Þreytt dæmi Fjóla Blandon skrifar 1. október 2024 23:02 Ísland er gífurlega vinsæll ferðamannastaður og hefur verið lengi. Skiljanlega hafa landsmenn og stjórnvöld reynt að hamra það járn meðan heitt er. Ferðamennskan býður upp á fjöldann allan af tækifærum og fátt er skemmtilegra en að fá að deila fallega landinu okkar og menningu með öðrum þjóðum. Þó er aldrei svo djúpur brunnur að ei verði upp ausinn og er ferðamannastraumurinn orðinn fullmikill. Því miður er staðan í dag algjörlega komin út fyrir sæmileg mörk og finnst mér stjórnvöld og stórrisar í ferðamennsku hafa gleymt sér í græðginni. Það verður að viðurkennast að staðan hér á landi með óheftum ágangi ferðamanna er ansi lýjandi. Fylgir hér því þreytandi listi sem tengist áhrifum ferðamannaiðnaðarins eins og hann er í dag: Ég er þreytt á að víla fyrir mér að ferðast um landið mitt því Hringvegurinn er ókeyrandi vegna brjálaðrar umferðar. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vörubílstjóra, þar sem vinnudagurinn hefur lengst um 1-2 tíma vegna umferðar, eða hreinlega færst yfir á óguðlegan, ófjölskylduvænan tíma til að sleppa undan téðri umferð. Ég er þreytt á að nauðhemla á þjóðveginum af því að ferðamaður lagði á miðjum vegi til að taka myndir af hestum eða norðurljósum. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vegavinnumenn, sem hafa ekki undan við að gera við vegi landsins sem eru undir gífurlegu álagi vegna tíðra rútuferða og bílaleigubíla. Ég verð þreytt við tilhugsunina um heilbrigðisstarfsfólk, sem ætlast er til að hlaupi hraðar og lifi á þakklætinu þegar kemur að auknu álagi á kerfið með sístækkandi straumi ferðamanna. Ég verð þreytt við tilhugsunina um björgunarsveitarfólk, sem fær alloft beiðnir um að bjarga ferðafólki sem er vanbúið fyrir íslenskar aðstæður. Ég er þreytt á að sjá ekki náttúruperlurnar mínar fyrir litskrúðugum úlpum, löngum röðum og fjöldanum öllum af rútum. Ég er þreytt á að sjá ásýnd heilu þéttbýlanna hverfa vegna ferkantaðra, stórra hótela. Ég er þreytt á að geta ekki keyrt í gegnum sveitir landsins án þess að keyra fram hjá ferðamannagistingu af einhverju tagi á 2km fresti. Ég er þreytt á því að stjórnvöld loki augunum fyrir tækifærum til að auka sjálfbærni Íslands með meiri stuðningi við starfsgreinar sem tengjast ekki ferðamennsku. Ég er þreytt á að hagnaðurinn sem hlýst af ferðamönnum fer í vasann á nokkrum vel völdum, frekar en að hann sé nýttur í bættar, umhverfisvænni samgöngur og betra heilbrigðiskerfi. Ég er þreytt á að stjórnvöld ætlist til að allir taki þátt í ferðamannaiðnaðinum með beinum eða óbeinum hætti. Ég er þreytt á að sjá ungt fólk ströggla á fasteignamarkaði þar sem verðið er stjarnfræðilega hátt vegna ferðamannaleiguíbúða. Ég er þreytt á að sjá stjórnvöld tala um mikilvægi þess að hlúa að íslenskri tungu en kippa sér svo ekkert við skilti, matseðla, vörumerki og auglýsingar íslenskra fyrirtækja á ensku. Ég er þreytt á að sjá íslenskum heitum á vörumerkjum breytt í erlend til að auðvelda ferðamönnum að versla. Ég er þreytt á að upplýsingaskilti séu á ensku fyrst og íslensku síðast (ef íslenskan er höfð með yfir höfuð). Ég er þreytt á að þurfa að biðja um matseðil á íslensku. Ég er þreytt á að litið sé á sveitir landsins sem ferðamannastað, frekar en vinnustað fólksins sem þar býr. Ég er þreytt á að viðhorf mitt til ferðamanna, sem áður var jákvætt sé orðið að mestu neikvætt. Rót ferðamennsku felst í því að heimsækja staði sem þú dáist að eða hefur áhuga á, og ég er almennt stolt af því að Ísland sé slíkur staður. Ég er þreytt á að búa í landi sem er áfangastaður ferðamanna fyrst, og heimili þjóðar síðast. Höfundur tekur lýsi, D-vítamín og sefur að meðaltali 8 klukkutíma á hverri nóttu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er gífurlega vinsæll ferðamannastaður og hefur verið lengi. Skiljanlega hafa landsmenn og stjórnvöld reynt að hamra það járn meðan heitt er. Ferðamennskan býður upp á fjöldann allan af tækifærum og fátt er skemmtilegra en að fá að deila fallega landinu okkar og menningu með öðrum þjóðum. Þó er aldrei svo djúpur brunnur að ei verði upp ausinn og er ferðamannastraumurinn orðinn fullmikill. Því miður er staðan í dag algjörlega komin út fyrir sæmileg mörk og finnst mér stjórnvöld og stórrisar í ferðamennsku hafa gleymt sér í græðginni. Það verður að viðurkennast að staðan hér á landi með óheftum ágangi ferðamanna er ansi lýjandi. Fylgir hér því þreytandi listi sem tengist áhrifum ferðamannaiðnaðarins eins og hann er í dag: Ég er þreytt á að víla fyrir mér að ferðast um landið mitt því Hringvegurinn er ókeyrandi vegna brjálaðrar umferðar. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vörubílstjóra, þar sem vinnudagurinn hefur lengst um 1-2 tíma vegna umferðar, eða hreinlega færst yfir á óguðlegan, ófjölskylduvænan tíma til að sleppa undan téðri umferð. Ég er þreytt á að nauðhemla á þjóðveginum af því að ferðamaður lagði á miðjum vegi til að taka myndir af hestum eða norðurljósum. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vegavinnumenn, sem hafa ekki undan við að gera við vegi landsins sem eru undir gífurlegu álagi vegna tíðra rútuferða og bílaleigubíla. Ég verð þreytt við tilhugsunina um heilbrigðisstarfsfólk, sem ætlast er til að hlaupi hraðar og lifi á þakklætinu þegar kemur að auknu álagi á kerfið með sístækkandi straumi ferðamanna. Ég verð þreytt við tilhugsunina um björgunarsveitarfólk, sem fær alloft beiðnir um að bjarga ferðafólki sem er vanbúið fyrir íslenskar aðstæður. Ég er þreytt á að sjá ekki náttúruperlurnar mínar fyrir litskrúðugum úlpum, löngum röðum og fjöldanum öllum af rútum. Ég er þreytt á að sjá ásýnd heilu þéttbýlanna hverfa vegna ferkantaðra, stórra hótela. Ég er þreytt á að geta ekki keyrt í gegnum sveitir landsins án þess að keyra fram hjá ferðamannagistingu af einhverju tagi á 2km fresti. Ég er þreytt á því að stjórnvöld loki augunum fyrir tækifærum til að auka sjálfbærni Íslands með meiri stuðningi við starfsgreinar sem tengjast ekki ferðamennsku. Ég er þreytt á að hagnaðurinn sem hlýst af ferðamönnum fer í vasann á nokkrum vel völdum, frekar en að hann sé nýttur í bættar, umhverfisvænni samgöngur og betra heilbrigðiskerfi. Ég er þreytt á að stjórnvöld ætlist til að allir taki þátt í ferðamannaiðnaðinum með beinum eða óbeinum hætti. Ég er þreytt á að sjá ungt fólk ströggla á fasteignamarkaði þar sem verðið er stjarnfræðilega hátt vegna ferðamannaleiguíbúða. Ég er þreytt á að sjá stjórnvöld tala um mikilvægi þess að hlúa að íslenskri tungu en kippa sér svo ekkert við skilti, matseðla, vörumerki og auglýsingar íslenskra fyrirtækja á ensku. Ég er þreytt á að sjá íslenskum heitum á vörumerkjum breytt í erlend til að auðvelda ferðamönnum að versla. Ég er þreytt á að upplýsingaskilti séu á ensku fyrst og íslensku síðast (ef íslenskan er höfð með yfir höfuð). Ég er þreytt á að þurfa að biðja um matseðil á íslensku. Ég er þreytt á að litið sé á sveitir landsins sem ferðamannastað, frekar en vinnustað fólksins sem þar býr. Ég er þreytt á að viðhorf mitt til ferðamanna, sem áður var jákvætt sé orðið að mestu neikvætt. Rót ferðamennsku felst í því að heimsækja staði sem þú dáist að eða hefur áhuga á, og ég er almennt stolt af því að Ísland sé slíkur staður. Ég er þreytt á að búa í landi sem er áfangastaður ferðamanna fyrst, og heimili þjóðar síðast. Höfundur tekur lýsi, D-vítamín og sefur að meðaltali 8 klukkutíma á hverri nóttu
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun