„Hann er klárlega magnaður þjálfari“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. október 2024 16:45 Mac Allister ber þjálfaranum Slot vel söguna. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Alexis Mac Allister, leikmaður Liverpool, vildi lítið blanda sér í umræðuna um álag á knattspyrnumenn á efsta stigi. Sú umræða hefur verið hávær undanfarnar vikur. Hann hrósar þjálfara sínum þá í hástert. Rodri, leikmaður Manchester City, hefur verið hvað háværastur í ákalli leikmanna eftir minna leikjaálagi. Það hefur aukist í Meistaradeild Evrópu með nýju fyrirkomulagi í ár og er fylgjandi þeirri þróun að leikjum sé fjölgað á hæsta stigi. Mac Allister var spurður út í þau mál á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool við Bologna í Meistaradeildinni í kvöld. „Ég held að það sé ekki miklu við að bæta. Það sem ég get sagt er að við elskum að spila fótbolta. Og já, við erum þreyttir og álagið er mikið,“ segir Mac Allister. Helst vilji leikmenn fá sæti við borðið og að á þá sé hlustað við ákvörðunartöku. „Fyrst og fremst held ég að það sé þörf á frekara samtali milli hagsmunaaðila; leikmanna, þjálfara og allra. Ég held að það sé eina leiðin fram á við og líklega það eina sem leikmenn eru að biðja um.“ Ánægður með Slot Mac Allister hefur líkt og aðrir leikmenn Liverpool í nægu að snúast þessa dagana í bæði deild og bikarkeppnum. Nýr þjálfari Liverpool, Arne Slot, beri sig vel við þær aðstæður. „Þegar er svona stutt á milli leikja er strembnara að undirbúa leikina eins vel og við viljum. En hann er klárlega magnaður þjálfari. Maður sér það á því hvernig hann hefur talað frá því á fyrsta degi,“ „Við erum á réttri leið en getum enn bætt okkur,“ segir Mac Allister. Leikur Liverpool og Bologna er klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á Stöð 2 Sport 2 verður Meistaradeildarmessan í beinni þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Albert Brynjar Ingason munu fylgja öllum leikjum kvöldsins eftir samtímis. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Rodri, leikmaður Manchester City, hefur verið hvað háværastur í ákalli leikmanna eftir minna leikjaálagi. Það hefur aukist í Meistaradeild Evrópu með nýju fyrirkomulagi í ár og er fylgjandi þeirri þróun að leikjum sé fjölgað á hæsta stigi. Mac Allister var spurður út í þau mál á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool við Bologna í Meistaradeildinni í kvöld. „Ég held að það sé ekki miklu við að bæta. Það sem ég get sagt er að við elskum að spila fótbolta. Og já, við erum þreyttir og álagið er mikið,“ segir Mac Allister. Helst vilji leikmenn fá sæti við borðið og að á þá sé hlustað við ákvörðunartöku. „Fyrst og fremst held ég að það sé þörf á frekara samtali milli hagsmunaaðila; leikmanna, þjálfara og allra. Ég held að það sé eina leiðin fram á við og líklega það eina sem leikmenn eru að biðja um.“ Ánægður með Slot Mac Allister hefur líkt og aðrir leikmenn Liverpool í nægu að snúast þessa dagana í bæði deild og bikarkeppnum. Nýr þjálfari Liverpool, Arne Slot, beri sig vel við þær aðstæður. „Þegar er svona stutt á milli leikja er strembnara að undirbúa leikina eins vel og við viljum. En hann er klárlega magnaður þjálfari. Maður sér það á því hvernig hann hefur talað frá því á fyrsta degi,“ „Við erum á réttri leið en getum enn bætt okkur,“ segir Mac Allister. Leikur Liverpool og Bologna er klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á Stöð 2 Sport 2 verður Meistaradeildarmessan í beinni þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Albert Brynjar Ingason munu fylgja öllum leikjum kvöldsins eftir samtímis.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira