Hvað með heyrnarskert börn, heyrnarskerta fullorðna og börn með skarð? Eva Albrechtsen og Ösp Vilberg Baldursdóttir skrifa 1. október 2024 23:33 Á Heyrnar- og talmeinastöð (HTÍ) starfar mannauður. Það er ástæða fyrir því að við notum orðið mannauður en ekki mannaforði. Þetta er allt fagfólk sem hefur þreytt langt nám til þess að sérhæfa sig í því að meðhöndla ótrúlega fjölbreytni heyrnarskerðinga ásamt tal- og málmeinum. Þetta fólk brennur fyrir því sem það gerir og vill gera sitt allra besta. Þetta fólk hefur misst trú á hinu opinbera og þeim ramma sem starfsemin starfar innan sem sífellt þrengist og þrengist. Starfsaðstæður sem heilbrigðisyfirvöld bjóða starfsfólki og skjólstæðingum stofnunarinnar upp á leiðir til þess að starfsánægja fer dvínandi. Síendurtekin loforð um umbætur er varðar húsnæði, fjármagn, starfsaðstöðu og mönnun vega þar þyngst. Nýútgefin fjárlög sýna fram á þekkingarleysi stjórnvalda um starfsemi og mikilvægi heilbrigðisstofnunarinnar. Miðað við fjárlög er stofnuninni ætlað afla sértekna upp á 316,6 milljónum króna meðan framlag úr ríkissjóði nemur aðeins 231,6 milljónum króna. Höfundar spyrja – hvaðan er sú tala fengin? Starfsfólk HTÍ kappkostar við að veita bestu þjónustu sem völ er á. Biðlistar, skortur á starfsfólki, óásættanleg fjárlög og brotin loforð hafa leitt til þess að þolinmæði starfsfólks HTÍ er komið að þolmörkum. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Biðlistar lengjast og nánast daglega er hringt á stöðina og kvartað yfir löngum biðtíma, lélegu aðgengi, slæmu ástandi húsnæðis og skorti á upplýsingum um stöðu viðkomandi á biðlista. Svona má lengi telja. Stofnuninni berast kvartanir frá bæði foreldrum og öðrum heilbrigðisstéttum vegna þess að 18 mánaða eftirlit barna sem grunur lék á að væru með málþroskaröskun var lagt niður. Ef grunur er um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir þann aldur er ekki hægt að leita til neinnar stofnunnar eins og er. Þessa þjónustu þurfti stofnunin að leggja niður vegna fjárskorts. Heyrnarfræðingar eru allt of fáir miðað við þau gríðarstóru verkefni sem koma á borð til HTÍ. Sé farið eftir fjárhagsáætlun ríkisins væru þeir aðeins að sinna heyrnarmælingum og sölu á heyrnartækjum. Talmeinafræðingar eru einnig of fáir miðað við þau verkefni sem stofnuninni er ætlað að sinna. Skortur á heyrnarfræðingum og talmeinafræðingum kemur meðal annars niður á nauðsynlegri heildstæðri þjónustu við börn og ungmenni. Á meðan verið er að slökkva elda, forgangsraða og reyna að minnka biðlista verða önnur verkefni sem eru ekki síður mikilvæg eftir. Lögum samkvæmt ætti HTÍ að vera þekkingarsetur um heyrnarskerðingar og tal- og málmein. Kapphlaup fárra starfsmanna um að sinna þeim sem eru allra verst settir og sá tími sem ætlast er til að hálfu ríkisins um að afla frekari tekna með sölu heyrnartækja óásættanleg með öllu. Talmeinafræðingum og heyrnarfræðingum gefst ekki aðstaða, tími eða fjármagn til þess að fræða almenning eða fræða þá sem ætla sér að mennta sig við fyrrgreind fög. Tími til þess að sinna rannsóknum, kennslu, endurmenntun eða starfsþróun gefst ekki heldur. Ekki meðan ríkið krefst þess að sala heyrnartækja eigi að vera í forgangi fram yfir viðunandi heilbrigðisþjónustu. Raunstaðan er sú að okkar skjólstæðingar bíði í jafnvel einhver ár til þess að koma til okkar þar sem við biðlistar eru orðnir mjög langir. Á meðan er starfsemin áfram í húsnæði sem er allt of lítið og í afar slæmu ásigkomulagi sem takmarkar enn frekar tækifæri til þess að ráða til starfa fleira fagfólk. Til hefur staðið að flytja starfsemina í viðunandi húsnæði síðan 1989 en það hefur ekki gerst. Höfundar hafa tapað þeirri tölu hversu oft til hefur staðið að flytja því stofnunina. Þau loforð hafa jafn oft verið svikin eins og þau voru gefin. Skjólstæðingar Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands eiga ekki að vera viðskiptavinir eða kúnnar. Þetta er fólk sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Er það virkilega svo að það eigi að bíða eftir því að við gefumst upp og sú þekking sem til er þurrkist endanlega út? Á Íslandi eru til Háls-, nef- og eyrnalæknar, talmeinafræðingar, heyrnarfræðingar, heyrnartæknar og kennsluráðgjafar. Þeirra sérþekking er önnur en sú veitt er á HTÍ. Þolinmæði starfsfólks HTÍ er á þrotum. Ösp Vilberg Baldursdóttir er talmeinafræðingur og Eva Albrechtsen er háls-, nef og eyrnalæknir með undirsérhæfingu í heyrnarfræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á Heyrnar- og talmeinastöð (HTÍ) starfar mannauður. Það er ástæða fyrir því að við notum orðið mannauður en ekki mannaforði. Þetta er allt fagfólk sem hefur þreytt langt nám til þess að sérhæfa sig í því að meðhöndla ótrúlega fjölbreytni heyrnarskerðinga ásamt tal- og málmeinum. Þetta fólk brennur fyrir því sem það gerir og vill gera sitt allra besta. Þetta fólk hefur misst trú á hinu opinbera og þeim ramma sem starfsemin starfar innan sem sífellt þrengist og þrengist. Starfsaðstæður sem heilbrigðisyfirvöld bjóða starfsfólki og skjólstæðingum stofnunarinnar upp á leiðir til þess að starfsánægja fer dvínandi. Síendurtekin loforð um umbætur er varðar húsnæði, fjármagn, starfsaðstöðu og mönnun vega þar þyngst. Nýútgefin fjárlög sýna fram á þekkingarleysi stjórnvalda um starfsemi og mikilvægi heilbrigðisstofnunarinnar. Miðað við fjárlög er stofnuninni ætlað afla sértekna upp á 316,6 milljónum króna meðan framlag úr ríkissjóði nemur aðeins 231,6 milljónum króna. Höfundar spyrja – hvaðan er sú tala fengin? Starfsfólk HTÍ kappkostar við að veita bestu þjónustu sem völ er á. Biðlistar, skortur á starfsfólki, óásættanleg fjárlög og brotin loforð hafa leitt til þess að þolinmæði starfsfólks HTÍ er komið að þolmörkum. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Biðlistar lengjast og nánast daglega er hringt á stöðina og kvartað yfir löngum biðtíma, lélegu aðgengi, slæmu ástandi húsnæðis og skorti á upplýsingum um stöðu viðkomandi á biðlista. Svona má lengi telja. Stofnuninni berast kvartanir frá bæði foreldrum og öðrum heilbrigðisstéttum vegna þess að 18 mánaða eftirlit barna sem grunur lék á að væru með málþroskaröskun var lagt niður. Ef grunur er um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir þann aldur er ekki hægt að leita til neinnar stofnunnar eins og er. Þessa þjónustu þurfti stofnunin að leggja niður vegna fjárskorts. Heyrnarfræðingar eru allt of fáir miðað við þau gríðarstóru verkefni sem koma á borð til HTÍ. Sé farið eftir fjárhagsáætlun ríkisins væru þeir aðeins að sinna heyrnarmælingum og sölu á heyrnartækjum. Talmeinafræðingar eru einnig of fáir miðað við þau verkefni sem stofnuninni er ætlað að sinna. Skortur á heyrnarfræðingum og talmeinafræðingum kemur meðal annars niður á nauðsynlegri heildstæðri þjónustu við börn og ungmenni. Á meðan verið er að slökkva elda, forgangsraða og reyna að minnka biðlista verða önnur verkefni sem eru ekki síður mikilvæg eftir. Lögum samkvæmt ætti HTÍ að vera þekkingarsetur um heyrnarskerðingar og tal- og málmein. Kapphlaup fárra starfsmanna um að sinna þeim sem eru allra verst settir og sá tími sem ætlast er til að hálfu ríkisins um að afla frekari tekna með sölu heyrnartækja óásættanleg með öllu. Talmeinafræðingum og heyrnarfræðingum gefst ekki aðstaða, tími eða fjármagn til þess að fræða almenning eða fræða þá sem ætla sér að mennta sig við fyrrgreind fög. Tími til þess að sinna rannsóknum, kennslu, endurmenntun eða starfsþróun gefst ekki heldur. Ekki meðan ríkið krefst þess að sala heyrnartækja eigi að vera í forgangi fram yfir viðunandi heilbrigðisþjónustu. Raunstaðan er sú að okkar skjólstæðingar bíði í jafnvel einhver ár til þess að koma til okkar þar sem við biðlistar eru orðnir mjög langir. Á meðan er starfsemin áfram í húsnæði sem er allt of lítið og í afar slæmu ásigkomulagi sem takmarkar enn frekar tækifæri til þess að ráða til starfa fleira fagfólk. Til hefur staðið að flytja starfsemina í viðunandi húsnæði síðan 1989 en það hefur ekki gerst. Höfundar hafa tapað þeirri tölu hversu oft til hefur staðið að flytja því stofnunina. Þau loforð hafa jafn oft verið svikin eins og þau voru gefin. Skjólstæðingar Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands eiga ekki að vera viðskiptavinir eða kúnnar. Þetta er fólk sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Er það virkilega svo að það eigi að bíða eftir því að við gefumst upp og sú þekking sem til er þurrkist endanlega út? Á Íslandi eru til Háls-, nef- og eyrnalæknar, talmeinafræðingar, heyrnarfræðingar, heyrnartæknar og kennsluráðgjafar. Þeirra sérþekking er önnur en sú veitt er á HTÍ. Þolinmæði starfsfólks HTÍ er á þrotum. Ösp Vilberg Baldursdóttir er talmeinafræðingur og Eva Albrechtsen er háls-, nef og eyrnalæknir með undirsérhæfingu í heyrnarfræðum
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun