Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltinguu Lovísa Arnardóttir skrifar 3. október 2024 09:57 Ráðherra og formaður stjórnar Almannaróms undirrita samning. Stjórnarráðið Menningar- og viðskiptaráðherra skrifaði í gær undir nýjan samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027. Almannarómur var eini aðilinn sem lýsti yfir áhuga á verkefninu. Á vef ráðuneytisins kemur fram að samningurinn er byggður á grundvelli markaðskönnunar sem Ríkiskaup framkvæmdu fyrir ráðuneytið í byrjun mánaðar. Almannarómur fór einnig fyrir framkvæmd Máltækniáætlunar 1, fyrir hönd ráðuneytisins á árunum 2019 til 2023. Almannarómur mun þannig halda utan um framkvæmd Máltækniáætlunar 2 fyrir hönd ráðuneytisins og vinnur markvisst að því að tryggja að íslensk tunga verði gjaldgeng í öllum samskiptum sem byggja á tölvu- og upplýsingatækni. Samningurinn er til þriggja ára og fylgir meðal annars eftir viðhaldi á þeim máltækniinnviðum sem smíðaðir voru undir fyrri máltækniáætlun stjórnvalda og hrint í framkvæmd með Máltækniáætlun 2. Þar að auki mun Almannarómur áfram vinna að kynningu á íslenskum máltæknilausnum fyrir almenning og atvinnulífið og stuðla að aukinni notkun þeirra. Stjórn Almannaróms skrifaði undir samning til þriggja ára í vikunni. Snævar Ívarsson, Björgvin Ingi Ólafsson,Lilja Dögg Jónsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms, Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra, Halldór Benjamín Þorbergsson formaður stjórnar, Sverrir Norland og Magga Dóra Ragnarsdóttir.Stjórnarráðið „Það gleður mig mjög að búið sé að tryggja Almannarómi traustan rekstrargrundvöll til næstu ára svo að öll sú kraftmikla máltæknivinna sem hafin er geti haldið ótrauð áfram. Þessi vinna snýst ekki aðeins um að við getum notað helstu forrit og tækni á okkar eigin tungumáli, heldur erum við líka að byggja brú á milli kynslóða. Tungumálið okkar er gersemi sem hefur varðveist í 1000 ár og er nú hluti af þróunarvinnu stærstu tæknirisa heims sem skilar sér í að tækninýjungar verða aðgengilegar fleirum en þeim sem eru færir í ensku og varðveitir um leið tungumálið okkar og eykur orðaforða,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningu um málið. Mikið hagsmunamál Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður stjórnar Almannaróms, segir íslenska tungu ekki mega gleymast þó tækninni fleygi fram. „Það er mikilsvert hagsmunamál fyrir almenning, stofnanir og fyrirtæki að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltingu, þannig að á íslensku megi áfram alltaf finna svar. Að öðrum kosti förum við á mis við þau tækifæri sem í tækniframförum felast og eigum um leið á hættu að glata móðurmálinu,“ segir Halldór Benjamín. Í tilkynningu kemur enn fremur fram að önnur máltækniáætlun Íslands sé formlega komin í gagnið með samningnum. Á næstu vikum verður stórum verkþáttum í áætluninni komið í framkvæmd. Ráðuneytið og Almannarómur munu í kjölfarið semja við framkvæmdaaðila um ný innviðaverkefni fyrir íslenska máltækni auk þess sem nýir innleiðingar- og hagnýtingastyrkir í máltækni verða auglýstir von bráðar með það að markmiði að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að bjóða upp á tæknilega þjónustu sína á íslensku. „Við tökum þessu stóra verkefni fagnandi. Framfarir á sviði máltækni síðastliðin ár hafa verið undraverðar og undirstrikað svo um munar mikilvægi þess íslenskunni sé haldið á lofti í heimi tækninnar. Tungumálið okkar er smátt og þess vegna gerist þetta ekki af sjálfu sér. Við þurfum að tryggja að íslenskan sé tilbúin fyrir tæknina og að tækni sem talar og skilur íslensku verði aðgengileg þeim sem vilja,“ segir Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms. Nýr leiðarvísir Í tilkynningu stjórnarráðsins segir enn fremur að í síðustu viku hafi ráðuneytið, í samstarfi við gervigreindar- og máltæknifyrirtækið Miðeind og Almannaróm, gefið út leiðarvísi sem ber heitið Íslenska-nálgunin: Hvernig stuðla má að fjölbreytni tungumála og menningar á sviði gervigreindar. Íslenska-nálgunin var kynnt tæknisamfélaginu á málþingi Open AI sem haldin var í tilefni af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Inntak málþingsins var að setja áherslu á að leysa flókin samfélagsvandamál með hjálp gervigreindar og stuðla þannig að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. „Við erum að ná árangri og með þessum samningi tryggjum við áframhaldandi sókn fyrir tungumálið á stafrænum vettvangi. Almannarómur hefur unnið gríðarlega mikilvægt starf fyrir íslensku þjóðina síðustu ár. Þetta hefur birtist meðal annars í samstarfi Íslands við OpenAI, um að gera íslenskuna aðgengilega í ChatGPT, sem stofnunin hefur tekið virkan þátt í auk alls þess árangurs sem hefur náðst í íslenskri máltækni,“ segir Lilja Dögg. Íslensk tunga Tækni Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Guðrún hjálpar Microsoft Edge að tala íslensku Íslenskum talgervli hefur verið bætt við Microsoft Edge vafrann sem les nú upp íslenskan texta. Vonast er til að nýja virknin muni meðal annars gagnast blindum, sjónskertum og nemendum sem kjósa að hlusta á námsefni. 11. febrúar 2022 13:25 Álfur og Diljá hefja upp raust sína Nýju íslensku talgervlarnir Álfur og Diljá hafa nú litið dagsins ljós en verkefnið er hluti af umfangsmikilli máltækniáætlun stjórnvalda. Talgervlar breyta texta í talað mál og voru 48 mannsraddir teknar upp við þróun nýju máltæknilausnanna. 17. nóvember 2021 11:31 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Á vef ráðuneytisins kemur fram að samningurinn er byggður á grundvelli markaðskönnunar sem Ríkiskaup framkvæmdu fyrir ráðuneytið í byrjun mánaðar. Almannarómur fór einnig fyrir framkvæmd Máltækniáætlunar 1, fyrir hönd ráðuneytisins á árunum 2019 til 2023. Almannarómur mun þannig halda utan um framkvæmd Máltækniáætlunar 2 fyrir hönd ráðuneytisins og vinnur markvisst að því að tryggja að íslensk tunga verði gjaldgeng í öllum samskiptum sem byggja á tölvu- og upplýsingatækni. Samningurinn er til þriggja ára og fylgir meðal annars eftir viðhaldi á þeim máltækniinnviðum sem smíðaðir voru undir fyrri máltækniáætlun stjórnvalda og hrint í framkvæmd með Máltækniáætlun 2. Þar að auki mun Almannarómur áfram vinna að kynningu á íslenskum máltæknilausnum fyrir almenning og atvinnulífið og stuðla að aukinni notkun þeirra. Stjórn Almannaróms skrifaði undir samning til þriggja ára í vikunni. Snævar Ívarsson, Björgvin Ingi Ólafsson,Lilja Dögg Jónsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms, Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra, Halldór Benjamín Þorbergsson formaður stjórnar, Sverrir Norland og Magga Dóra Ragnarsdóttir.Stjórnarráðið „Það gleður mig mjög að búið sé að tryggja Almannarómi traustan rekstrargrundvöll til næstu ára svo að öll sú kraftmikla máltæknivinna sem hafin er geti haldið ótrauð áfram. Þessi vinna snýst ekki aðeins um að við getum notað helstu forrit og tækni á okkar eigin tungumáli, heldur erum við líka að byggja brú á milli kynslóða. Tungumálið okkar er gersemi sem hefur varðveist í 1000 ár og er nú hluti af þróunarvinnu stærstu tæknirisa heims sem skilar sér í að tækninýjungar verða aðgengilegar fleirum en þeim sem eru færir í ensku og varðveitir um leið tungumálið okkar og eykur orðaforða,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningu um málið. Mikið hagsmunamál Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður stjórnar Almannaróms, segir íslenska tungu ekki mega gleymast þó tækninni fleygi fram. „Það er mikilsvert hagsmunamál fyrir almenning, stofnanir og fyrirtæki að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltingu, þannig að á íslensku megi áfram alltaf finna svar. Að öðrum kosti förum við á mis við þau tækifæri sem í tækniframförum felast og eigum um leið á hættu að glata móðurmálinu,“ segir Halldór Benjamín. Í tilkynningu kemur enn fremur fram að önnur máltækniáætlun Íslands sé formlega komin í gagnið með samningnum. Á næstu vikum verður stórum verkþáttum í áætluninni komið í framkvæmd. Ráðuneytið og Almannarómur munu í kjölfarið semja við framkvæmdaaðila um ný innviðaverkefni fyrir íslenska máltækni auk þess sem nýir innleiðingar- og hagnýtingastyrkir í máltækni verða auglýstir von bráðar með það að markmiði að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að bjóða upp á tæknilega þjónustu sína á íslensku. „Við tökum þessu stóra verkefni fagnandi. Framfarir á sviði máltækni síðastliðin ár hafa verið undraverðar og undirstrikað svo um munar mikilvægi þess íslenskunni sé haldið á lofti í heimi tækninnar. Tungumálið okkar er smátt og þess vegna gerist þetta ekki af sjálfu sér. Við þurfum að tryggja að íslenskan sé tilbúin fyrir tæknina og að tækni sem talar og skilur íslensku verði aðgengileg þeim sem vilja,“ segir Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms. Nýr leiðarvísir Í tilkynningu stjórnarráðsins segir enn fremur að í síðustu viku hafi ráðuneytið, í samstarfi við gervigreindar- og máltæknifyrirtækið Miðeind og Almannaróm, gefið út leiðarvísi sem ber heitið Íslenska-nálgunin: Hvernig stuðla má að fjölbreytni tungumála og menningar á sviði gervigreindar. Íslenska-nálgunin var kynnt tæknisamfélaginu á málþingi Open AI sem haldin var í tilefni af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Inntak málþingsins var að setja áherslu á að leysa flókin samfélagsvandamál með hjálp gervigreindar og stuðla þannig að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. „Við erum að ná árangri og með þessum samningi tryggjum við áframhaldandi sókn fyrir tungumálið á stafrænum vettvangi. Almannarómur hefur unnið gríðarlega mikilvægt starf fyrir íslensku þjóðina síðustu ár. Þetta hefur birtist meðal annars í samstarfi Íslands við OpenAI, um að gera íslenskuna aðgengilega í ChatGPT, sem stofnunin hefur tekið virkan þátt í auk alls þess árangurs sem hefur náðst í íslenskri máltækni,“ segir Lilja Dögg.
Íslensk tunga Tækni Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Guðrún hjálpar Microsoft Edge að tala íslensku Íslenskum talgervli hefur verið bætt við Microsoft Edge vafrann sem les nú upp íslenskan texta. Vonast er til að nýja virknin muni meðal annars gagnast blindum, sjónskertum og nemendum sem kjósa að hlusta á námsefni. 11. febrúar 2022 13:25 Álfur og Diljá hefja upp raust sína Nýju íslensku talgervlarnir Álfur og Diljá hafa nú litið dagsins ljós en verkefnið er hluti af umfangsmikilli máltækniáætlun stjórnvalda. Talgervlar breyta texta í talað mál og voru 48 mannsraddir teknar upp við þróun nýju máltæknilausnanna. 17. nóvember 2021 11:31 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Guðrún hjálpar Microsoft Edge að tala íslensku Íslenskum talgervli hefur verið bætt við Microsoft Edge vafrann sem les nú upp íslenskan texta. Vonast er til að nýja virknin muni meðal annars gagnast blindum, sjónskertum og nemendum sem kjósa að hlusta á námsefni. 11. febrúar 2022 13:25
Álfur og Diljá hefja upp raust sína Nýju íslensku talgervlarnir Álfur og Diljá hafa nú litið dagsins ljós en verkefnið er hluti af umfangsmikilli máltækniáætlun stjórnvalda. Talgervlar breyta texta í talað mál og voru 48 mannsraddir teknar upp við þróun nýju máltæknilausnanna. 17. nóvember 2021 11:31