Metóánægja með ríkisstjórnina en enn færri ánægðir með stjórnarandstöðuna Kjartan Kjartansson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 2. október 2024 14:58 Þingmenn ganga úr Alþingishúsinu við þingsetningu. Svarendur í könnun Maskínu virðast meira eða minna fúlir með þá alla. Vísir/Vilhelm Aðeins tæp fjórtán prósent aðspurðra segjast vera ánægð með störf ríkisstjórarinnar í nýrri könnun Maskínu og hefur hlutfallið aldrei mælst lægra. Enn færri segjast ánægðir með stjórnarandstöðuna en töluvert færri eru óánægðir með hana en ríkisstjórnina. Óvinsældir ríkisstjórnarinnar aukast enn frá síðustu mælingu en þá sögðust sextán prósent ánægð með störf hennar. Nú segjast rétt rúm sextíu prósent vera óánægð með ríkisstjórnina og 26 prósent telja frammistöðu hennar í meðallagi. Fremur lítill munur er á viðhorfi fólks eftir aldri, en ánægjan eykst nokkuð eftir því sem fólk eldist. Ef litið er til þess hvaða flokk fólk segist ætla að kjósa í næstu kosningum er ánægjan mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, eða um fimmtíu prósent og nokkuð minni hjá kjósendum hinna stjórnarflokkanna, tveggja eða um þrjátíu prósent. Fjórðungur kjósenda Framsóknarflokksins er óánægður með ríkisstjórnina og rúmur fjórðungur kjósenda VG. Kjósendur Sósíalista eru síðan óánægðastir með ríkisstjórnina og þar á eftir koma píratar, miðflokksmenn, kjósendur Samfylkingarinnar og Flokks fólksins. Vinsældir stjórnarandstöðunnar almennt eru enn minni en ríkisstjórnarinnar. Aðeins rúm tólf prósent svarenda segjast ánægðir með störf stjórnarandstöðunnar, 40,8 prósent eru óánægð og 47 prósent segja störf hennar í meðallagi. Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei mælst minna Samfylkingin mælist með 26 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúps og þá heldur fylgi Sjálfstæðisflokks áfram að minnka og hefur flokkurinn þar aldrei mælst minni. Fylgi Miðflokksins heldur áfram að aukast. 2. október 2024 07:39 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Sjá meira
Óvinsældir ríkisstjórnarinnar aukast enn frá síðustu mælingu en þá sögðust sextán prósent ánægð með störf hennar. Nú segjast rétt rúm sextíu prósent vera óánægð með ríkisstjórnina og 26 prósent telja frammistöðu hennar í meðallagi. Fremur lítill munur er á viðhorfi fólks eftir aldri, en ánægjan eykst nokkuð eftir því sem fólk eldist. Ef litið er til þess hvaða flokk fólk segist ætla að kjósa í næstu kosningum er ánægjan mest hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, eða um fimmtíu prósent og nokkuð minni hjá kjósendum hinna stjórnarflokkanna, tveggja eða um þrjátíu prósent. Fjórðungur kjósenda Framsóknarflokksins er óánægður með ríkisstjórnina og rúmur fjórðungur kjósenda VG. Kjósendur Sósíalista eru síðan óánægðastir með ríkisstjórnina og þar á eftir koma píratar, miðflokksmenn, kjósendur Samfylkingarinnar og Flokks fólksins. Vinsældir stjórnarandstöðunnar almennt eru enn minni en ríkisstjórnarinnar. Aðeins rúm tólf prósent svarenda segjast ánægðir með störf stjórnarandstöðunnar, 40,8 prósent eru óánægð og 47 prósent segja störf hennar í meðallagi.
Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei mælst minna Samfylkingin mælist með 26 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúps og þá heldur fylgi Sjálfstæðisflokks áfram að minnka og hefur flokkurinn þar aldrei mælst minni. Fylgi Miðflokksins heldur áfram að aukast. 2. október 2024 07:39 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei mælst minna Samfylkingin mælist með 26 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúps og þá heldur fylgi Sjálfstæðisflokks áfram að minnka og hefur flokkurinn þar aldrei mælst minni. Fylgi Miðflokksins heldur áfram að aukast. 2. október 2024 07:39