Þóra Jóhanna nýr yfirdýralæknir Árni Sæberg skrifar 3. október 2024 12:04 Þóra Jóhanna er nýr yfirdýralæknir Matvælastofnunar. Vísir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Þóru Jóhönnu Jónasdóttur í embætti yfirdýralæknis. Hún tekur við af Sigurborgu Daðadóttur, sem var skipuð yfirdýralæknir árið 2013, fyrst kvenna. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að Þóra hafi lokið doktorsprófi árið 2002 frá Dýralæknaháskólanum í Noregi (Norges Veterinærhøgskole, NVH) og embættisprófi í dýralækningum árið 1990 frá sama skóla. Þóra stundi meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, hafi lokið leiðsögunámi og námi í sjúkraflutningum. Þóra hafi starfað hjá Matvælastofnun sem sérgreinadýralæknir frá árinu 2013 og verið eftirlitsdýralæknir Suðvesturumdæmis árið 2009. Hún hafi komið að stofnun lyfjaþróunarfyrirtækisins Oncoinvent hf 2010, hafi verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins fram til ársins 2013 og setið í stjórn þess til ársins 2024. Þóra hafi verið umsjónarmaður Dýraauðkennis hjá Dýralæknafélagi Íslands á árunum 2010 til 2014 og verkefnastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu frá 2000 til 2002. Þóra hafi um árabil verið búsett í Noregi og rúmt ár í Bandaríkjunum þar sem hún hafi starfað sem dýralæknir og lagt stund á kennslu og rannsóknir, meðal annars sem dósent og doktor við NVH á árunum 2002 til 2015. Þá hafi Þóra verið héraðsdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis í Ísafjarðarumdæmi á árunum 1990 til 1993. Þóra hafi setið í stjórnum, ráðum, nefndum og hópum tengdum meðal annars heilsu, velferð og vernd dýra sem fulltrúi Íslands í Norðurlandasamstarfi, á vegum Evrópusambandsins og Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni. Hún hafi ritað fjölda vísindagreina í alþjóðleg ritrýnd tímarit og haldið erindi og kynningar á ráðstefnum bæði hér á landi og erlendis. Embætti yfirdýralæknis hafi verið auglýst laust til umsóknar 4. júlí sl. og fjórar umsóknir borist um starfið. Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir, Egill Þorri Steingrímsson dýralæknir og Vigdís Tryggvadóttir sérgreinadýralæknir sóttu einnig um starfið. Matvælaráðherra skipi í embættið til fimm ára að undangengnu mati hæfnisnefndar. Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Dýr Tengdar fréttir Fjögur sóttu um embætti yfirdýralæknis Fjórir sóttu um starf yfirdýralæknis. Það eru þau Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir, Egill Þorri Steingrímsson, dýralæknir, Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir og Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir. Öll starfa þau hjá Matvælastofnun. Egill Þorri á að hefja starf sem nýr sviðsstjóri í september. 9. ágúst 2024 13:54 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að Þóra hafi lokið doktorsprófi árið 2002 frá Dýralæknaháskólanum í Noregi (Norges Veterinærhøgskole, NVH) og embættisprófi í dýralækningum árið 1990 frá sama skóla. Þóra stundi meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, hafi lokið leiðsögunámi og námi í sjúkraflutningum. Þóra hafi starfað hjá Matvælastofnun sem sérgreinadýralæknir frá árinu 2013 og verið eftirlitsdýralæknir Suðvesturumdæmis árið 2009. Hún hafi komið að stofnun lyfjaþróunarfyrirtækisins Oncoinvent hf 2010, hafi verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins fram til ársins 2013 og setið í stjórn þess til ársins 2024. Þóra hafi verið umsjónarmaður Dýraauðkennis hjá Dýralæknafélagi Íslands á árunum 2010 til 2014 og verkefnastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu frá 2000 til 2002. Þóra hafi um árabil verið búsett í Noregi og rúmt ár í Bandaríkjunum þar sem hún hafi starfað sem dýralæknir og lagt stund á kennslu og rannsóknir, meðal annars sem dósent og doktor við NVH á árunum 2002 til 2015. Þá hafi Þóra verið héraðsdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis í Ísafjarðarumdæmi á árunum 1990 til 1993. Þóra hafi setið í stjórnum, ráðum, nefndum og hópum tengdum meðal annars heilsu, velferð og vernd dýra sem fulltrúi Íslands í Norðurlandasamstarfi, á vegum Evrópusambandsins og Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni. Hún hafi ritað fjölda vísindagreina í alþjóðleg ritrýnd tímarit og haldið erindi og kynningar á ráðstefnum bæði hér á landi og erlendis. Embætti yfirdýralæknis hafi verið auglýst laust til umsóknar 4. júlí sl. og fjórar umsóknir borist um starfið. Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir, Egill Þorri Steingrímsson dýralæknir og Vigdís Tryggvadóttir sérgreinadýralæknir sóttu einnig um starfið. Matvælaráðherra skipi í embættið til fimm ára að undangengnu mati hæfnisnefndar.
Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Dýr Tengdar fréttir Fjögur sóttu um embætti yfirdýralæknis Fjórir sóttu um starf yfirdýralæknis. Það eru þau Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir, Egill Þorri Steingrímsson, dýralæknir, Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir og Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir. Öll starfa þau hjá Matvælastofnun. Egill Þorri á að hefja starf sem nýr sviðsstjóri í september. 9. ágúst 2024 13:54 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Fjögur sóttu um embætti yfirdýralæknis Fjórir sóttu um starf yfirdýralæknis. Það eru þau Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir, Egill Þorri Steingrímsson, dýralæknir, Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir og Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir. Öll starfa þau hjá Matvælastofnun. Egill Þorri á að hefja starf sem nýr sviðsstjóri í september. 9. ágúst 2024 13:54