Mikilvægt að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltingu Lovísa Arnardóttir skrifar 3. október 2024 09:57 Ráðherra og formaður stjórnar Almannaróms undirrita samning. Stjórnarráðið Menningar- og viðskiptaráðherra skrifaði í gær undir nýjan samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um að gegna hlutverki miðstöðvar máltækni á Íslandi til ársins 2027. Almannarómur var eini aðilinn sem lýsti yfir áhuga á verkefninu. Á vef ráðuneytisins kemur fram að samningurinn er byggður á grundvelli markaðskönnunar sem Ríkiskaup framkvæmdu fyrir ráðuneytið í byrjun mánaðar. Almannarómur fór einnig fyrir framkvæmd Máltækniáætlunar 1, fyrir hönd ráðuneytisins á árunum 2019 til 2023. Almannarómur mun þannig halda utan um framkvæmd Máltækniáætlunar 2 fyrir hönd ráðuneytisins og vinnur markvisst að því að tryggja að íslensk tunga verði gjaldgeng í öllum samskiptum sem byggja á tölvu- og upplýsingatækni. Samningurinn er til þriggja ára og fylgir meðal annars eftir viðhaldi á þeim máltækniinnviðum sem smíðaðir voru undir fyrri máltækniáætlun stjórnvalda og hrint í framkvæmd með Máltækniáætlun 2. Þar að auki mun Almannarómur áfram vinna að kynningu á íslenskum máltæknilausnum fyrir almenning og atvinnulífið og stuðla að aukinni notkun þeirra. Stjórn Almannaróms skrifaði undir samning til þriggja ára í vikunni. Snævar Ívarsson, Björgvin Ingi Ólafsson,Lilja Dögg Jónsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms, Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra, Halldór Benjamín Þorbergsson formaður stjórnar, Sverrir Norland og Magga Dóra Ragnarsdóttir.Stjórnarráðið „Það gleður mig mjög að búið sé að tryggja Almannarómi traustan rekstrargrundvöll til næstu ára svo að öll sú kraftmikla máltæknivinna sem hafin er geti haldið ótrauð áfram. Þessi vinna snýst ekki aðeins um að við getum notað helstu forrit og tækni á okkar eigin tungumáli, heldur erum við líka að byggja brú á milli kynslóða. Tungumálið okkar er gersemi sem hefur varðveist í 1000 ár og er nú hluti af þróunarvinnu stærstu tæknirisa heims sem skilar sér í að tækninýjungar verða aðgengilegar fleirum en þeim sem eru færir í ensku og varðveitir um leið tungumálið okkar og eykur orðaforða,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningu um málið. Mikið hagsmunamál Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður stjórnar Almannaróms, segir íslenska tungu ekki mega gleymast þó tækninni fleygi fram. „Það er mikilsvert hagsmunamál fyrir almenning, stofnanir og fyrirtæki að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltingu, þannig að á íslensku megi áfram alltaf finna svar. Að öðrum kosti förum við á mis við þau tækifæri sem í tækniframförum felast og eigum um leið á hættu að glata móðurmálinu,“ segir Halldór Benjamín. Í tilkynningu kemur enn fremur fram að önnur máltækniáætlun Íslands sé formlega komin í gagnið með samningnum. Á næstu vikum verður stórum verkþáttum í áætluninni komið í framkvæmd. Ráðuneytið og Almannarómur munu í kjölfarið semja við framkvæmdaaðila um ný innviðaverkefni fyrir íslenska máltækni auk þess sem nýir innleiðingar- og hagnýtingastyrkir í máltækni verða auglýstir von bráðar með það að markmiði að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að bjóða upp á tæknilega þjónustu sína á íslensku. „Við tökum þessu stóra verkefni fagnandi. Framfarir á sviði máltækni síðastliðin ár hafa verið undraverðar og undirstrikað svo um munar mikilvægi þess íslenskunni sé haldið á lofti í heimi tækninnar. Tungumálið okkar er smátt og þess vegna gerist þetta ekki af sjálfu sér. Við þurfum að tryggja að íslenskan sé tilbúin fyrir tæknina og að tækni sem talar og skilur íslensku verði aðgengileg þeim sem vilja,“ segir Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms. Nýr leiðarvísir Í tilkynningu stjórnarráðsins segir enn fremur að í síðustu viku hafi ráðuneytið, í samstarfi við gervigreindar- og máltæknifyrirtækið Miðeind og Almannaróm, gefið út leiðarvísi sem ber heitið Íslenska-nálgunin: Hvernig stuðla má að fjölbreytni tungumála og menningar á sviði gervigreindar. Íslenska-nálgunin var kynnt tæknisamfélaginu á málþingi Open AI sem haldin var í tilefni af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Inntak málþingsins var að setja áherslu á að leysa flókin samfélagsvandamál með hjálp gervigreindar og stuðla þannig að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. „Við erum að ná árangri og með þessum samningi tryggjum við áframhaldandi sókn fyrir tungumálið á stafrænum vettvangi. Almannarómur hefur unnið gríðarlega mikilvægt starf fyrir íslensku þjóðina síðustu ár. Þetta hefur birtist meðal annars í samstarfi Íslands við OpenAI, um að gera íslenskuna aðgengilega í ChatGPT, sem stofnunin hefur tekið virkan þátt í auk alls þess árangurs sem hefur náðst í íslenskri máltækni,“ segir Lilja Dögg. Íslensk tunga Tækni Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Máltækni Tengdar fréttir Guðrún hjálpar Microsoft Edge að tala íslensku Íslenskum talgervli hefur verið bætt við Microsoft Edge vafrann sem les nú upp íslenskan texta. Vonast er til að nýja virknin muni meðal annars gagnast blindum, sjónskertum og nemendum sem kjósa að hlusta á námsefni. 11. febrúar 2022 13:25 Álfur og Diljá hefja upp raust sína Nýju íslensku talgervlarnir Álfur og Diljá hafa nú litið dagsins ljós en verkefnið er hluti af umfangsmikilli máltækniáætlun stjórnvalda. Talgervlar breyta texta í talað mál og voru 48 mannsraddir teknar upp við þróun nýju máltæknilausnanna. 17. nóvember 2021 11:31 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Á vef ráðuneytisins kemur fram að samningurinn er byggður á grundvelli markaðskönnunar sem Ríkiskaup framkvæmdu fyrir ráðuneytið í byrjun mánaðar. Almannarómur fór einnig fyrir framkvæmd Máltækniáætlunar 1, fyrir hönd ráðuneytisins á árunum 2019 til 2023. Almannarómur mun þannig halda utan um framkvæmd Máltækniáætlunar 2 fyrir hönd ráðuneytisins og vinnur markvisst að því að tryggja að íslensk tunga verði gjaldgeng í öllum samskiptum sem byggja á tölvu- og upplýsingatækni. Samningurinn er til þriggja ára og fylgir meðal annars eftir viðhaldi á þeim máltækniinnviðum sem smíðaðir voru undir fyrri máltækniáætlun stjórnvalda og hrint í framkvæmd með Máltækniáætlun 2. Þar að auki mun Almannarómur áfram vinna að kynningu á íslenskum máltæknilausnum fyrir almenning og atvinnulífið og stuðla að aukinni notkun þeirra. Stjórn Almannaróms skrifaði undir samning til þriggja ára í vikunni. Snævar Ívarsson, Björgvin Ingi Ólafsson,Lilja Dögg Jónsdóttir framkvæmdastjóri Almannaróms, Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra, Halldór Benjamín Þorbergsson formaður stjórnar, Sverrir Norland og Magga Dóra Ragnarsdóttir.Stjórnarráðið „Það gleður mig mjög að búið sé að tryggja Almannarómi traustan rekstrargrundvöll til næstu ára svo að öll sú kraftmikla máltæknivinna sem hafin er geti haldið ótrauð áfram. Þessi vinna snýst ekki aðeins um að við getum notað helstu forrit og tækni á okkar eigin tungumáli, heldur erum við líka að byggja brú á milli kynslóða. Tungumálið okkar er gersemi sem hefur varðveist í 1000 ár og er nú hluti af þróunarvinnu stærstu tæknirisa heims sem skilar sér í að tækninýjungar verða aðgengilegar fleirum en þeim sem eru færir í ensku og varðveitir um leið tungumálið okkar og eykur orðaforða,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningu um málið. Mikið hagsmunamál Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður stjórnar Almannaróms, segir íslenska tungu ekki mega gleymast þó tækninni fleygi fram. „Það er mikilsvert hagsmunamál fyrir almenning, stofnanir og fyrirtæki að íslenskan sé hluti af hverri tæknibyltingu, þannig að á íslensku megi áfram alltaf finna svar. Að öðrum kosti förum við á mis við þau tækifæri sem í tækniframförum felast og eigum um leið á hættu að glata móðurmálinu,“ segir Halldór Benjamín. Í tilkynningu kemur enn fremur fram að önnur máltækniáætlun Íslands sé formlega komin í gagnið með samningnum. Á næstu vikum verður stórum verkþáttum í áætluninni komið í framkvæmd. Ráðuneytið og Almannarómur munu í kjölfarið semja við framkvæmdaaðila um ný innviðaverkefni fyrir íslenska máltækni auk þess sem nýir innleiðingar- og hagnýtingastyrkir í máltækni verða auglýstir von bráðar með það að markmiði að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að bjóða upp á tæknilega þjónustu sína á íslensku. „Við tökum þessu stóra verkefni fagnandi. Framfarir á sviði máltækni síðastliðin ár hafa verið undraverðar og undirstrikað svo um munar mikilvægi þess íslenskunni sé haldið á lofti í heimi tækninnar. Tungumálið okkar er smátt og þess vegna gerist þetta ekki af sjálfu sér. Við þurfum að tryggja að íslenskan sé tilbúin fyrir tæknina og að tækni sem talar og skilur íslensku verði aðgengileg þeim sem vilja,“ segir Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms. Nýr leiðarvísir Í tilkynningu stjórnarráðsins segir enn fremur að í síðustu viku hafi ráðuneytið, í samstarfi við gervigreindar- og máltæknifyrirtækið Miðeind og Almannaróm, gefið út leiðarvísi sem ber heitið Íslenska-nálgunin: Hvernig stuðla má að fjölbreytni tungumála og menningar á sviði gervigreindar. Íslenska-nálgunin var kynnt tæknisamfélaginu á málþingi Open AI sem haldin var í tilefni af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Inntak málþingsins var að setja áherslu á að leysa flókin samfélagsvandamál með hjálp gervigreindar og stuðla þannig að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. „Við erum að ná árangri og með þessum samningi tryggjum við áframhaldandi sókn fyrir tungumálið á stafrænum vettvangi. Almannarómur hefur unnið gríðarlega mikilvægt starf fyrir íslensku þjóðina síðustu ár. Þetta hefur birtist meðal annars í samstarfi Íslands við OpenAI, um að gera íslenskuna aðgengilega í ChatGPT, sem stofnunin hefur tekið virkan þátt í auk alls þess árangurs sem hefur náðst í íslenskri máltækni,“ segir Lilja Dögg.
Íslensk tunga Tækni Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Máltækni Tengdar fréttir Guðrún hjálpar Microsoft Edge að tala íslensku Íslenskum talgervli hefur verið bætt við Microsoft Edge vafrann sem les nú upp íslenskan texta. Vonast er til að nýja virknin muni meðal annars gagnast blindum, sjónskertum og nemendum sem kjósa að hlusta á námsefni. 11. febrúar 2022 13:25 Álfur og Diljá hefja upp raust sína Nýju íslensku talgervlarnir Álfur og Diljá hafa nú litið dagsins ljós en verkefnið er hluti af umfangsmikilli máltækniáætlun stjórnvalda. Talgervlar breyta texta í talað mál og voru 48 mannsraddir teknar upp við þróun nýju máltæknilausnanna. 17. nóvember 2021 11:31 Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
Guðrún hjálpar Microsoft Edge að tala íslensku Íslenskum talgervli hefur verið bætt við Microsoft Edge vafrann sem les nú upp íslenskan texta. Vonast er til að nýja virknin muni meðal annars gagnast blindum, sjónskertum og nemendum sem kjósa að hlusta á námsefni. 11. febrúar 2022 13:25
Álfur og Diljá hefja upp raust sína Nýju íslensku talgervlarnir Álfur og Diljá hafa nú litið dagsins ljós en verkefnið er hluti af umfangsmikilli máltækniáætlun stjórnvalda. Talgervlar breyta texta í talað mál og voru 48 mannsraddir teknar upp við þróun nýju máltæknilausnanna. 17. nóvember 2021 11:31