Hvað með heyrnarskert börn, heyrnarskerta fullorðna og börn með skarð? Eva Albrechtsen og Ösp Vilberg Baldursdóttir skrifa 1. október 2024 23:33 Á Heyrnar- og talmeinastöð (HTÍ) starfar mannauður. Það er ástæða fyrir því að við notum orðið mannauður en ekki mannaforði. Þetta er allt fagfólk sem hefur þreytt langt nám til þess að sérhæfa sig í því að meðhöndla ótrúlega fjölbreytni heyrnarskerðinga ásamt tal- og málmeinum. Þetta fólk brennur fyrir því sem það gerir og vill gera sitt allra besta. Þetta fólk hefur misst trú á hinu opinbera og þeim ramma sem starfsemin starfar innan sem sífellt þrengist og þrengist. Starfsaðstæður sem heilbrigðisyfirvöld bjóða starfsfólki og skjólstæðingum stofnunarinnar upp á leiðir til þess að starfsánægja fer dvínandi. Síendurtekin loforð um umbætur er varðar húsnæði, fjármagn, starfsaðstöðu og mönnun vega þar þyngst. Nýútgefin fjárlög sýna fram á þekkingarleysi stjórnvalda um starfsemi og mikilvægi heilbrigðisstofnunarinnar. Miðað við fjárlög er stofnuninni ætlað afla sértekna upp á 316,6 milljónum króna meðan framlag úr ríkissjóði nemur aðeins 231,6 milljónum króna. Höfundar spyrja – hvaðan er sú tala fengin? Starfsfólk HTÍ kappkostar við að veita bestu þjónustu sem völ er á. Biðlistar, skortur á starfsfólki, óásættanleg fjárlög og brotin loforð hafa leitt til þess að þolinmæði starfsfólks HTÍ er komið að þolmörkum. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Biðlistar lengjast og nánast daglega er hringt á stöðina og kvartað yfir löngum biðtíma, lélegu aðgengi, slæmu ástandi húsnæðis og skorti á upplýsingum um stöðu viðkomandi á biðlista. Svona má lengi telja. Stofnuninni berast kvartanir frá bæði foreldrum og öðrum heilbrigðisstéttum vegna þess að 18 mánaða eftirlit barna sem grunur lék á að væru með málþroskaröskun var lagt niður. Ef grunur er um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir þann aldur er ekki hægt að leita til neinnar stofnunnar eins og er. Þessa þjónustu þurfti stofnunin að leggja niður vegna fjárskorts. Heyrnarfræðingar eru allt of fáir miðað við þau gríðarstóru verkefni sem koma á borð til HTÍ. Sé farið eftir fjárhagsáætlun ríkisins væru þeir aðeins að sinna heyrnarmælingum og sölu á heyrnartækjum. Talmeinafræðingar eru einnig of fáir miðað við þau verkefni sem stofnuninni er ætlað að sinna. Skortur á heyrnarfræðingum og talmeinafræðingum kemur meðal annars niður á nauðsynlegri heildstæðri þjónustu við börn og ungmenni. Á meðan verið er að slökkva elda, forgangsraða og reyna að minnka biðlista verða önnur verkefni sem eru ekki síður mikilvæg eftir. Lögum samkvæmt ætti HTÍ að vera þekkingarsetur um heyrnarskerðingar og tal- og málmein. Kapphlaup fárra starfsmanna um að sinna þeim sem eru allra verst settir og sá tími sem ætlast er til að hálfu ríkisins um að afla frekari tekna með sölu heyrnartækja óásættanleg með öllu. Talmeinafræðingum og heyrnarfræðingum gefst ekki aðstaða, tími eða fjármagn til þess að fræða almenning eða fræða þá sem ætla sér að mennta sig við fyrrgreind fög. Tími til þess að sinna rannsóknum, kennslu, endurmenntun eða starfsþróun gefst ekki heldur. Ekki meðan ríkið krefst þess að sala heyrnartækja eigi að vera í forgangi fram yfir viðunandi heilbrigðisþjónustu. Raunstaðan er sú að okkar skjólstæðingar bíði í jafnvel einhver ár til þess að koma til okkar þar sem við biðlistar eru orðnir mjög langir. Á meðan er starfsemin áfram í húsnæði sem er allt of lítið og í afar slæmu ásigkomulagi sem takmarkar enn frekar tækifæri til þess að ráða til starfa fleira fagfólk. Til hefur staðið að flytja starfsemina í viðunandi húsnæði síðan 1989 en það hefur ekki gerst. Höfundar hafa tapað þeirri tölu hversu oft til hefur staðið að flytja því stofnunina. Þau loforð hafa jafn oft verið svikin eins og þau voru gefin. Skjólstæðingar Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands eiga ekki að vera viðskiptavinir eða kúnnar. Þetta er fólk sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Er það virkilega svo að það eigi að bíða eftir því að við gefumst upp og sú þekking sem til er þurrkist endanlega út? Á Íslandi eru til Háls-, nef- og eyrnalæknar, talmeinafræðingar, heyrnarfræðingar, heyrnartæknar og kennsluráðgjafar. Þeirra sérþekking er önnur en sú veitt er á HTÍ. Þolinmæði starfsfólks HTÍ er á þrotum. Ösp Vilberg Baldursdóttir er talmeinafræðingur og Eva Albrechtsen er háls-, nef og eyrnalæknir með undirsérhæfingu í heyrnarfræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á Heyrnar- og talmeinastöð (HTÍ) starfar mannauður. Það er ástæða fyrir því að við notum orðið mannauður en ekki mannaforði. Þetta er allt fagfólk sem hefur þreytt langt nám til þess að sérhæfa sig í því að meðhöndla ótrúlega fjölbreytni heyrnarskerðinga ásamt tal- og málmeinum. Þetta fólk brennur fyrir því sem það gerir og vill gera sitt allra besta. Þetta fólk hefur misst trú á hinu opinbera og þeim ramma sem starfsemin starfar innan sem sífellt þrengist og þrengist. Starfsaðstæður sem heilbrigðisyfirvöld bjóða starfsfólki og skjólstæðingum stofnunarinnar upp á leiðir til þess að starfsánægja fer dvínandi. Síendurtekin loforð um umbætur er varðar húsnæði, fjármagn, starfsaðstöðu og mönnun vega þar þyngst. Nýútgefin fjárlög sýna fram á þekkingarleysi stjórnvalda um starfsemi og mikilvægi heilbrigðisstofnunarinnar. Miðað við fjárlög er stofnuninni ætlað afla sértekna upp á 316,6 milljónum króna meðan framlag úr ríkissjóði nemur aðeins 231,6 milljónum króna. Höfundar spyrja – hvaðan er sú tala fengin? Starfsfólk HTÍ kappkostar við að veita bestu þjónustu sem völ er á. Biðlistar, skortur á starfsfólki, óásættanleg fjárlög og brotin loforð hafa leitt til þess að þolinmæði starfsfólks HTÍ er komið að þolmörkum. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Biðlistar lengjast og nánast daglega er hringt á stöðina og kvartað yfir löngum biðtíma, lélegu aðgengi, slæmu ástandi húsnæðis og skorti á upplýsingum um stöðu viðkomandi á biðlista. Svona má lengi telja. Stofnuninni berast kvartanir frá bæði foreldrum og öðrum heilbrigðisstéttum vegna þess að 18 mánaða eftirlit barna sem grunur lék á að væru með málþroskaröskun var lagt niður. Ef grunur er um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir þann aldur er ekki hægt að leita til neinnar stofnunnar eins og er. Þessa þjónustu þurfti stofnunin að leggja niður vegna fjárskorts. Heyrnarfræðingar eru allt of fáir miðað við þau gríðarstóru verkefni sem koma á borð til HTÍ. Sé farið eftir fjárhagsáætlun ríkisins væru þeir aðeins að sinna heyrnarmælingum og sölu á heyrnartækjum. Talmeinafræðingar eru einnig of fáir miðað við þau verkefni sem stofnuninni er ætlað að sinna. Skortur á heyrnarfræðingum og talmeinafræðingum kemur meðal annars niður á nauðsynlegri heildstæðri þjónustu við börn og ungmenni. Á meðan verið er að slökkva elda, forgangsraða og reyna að minnka biðlista verða önnur verkefni sem eru ekki síður mikilvæg eftir. Lögum samkvæmt ætti HTÍ að vera þekkingarsetur um heyrnarskerðingar og tal- og málmein. Kapphlaup fárra starfsmanna um að sinna þeim sem eru allra verst settir og sá tími sem ætlast er til að hálfu ríkisins um að afla frekari tekna með sölu heyrnartækja óásættanleg með öllu. Talmeinafræðingum og heyrnarfræðingum gefst ekki aðstaða, tími eða fjármagn til þess að fræða almenning eða fræða þá sem ætla sér að mennta sig við fyrrgreind fög. Tími til þess að sinna rannsóknum, kennslu, endurmenntun eða starfsþróun gefst ekki heldur. Ekki meðan ríkið krefst þess að sala heyrnartækja eigi að vera í forgangi fram yfir viðunandi heilbrigðisþjónustu. Raunstaðan er sú að okkar skjólstæðingar bíði í jafnvel einhver ár til þess að koma til okkar þar sem við biðlistar eru orðnir mjög langir. Á meðan er starfsemin áfram í húsnæði sem er allt of lítið og í afar slæmu ásigkomulagi sem takmarkar enn frekar tækifæri til þess að ráða til starfa fleira fagfólk. Til hefur staðið að flytja starfsemina í viðunandi húsnæði síðan 1989 en það hefur ekki gerst. Höfundar hafa tapað þeirri tölu hversu oft til hefur staðið að flytja því stofnunina. Þau loforð hafa jafn oft verið svikin eins og þau voru gefin. Skjólstæðingar Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands eiga ekki að vera viðskiptavinir eða kúnnar. Þetta er fólk sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Er það virkilega svo að það eigi að bíða eftir því að við gefumst upp og sú þekking sem til er þurrkist endanlega út? Á Íslandi eru til Háls-, nef- og eyrnalæknar, talmeinafræðingar, heyrnarfræðingar, heyrnartæknar og kennsluráðgjafar. Þeirra sérþekking er önnur en sú veitt er á HTÍ. Þolinmæði starfsfólks HTÍ er á þrotum. Ösp Vilberg Baldursdóttir er talmeinafræðingur og Eva Albrechtsen er háls-, nef og eyrnalæknir með undirsérhæfingu í heyrnarfræðum
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun