Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Árni Sæberg skrifar 2. október 2024 16:57 Þessir hundar eru á hundanámskeiði, ekki því sem hér um ræðir samt. Apple tree house/getty Kona sem hætti á námskeiði fyrir hunda og eigendur þeirra fær endurgreitt fyrir þann hluta námskeiðsins sem eftir var þegar hún hætti. Konan hætti vegna þess að henni misbauð meðferð hundaþjálfarans á hundunum. Í úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa segir að konan hafi skráð sig á grunnnámskeið fyrir hunda hjá hundaþjálfaranum og greitt 65 þúsund krónur fyrir námskeiðið með millifærslu á bankareikning þjálfarans þann 26. febrúar 2024. Í kvörtun hafi komið fram að henni hafi misboðið meðferð þjálfarans á hundunum og hafi tekið ákvörðun eftir þriðja tímann að mæta ekki oftar. Konan hafi vísa til þess að þjálfarinn hafi beitt aðferðum sem voru til þess fallnar að valda þjáningu og hræðslu hjá hundunum. Konan hafi sent skilaboð á þjálfarann, sem er einnig kona, og tjá henni að hún myndi ekki mæta aftur en þjálfarinn hafi einnig tekið hana út af vefsvæði námskeiðsins þar sem kennslumyndbönd sem fylgdu með námskeiðinu var að finna. Í kjölfarið hafi konan óskað eftir því við þjálfarann að fá að hlusta á kennslumyndböndin, enda hafi hún verið búin að greiða fyrir námskeiðið. Þurfti að „hasta á“ hundinn Konan hafi byggt á því að hún hafi ekki mætt í sjö tíma af tíu auk þess sem hún hafi ekki getað nýtt sér fræðsluefni eða kennslumyndbönd fyrir þá tíma. Konan hafi gert kröfu um fulla endurgreiðslu og vísað til þess að hún hafi ekki getað nýtt sér þá fræðslu sem hún hafi greitt fyrir auk þess sem þjónustan hafi ekki verið í samræmi við lýsingar þjálfarans á námskeiðinu eða aðferðum sem er beitt við meðferð dýranna. Þjálfarinn hafi vísað til þess að í fimmta tíma námskeiðsins hafi hún notað hund konunnar í sýnikennslu, eftir boð frá henni. Konan hafi lýst hundinum sínum sem óþægum og viljað því aðstoð. Þjálfarinn hafi kveðist hafa þurft að „hasta á hann“ en hundurinn hafi í kjölfarið verið mjög þægur. Konan hafi tekið brosandi á móti hundinum. Kvartaði undan þjálfaranum á Facebook Að tímanum loknum hafi konan birt færslu um þjálfarann á fjölmennum Facebook-hópi. Þjálfarinn hafi kveðist hafa fjarlægt konuna af vefsvæði námskeiðsins eftir að hún tjáði henni að hún myndi ekki mæta aftur og bent á að fyrirlestrarnir séu eingöngu fyrir fólk sem mæti í verklegu tímana. Loks hafi þjálfarinn bent á að á blaði sem þátttakendur fái afhent í fyrsta tíma námskeiðsins komi fram að námskeið sé selt í heilu lagi og að fólk komi á eigin ábyrgð. Þá standi á töflu uppi á vegg í námskeiðinu: „ef þú ert ekki tilbúin í eitthvað segir þú bara pass“. Þjálfarinn hafi vísað til þess að hún hafi yfir 40 ára reynslu af þjálfun hunda. Konan hafi hafnað því að hafa boðið þjálfaranum að nota hund sinn í sýnikennslu og ítrekað að þjálfarinn hafi beitt hundinn ofbeldi. Þá hafi konan á að hún hafi ekki mætt í fimmta tíma en umrætt atvik hafi átt sér stað í fjórða tíma námskeiðsins. Ófrávíkjanlegar reglur um afpöntun Í úrskurði kærunefndarinnar eru ófrávíkjanleg ákvæði laga um neytendasamninga reifuð. Þar segir meðal annars að neytandi hafi fjórtán daga frest til að falla frá fjarsölusamningi samkvæmt lögunum og þurfi ekki að tilgreina neina ástæðu fyrir ákvörðun sinni um að falla frá samningi. Þá segir einnig að hafi seljandi ekki veitt neytanda upplýsingar um rétt til að falla frá samningi, í samræmi við framangreint ákvæði, renni réttur neytanda til að falla frá samningi út tólf mánuðum eftir að upphaflega frestinum lýkur. Þar sem konan hafi ekki verið upplýst um réttinn til að falla frá samningi hafi henni verið heimilt að falla frá samningnum þremur vikum eftir að hann var gerður. Þar sem námskeiðið hafi verið hálfnað þegar konan skráði sig úr því bæri þjálfaranum að endurgreiða henni helming gjaldsins, 32.500 krónur. Hundar Dýr Neytendur Gæludýr Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Í úrskurði Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa segir að konan hafi skráð sig á grunnnámskeið fyrir hunda hjá hundaþjálfaranum og greitt 65 þúsund krónur fyrir námskeiðið með millifærslu á bankareikning þjálfarans þann 26. febrúar 2024. Í kvörtun hafi komið fram að henni hafi misboðið meðferð þjálfarans á hundunum og hafi tekið ákvörðun eftir þriðja tímann að mæta ekki oftar. Konan hafi vísa til þess að þjálfarinn hafi beitt aðferðum sem voru til þess fallnar að valda þjáningu og hræðslu hjá hundunum. Konan hafi sent skilaboð á þjálfarann, sem er einnig kona, og tjá henni að hún myndi ekki mæta aftur en þjálfarinn hafi einnig tekið hana út af vefsvæði námskeiðsins þar sem kennslumyndbönd sem fylgdu með námskeiðinu var að finna. Í kjölfarið hafi konan óskað eftir því við þjálfarann að fá að hlusta á kennslumyndböndin, enda hafi hún verið búin að greiða fyrir námskeiðið. Þurfti að „hasta á“ hundinn Konan hafi byggt á því að hún hafi ekki mætt í sjö tíma af tíu auk þess sem hún hafi ekki getað nýtt sér fræðsluefni eða kennslumyndbönd fyrir þá tíma. Konan hafi gert kröfu um fulla endurgreiðslu og vísað til þess að hún hafi ekki getað nýtt sér þá fræðslu sem hún hafi greitt fyrir auk þess sem þjónustan hafi ekki verið í samræmi við lýsingar þjálfarans á námskeiðinu eða aðferðum sem er beitt við meðferð dýranna. Þjálfarinn hafi vísað til þess að í fimmta tíma námskeiðsins hafi hún notað hund konunnar í sýnikennslu, eftir boð frá henni. Konan hafi lýst hundinum sínum sem óþægum og viljað því aðstoð. Þjálfarinn hafi kveðist hafa þurft að „hasta á hann“ en hundurinn hafi í kjölfarið verið mjög þægur. Konan hafi tekið brosandi á móti hundinum. Kvartaði undan þjálfaranum á Facebook Að tímanum loknum hafi konan birt færslu um þjálfarann á fjölmennum Facebook-hópi. Þjálfarinn hafi kveðist hafa fjarlægt konuna af vefsvæði námskeiðsins eftir að hún tjáði henni að hún myndi ekki mæta aftur og bent á að fyrirlestrarnir séu eingöngu fyrir fólk sem mæti í verklegu tímana. Loks hafi þjálfarinn bent á að á blaði sem þátttakendur fái afhent í fyrsta tíma námskeiðsins komi fram að námskeið sé selt í heilu lagi og að fólk komi á eigin ábyrgð. Þá standi á töflu uppi á vegg í námskeiðinu: „ef þú ert ekki tilbúin í eitthvað segir þú bara pass“. Þjálfarinn hafi vísað til þess að hún hafi yfir 40 ára reynslu af þjálfun hunda. Konan hafi hafnað því að hafa boðið þjálfaranum að nota hund sinn í sýnikennslu og ítrekað að þjálfarinn hafi beitt hundinn ofbeldi. Þá hafi konan á að hún hafi ekki mætt í fimmta tíma en umrætt atvik hafi átt sér stað í fjórða tíma námskeiðsins. Ófrávíkjanlegar reglur um afpöntun Í úrskurði kærunefndarinnar eru ófrávíkjanleg ákvæði laga um neytendasamninga reifuð. Þar segir meðal annars að neytandi hafi fjórtán daga frest til að falla frá fjarsölusamningi samkvæmt lögunum og þurfi ekki að tilgreina neina ástæðu fyrir ákvörðun sinni um að falla frá samningi. Þá segir einnig að hafi seljandi ekki veitt neytanda upplýsingar um rétt til að falla frá samningi, í samræmi við framangreint ákvæði, renni réttur neytanda til að falla frá samningi út tólf mánuðum eftir að upphaflega frestinum lýkur. Þar sem konan hafi ekki verið upplýst um réttinn til að falla frá samningi hafi henni verið heimilt að falla frá samningnum þremur vikum eftir að hann var gerður. Þar sem námskeiðið hafi verið hálfnað þegar konan skráði sig úr því bæri þjálfaranum að endurgreiða henni helming gjaldsins, 32.500 krónur.
Hundar Dýr Neytendur Gæludýr Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira