....og þá var eins og blessuð skepan skildi..... Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. október 2024 13:29 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti það sem seðlabankastjóri kallaði í vor „aumingjalega stýrivaxtalækkun” í morgun. Um leið var tekið fram að hænufet morgunsins væri ekki endilega ávísun á meiri lækkun á næstunni. Nú er það alkunna að breytingar á stýrivöxtum hafa ekki endilega áhrif strax heldur þó nokkuð inn í framtíðinni. Lækkunin mun því ekki skipta miklu máli allavega fyrsta kastið. Ég er ekki sannfærður um að lækkun morgunsins sé byggð á hagfræðilegum forsendum. Hún virðist aðallega hugsuð sem snuð uppí þá sem harðast hafa gengið fram í gagnrýni á seðlabankastjóra og hirð hans vegna hávaxtastefnunnar. Það sem helst stendur upp úr varðandi stýrivaxtaákvarðanir undanfarandi er skilningsleysi peningastefnunefndar á ástandinu í landinu. Þannig fór seðlabankastjóri fram með nokkrum þjósti nýlega og kvað fullt af íbúðum í byggingu og skildi síst í því að menn skyldu minnast á skort í því efni. Hann virðist ekki skilja að meginhluti þeirra íbúða sem í smíðum er á Höfuðborgarsvæðinu eru ekki við alþýðukjör. Það kemur glögglega fram þegar kaupendahópurinn er gaumgæfður. Þar er einkum að finna fjárfesta og leigusala. Alþýða manna er ekki að kaupa íbúðir sem kosta um eitthundraðmilljónir og þá einkum ekki fyrstu kaupendur. Seðlabankastjóra er nokkur vorkunn. Það er auðvelt að koma sér upp rörsýn í Svörtuloftum. Þangað inn rata ekki raddir og skoðanir almennings. Seðlabankastjóri gerði einnig lítið úr vaxandi vanskilum heimila og fyrirtækja nýlega en var þegar í stað leiðréttur af innheimtufyrirtækjum. Ef seðlabankastjóri legði sig eftir að hlusta á ungt fólk í húsnæðisvanda, á eigendur smárra og meðalstórra fyrirtækja, á sveitarstjórnarmenn myndi hann hugsanlega haga málum ögn öðruvísi. Af orðum hans í morgun má ráða að hann skilur ekki enn þann vanda sem við er að etja í húsnæðismálum. Sá vandi er svo stór að hann mun hafa áhrif á verðbólgu næstu fimm til tíu ár. Það þarf samhæft átak til að bæta úr húsnæðisvandanum, sem NB er ekki einungis kominn til vegna innflutnings vinnuafls. Seðlabankastjóri og samverkamenn gætu komist að því með að gaumgæfa í hverskonar húsnæði stór hluti þeirra býr. Það er viðvarandi skortur á smærri og þó einkanlega ódýrari íbúðum. Þær verða ekki til meðan hangið er í þéttingastefnunni þar sem kostnaður við lóð undir hverja íbúð nemur milljónum. Vonandi mun „aumingjalega stýrivaxtalækkunin“ verða vísir að öðru meira. Það tefur fyrir að ríkisstjórn Íslands heldur áfram að skila auðu eins og sjá má í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Sem betur fer sér fyrir endann á valdatíð ónýtu ríkisstjórnarinnar sem hefur verið til fyrir sjálfa sig í nokkur ár. Næsta ríkisstjórn mun vonandi taka á málum með ákveðnum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri þannig að Seðlabankinn standi ekki einn í baráttunni við verðbólgu og geti tekið ákveðnari skref í vaxtalækkunum. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Seðlabankinn Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti það sem seðlabankastjóri kallaði í vor „aumingjalega stýrivaxtalækkun” í morgun. Um leið var tekið fram að hænufet morgunsins væri ekki endilega ávísun á meiri lækkun á næstunni. Nú er það alkunna að breytingar á stýrivöxtum hafa ekki endilega áhrif strax heldur þó nokkuð inn í framtíðinni. Lækkunin mun því ekki skipta miklu máli allavega fyrsta kastið. Ég er ekki sannfærður um að lækkun morgunsins sé byggð á hagfræðilegum forsendum. Hún virðist aðallega hugsuð sem snuð uppí þá sem harðast hafa gengið fram í gagnrýni á seðlabankastjóra og hirð hans vegna hávaxtastefnunnar. Það sem helst stendur upp úr varðandi stýrivaxtaákvarðanir undanfarandi er skilningsleysi peningastefnunefndar á ástandinu í landinu. Þannig fór seðlabankastjóri fram með nokkrum þjósti nýlega og kvað fullt af íbúðum í byggingu og skildi síst í því að menn skyldu minnast á skort í því efni. Hann virðist ekki skilja að meginhluti þeirra íbúða sem í smíðum er á Höfuðborgarsvæðinu eru ekki við alþýðukjör. Það kemur glögglega fram þegar kaupendahópurinn er gaumgæfður. Þar er einkum að finna fjárfesta og leigusala. Alþýða manna er ekki að kaupa íbúðir sem kosta um eitthundraðmilljónir og þá einkum ekki fyrstu kaupendur. Seðlabankastjóra er nokkur vorkunn. Það er auðvelt að koma sér upp rörsýn í Svörtuloftum. Þangað inn rata ekki raddir og skoðanir almennings. Seðlabankastjóri gerði einnig lítið úr vaxandi vanskilum heimila og fyrirtækja nýlega en var þegar í stað leiðréttur af innheimtufyrirtækjum. Ef seðlabankastjóri legði sig eftir að hlusta á ungt fólk í húsnæðisvanda, á eigendur smárra og meðalstórra fyrirtækja, á sveitarstjórnarmenn myndi hann hugsanlega haga málum ögn öðruvísi. Af orðum hans í morgun má ráða að hann skilur ekki enn þann vanda sem við er að etja í húsnæðismálum. Sá vandi er svo stór að hann mun hafa áhrif á verðbólgu næstu fimm til tíu ár. Það þarf samhæft átak til að bæta úr húsnæðisvandanum, sem NB er ekki einungis kominn til vegna innflutnings vinnuafls. Seðlabankastjóri og samverkamenn gætu komist að því með að gaumgæfa í hverskonar húsnæði stór hluti þeirra býr. Það er viðvarandi skortur á smærri og þó einkanlega ódýrari íbúðum. Þær verða ekki til meðan hangið er í þéttingastefnunni þar sem kostnaður við lóð undir hverja íbúð nemur milljónum. Vonandi mun „aumingjalega stýrivaxtalækkunin“ verða vísir að öðru meira. Það tefur fyrir að ríkisstjórn Íslands heldur áfram að skila auðu eins og sjá má í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Sem betur fer sér fyrir endann á valdatíð ónýtu ríkisstjórnarinnar sem hefur verið til fyrir sjálfa sig í nokkur ár. Næsta ríkisstjórn mun vonandi taka á málum með ákveðnum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri þannig að Seðlabankinn standi ekki einn í baráttunni við verðbólgu og geti tekið ákveðnari skref í vaxtalækkunum. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður og situr í stjórn Miðflokksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun