Framboð er eina leiðin Eiríkur St. Eiríksson skrifar 4. október 2024 10:31 Það er valtað yfir öryrkja og eldri borgara á hverjum degi. Kosningaloforðin eru samstundis svikin. Hvar eru forystumenn Samtaka eldri borgara og ÖBÍ? Uppteknir af því að slétta úr gömlu Framsóknarskírteinunum sínum eða pressa gömlu stuttbuxurnar sínar frá því að þeir voru í Heimdalli? Nú er kominn tími til að þetta góða fólk rífi sig upp á rassgatinu og átti sig á því að kosningaloforðin, sem gefin verða korteri fyrir kosningar, verða svikin áður en haninn galar þrisvar. Mér telst til að það séu fjórir þingmenn á Alþingi sem hafa einhvern skilning á málefnum öryrkja og eldri borgara. Þessir þingmenn eru allir í stjórnarandstöðu og geta talað sig bláa í framan án þess að nokkuð gerist. Öryrkjar og eldri borgarar eru fallbyssufóður stjórnmálamanna og landið virðist standa og falla með því að þessum hópum verði ekki hleypt úr fátækragildrunni. Þar sem hugur minn stefnir vestur fyrir fjall þá sótti ég um aðild að FEB (félagi eldri borgara í Reykjavík) á dögunum. Ég gat ekki varist brosi þegar ég las póst frá FEB, sem mér barst af því tilefni. Þar voru mér kynntar einhverjar hugmyndir um hvernig best væri að spara og ávaxta sitt pund. Í einfeldni minni taldi ég mig hafa komist að því að skjólstæðingar Tryggingastofnunar ríkisins mættu ekki spara, a.m.k. ekki fyrir sjálfa sig. Eins og af hverri annarri ávöxtun á bankareikningi hirðir ríkið 22% í fjármagnstekjuskatt. TR lítur á ávöxtun sem hverjar aðrar tekjur og hirðir megin partinn af eftirstöðvunum með því að lækka ellilífeyrinn. Skjólstæðingar TR mega vissulega spara – en aðallega fyrir ríkið. Reyndar er kerfið orðið svo flókið að flokkur manna hjá TR gerir fátt annað en að rýna í stagbættar lagadruslur til þess að fólk á skrifstofum TR vítt og breitt um landið geti svarað skjólstæðingum stofnunarinnar. Fyrir öryrkja og eldri borgara til að fá leiðréttingu mála sinna og þau kjör, sem þessir hópar eiga rétt á, er aðeins ein leið fær. Framboð í næstu kosningum til Alþingis í öllum kjördæmum. Ef núverandi forysta er svo skyni skroppin að halda að guð búi í gufustraujárninu þarf einfaldlega að skipta henni út. Það er til fullt af frambærilegu fólki sem getur talað máli okkar á þingi. Gleymum heldur ekki unga fólkinu. Það á ekki skilið þá framtíð sem valdaeilítan hefur teiknað upp fyrir það. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður, öryrki og eldri borgari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Það er valtað yfir öryrkja og eldri borgara á hverjum degi. Kosningaloforðin eru samstundis svikin. Hvar eru forystumenn Samtaka eldri borgara og ÖBÍ? Uppteknir af því að slétta úr gömlu Framsóknarskírteinunum sínum eða pressa gömlu stuttbuxurnar sínar frá því að þeir voru í Heimdalli? Nú er kominn tími til að þetta góða fólk rífi sig upp á rassgatinu og átti sig á því að kosningaloforðin, sem gefin verða korteri fyrir kosningar, verða svikin áður en haninn galar þrisvar. Mér telst til að það séu fjórir þingmenn á Alþingi sem hafa einhvern skilning á málefnum öryrkja og eldri borgara. Þessir þingmenn eru allir í stjórnarandstöðu og geta talað sig bláa í framan án þess að nokkuð gerist. Öryrkjar og eldri borgarar eru fallbyssufóður stjórnmálamanna og landið virðist standa og falla með því að þessum hópum verði ekki hleypt úr fátækragildrunni. Þar sem hugur minn stefnir vestur fyrir fjall þá sótti ég um aðild að FEB (félagi eldri borgara í Reykjavík) á dögunum. Ég gat ekki varist brosi þegar ég las póst frá FEB, sem mér barst af því tilefni. Þar voru mér kynntar einhverjar hugmyndir um hvernig best væri að spara og ávaxta sitt pund. Í einfeldni minni taldi ég mig hafa komist að því að skjólstæðingar Tryggingastofnunar ríkisins mættu ekki spara, a.m.k. ekki fyrir sjálfa sig. Eins og af hverri annarri ávöxtun á bankareikningi hirðir ríkið 22% í fjármagnstekjuskatt. TR lítur á ávöxtun sem hverjar aðrar tekjur og hirðir megin partinn af eftirstöðvunum með því að lækka ellilífeyrinn. Skjólstæðingar TR mega vissulega spara – en aðallega fyrir ríkið. Reyndar er kerfið orðið svo flókið að flokkur manna hjá TR gerir fátt annað en að rýna í stagbættar lagadruslur til þess að fólk á skrifstofum TR vítt og breitt um landið geti svarað skjólstæðingum stofnunarinnar. Fyrir öryrkja og eldri borgara til að fá leiðréttingu mála sinna og þau kjör, sem þessir hópar eiga rétt á, er aðeins ein leið fær. Framboð í næstu kosningum til Alþingis í öllum kjördæmum. Ef núverandi forysta er svo skyni skroppin að halda að guð búi í gufustraujárninu þarf einfaldlega að skipta henni út. Það er til fullt af frambærilegu fólki sem getur talað máli okkar á þingi. Gleymum heldur ekki unga fólkinu. Það á ekki skilið þá framtíð sem valdaeilítan hefur teiknað upp fyrir það. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður, öryrki og eldri borgari
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun