð búi í gufustraujárninu þarf einfaldlega að skipta henni út. Það er til fullt af frambærilegu fólki sem getur talað máli okkar á þingi. Gleymum heldur ekki unga fólkinu. Það á ekki skilið þá framtíð sem valdaeilítan hefur teiknað upp fyrir það. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður, öryrki og eldri borgari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er valtað yfir öryrkja og eldri borgara á hverjum degi. Kosningaloforðin eru samstundis svikin. Hvar eru forystumenn Samtaka eldri borgara og ÖBÍ? Uppteknir af því að slétta úr gömlu Framsóknarskírteinunum sínum eða pressa gömlu stuttbuxurnar sínar frá því að þeir voru í Heimdalli? Nú er kominn tími til að þetta góða fólk rífi sig upp á rassgatinu og átti sig á því að kosningaloforðin, sem gefin verða korteri fyrir kosningar, verða svikin áður en haninn galar þrisvar. Mér telst til að það séu fjórir þingmenn á Alþingi sem hafa einhvern skilning á málefnum öryrkja og eldri borgara. Þessir þingmenn eru allir í stjórnarandstöðu og geta talað sig bláa í framan án þess að nokkuð gerist. Öryrkjar og eldri borgarar eru fallbyssufóður stjórnmálamanna og landið virðist standa og falla með því að þessum hópum verði ekki hleypt úr fátækragildrunni. Þar sem hugur minn stefnir vestur fyrir fjall þá sótti ég um aðild að FEB (félagi eldri borgara í Reykjavík) á dögunum. Ég gat ekki varist brosi þegar ég las póst frá FEB, sem mér barst af því tilefni. Þar voru mér kynntar einhverjar hugmyndir um hvernig best væri að spara og ávaxta sitt pund. Í einfeldni minni taldi ég mig hafa komist að því að skjólstæðingar Tryggingastofnunar ríkisins mættu ekki spara, a.m.k. ekki fyrir sjálfa sig. Eins og af hverri annarri ávöxtun á bankareikningi hirðir ríkið 22% í fjármagnstekjuskatt. TR lítur á ávöxtun sem hverjar aðrar tekjur og hirðir megin partinn af eftirstöðvunum með því að lækka ellilífeyrinn. Skjólstæðingar TR mega vissulega spara – en aðallega fyrir ríkið. Reyndar er kerfið orðið svo flókið að flokkur manna hjá TR gerir fátt annað en að rýna í stagbættar lagadruslur til þess að fólk á skrifstofum TR vítt og breitt um landið geti svarað skjólstæðingum stofnunarinnar. Fyrir öryrkja og eldri borgara til að fá leiðréttingu mála sinna og þau kjör, sem þessir hópar eiga rétt á, er aðeins ein leið fær. Framboð í næstu kosningum til Alþingis í öllum kjördæmum. Ef núverandi forysta er svo skyni skroppin að halda að guð búi í gufustraujárninu þarf einfaldlega að skipta henni út. Það er til fullt af frambærilegu fólki sem getur talað máli okkar á þingi. Gleymum heldur ekki unga fólkinu. Það á ekki skilið þá framtíð sem valdaeilítan hefur teiknað upp fyrir það. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður, öryrki og eldri borgari
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar