Segir nákvæmlega ekkert að óttast við atkvæðagreiðsluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2024 16:39 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir talar fyrir því að íslensku krónunni verði lagt og allir spili eftir sömu leikreglum hér á landi, með evruna. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar segir þjóðina skulda unga fólkinu í landinu að fá tækifæri til að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Hún horfi til þess þegar Bretland yfirgaf Evrópusambandið í andstöðu við vilja ungs fólks í því samhengi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Samtalinu á Vísi. Þar bar Evrópusambandið á góma en flokkurinn vill að þjóðin fái tækifæri til að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum. „Það sem við í Viðreisn höfum sagt ítrekað og það er ekki stórt skref er að við treystum þjóðinni, ekki þinginu, að þjóðin fái tækifæri til að kjósa um hvort við eigum að halda áfram,“ sagði Þorgerður Katrín. Verði niðurstaðan já þá fái þjóðin annað tækifæri til að greiða atkvæði um sambandsaðild. „Við myndum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að halda áfram.“ Horfir til Brexit Saga Íslands og aðildarviðræðna spannar hálfan annan áratug. Aðildarviðræður hófust í júlí 2010 í framhaldi af umsókn ári fyrr. Umsóknin var dregin til baka í mars 2015. Tilkynningin um endalok aðildarviðræðanna var ekki lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu né var hún afgreidd af Alþingi. „Það eru alls konar einstaklingar, aðilar og sérhagsmunaðilar sem eru að segja okkur hvað fæst út úr aðildarviðræðunum. Við erum alltaf að rífast um bók sem aldrei hefur verið skrifuð. Fáum hana á hreint. Lefyum þjóðinni að ákveða,“ sagði Þorgerður Katrín. Þáttinn í heild má sjá að neðan. Hún segist horfa til þjóðaratkvæðisgreiðslunnar í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. „Þar sem var með naumindum fellt að vera áfram í Evrópusambandinu. Unga fólkið 25 ára og yngri, 75 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu vera áfram í Evrópusambandinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri hvorki hennar né annarra að taka ákvörðun um valfrelsi unga fólksins um eigin framtíð. Helst þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningar „Mér finnst að við skuldum unga fólkinu ekki síst að fá þetta tækifæri, að sjá hvað býðst,“ sagði Þorgerður Katrín. Vísaði hún til þess að þjóðin myndi á endanum kjósa aftur um aðild að Evrópusambandinu miðað við þann samning sem væri í boði. „Leyfa fyrst að fara í þessa atkvæðagreiðslu, það á enginn að vera hræddur við hana, spyrja hvort við eigum að halda áfram.“ Hún vildi helst fara í slíka atkvæðagreiðslu fyrir næstu kosningar því niðurstaðan muni skipta miklu máli fyrir næstu ríkisstjórn. Í hvaða umhverfi hún starfi. Hún sé þó meðvituð að það séu nokkrir draumórar að af því verði. „Þetta er hjartans mál fyrir okkur að þjóðin fái að velja og ekki síst að unga fólkið fái að hafa um það að segja hvernig þeirra framtíð á að vera.“ Samtalið Viðreisn Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var viðmælandi Heimis Más Péturssonar í Samtalinu á Vísi. Þar bar Evrópusambandið á góma en flokkurinn vill að þjóðin fái tækifæri til að greiða atkvæði um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum. „Það sem við í Viðreisn höfum sagt ítrekað og það er ekki stórt skref er að við treystum þjóðinni, ekki þinginu, að þjóðin fái tækifæri til að kjósa um hvort við eigum að halda áfram,“ sagði Þorgerður Katrín. Verði niðurstaðan já þá fái þjóðin annað tækifæri til að greiða atkvæði um sambandsaðild. „Við myndum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að halda áfram.“ Horfir til Brexit Saga Íslands og aðildarviðræðna spannar hálfan annan áratug. Aðildarviðræður hófust í júlí 2010 í framhaldi af umsókn ári fyrr. Umsóknin var dregin til baka í mars 2015. Tilkynningin um endalok aðildarviðræðanna var ekki lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu né var hún afgreidd af Alþingi. „Það eru alls konar einstaklingar, aðilar og sérhagsmunaðilar sem eru að segja okkur hvað fæst út úr aðildarviðræðunum. Við erum alltaf að rífast um bók sem aldrei hefur verið skrifuð. Fáum hana á hreint. Lefyum þjóðinni að ákveða,“ sagði Þorgerður Katrín. Þáttinn í heild má sjá að neðan. Hún segist horfa til þjóðaratkvæðisgreiðslunnar í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu, Brexit. „Þar sem var með naumindum fellt að vera áfram í Evrópusambandinu. Unga fólkið 25 ára og yngri, 75 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vildu vera áfram í Evrópusambandinu,“ sagði Þorgerður Katrín. Það væri hvorki hennar né annarra að taka ákvörðun um valfrelsi unga fólksins um eigin framtíð. Helst þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningar „Mér finnst að við skuldum unga fólkinu ekki síst að fá þetta tækifæri, að sjá hvað býðst,“ sagði Þorgerður Katrín. Vísaði hún til þess að þjóðin myndi á endanum kjósa aftur um aðild að Evrópusambandinu miðað við þann samning sem væri í boði. „Leyfa fyrst að fara í þessa atkvæðagreiðslu, það á enginn að vera hræddur við hana, spyrja hvort við eigum að halda áfram.“ Hún vildi helst fara í slíka atkvæðagreiðslu fyrir næstu kosningar því niðurstaðan muni skipta miklu máli fyrir næstu ríkisstjórn. Í hvaða umhverfi hún starfi. Hún sé þó meðvituð að það séu nokkrir draumórar að af því verði. „Þetta er hjartans mál fyrir okkur að þjóðin fái að velja og ekki síst að unga fólkið fái að hafa um það að segja hvernig þeirra framtíð á að vera.“
Samtalið Viðreisn Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels