Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2024 20:20 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra kynnir skýrslu starfshóps um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni. Vilhelm Gunnarsson Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar ýmsar útfærslur sem teiknaðar hafa verið upp í gegnum tíðina af flugvelli í Hvassahrauni, allt frá innanlandsflugvelli upp í stóran millilandaflugvöll. Gylfi Árnason vélaverkfræðingur í ókyrrðarmælingum vorið 2022.RAX Fjölmörg mælingaflug yfir svæðið, í mismikilli ókyrrð, á vegum Háskólans í Reykjavík undir stjórn Gylfa Árnasonar vélaverkfræðings eru helsti þáttur veðurfarsrannsókna. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands unnu hættumat gagnvart náttúruvá. Innviðaráðherra kynnti í dag þær meginniðurstöður að veðurfarslega væri svæðið svipað Reykjavíkurflugvelli og að líkur á hraunrennsli teldust afar litlar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vilji stjórnvöld á annað borð halda áfram með málið leggur starfshópurinn, undir forystu Eyjólfs Árna Rafnssonar, til að í Hvassahrauni verði tekið frá svæði, sem annaðhvort nægi innanlandsvelli, 3x3 kílómetrar að flatarmáli, eða stærra svæði, 5x5 kílómetrar að flatarmáli, sem geti rúmað allt að tvær þrjúþúsund metra langar brautir og eina fimmtánhundruð metra langa. Völlurinn geti þannig einnig þjónað sem varaflugvöllur millilandaflugs. En nú er það stóra spurningin: Hvað ætla ráðamenn ríkis og borgar að gera í framhaldinu? Ætla þeir að verja meiri fjármunum skattborgara í að rannsaka flugvallarstæði í Hvassahrauni? Séð yfir hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni.RAX „Þessi tæknilega skýrsla gefur okkur tilefni til að þess að segja: Höldum áfram mælingum. Höldum áfram rannsóknum,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. „Ef við ætlum að halda þeim möguleika opnum að þetta gæti orðið niðurstaða inni í framtíðinni þá þurfum við að halda áfram að vega og meta og mæla. Það er svona það sem skýrsluhöfundar benda á að það sé að minnsta kosti ekki ástæða til þess að þessi kostur fari út af borðinu,“ segir Svandís. „Þá er bara að halda áfram með málið. Vinna fjárhagsrýni á hugsanlegum flugvelli þarna og gera áhættumat fyrir svæðið og áhættumat á fjárfestingunni. Það er mikilvægt bara að halda áfram vinnunni,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri í Reykjavík.Vilhelm Gunnarsson „En að því sögðu þá hefur engin ákvörðun verið tekin um fjárfestinguna sjálfa.“ -En engu að síður: Frekari undirbúningur kostar meiri fjármuni. Er borgin tilbúin að leggja meiri fjármuni í Hvasshraunsflugvöll? „Ja… ég held að það sé eðlilegt að halda áfram þessari vinnu. Það eru ekki stórir fjármunir í svona stóra samhenginu,“ svarar Einar. En sennilega eru stærstu tíðindi skýrslunnar þau að hætta af hraunrennsli er talin afar lítil. Hún er þó ekki útilokuð. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps um Hvassahraunsflugvöll.Vilhelm Gunnarsson „Það er áhætta. Það verður aldrei hægt að útloka hana. Líkurnar eru ekki miklar en þær eru fyrir hendi,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps um Hvassahraunsflugvöll. Það þyrfti þó frekar stórt eldgos, að mati skýrsluhöfunda, tvöfalt stærra en það stærsta sem landsmenn hafa upplifað í Sundhnúksgígaröðinni á þessu ári. Þessi sviðsmynd sýnir líkur á hraunrennsli inn á flugvallarsvæði í Hvassahrauni, verði eldgos norðarlega í Krýsuvíkurkerfinu.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Ef það kæmi slíkt gos upp á Krýsuvíkursvæðinu, norðarlega í því eldstöðvakerfi, þá eru líkur til að það hraunrennsli myndi ná inn á stærra svæðið. En að það myndi ná inn á minna svæðið, sem við skilgreindum þarna á myndinni, líkurnar eru sáralitlar á því. En ekki hægt að útiloka neitt,“ segir Eyjólfur Árni. Fréttir af flugi Vogar Hafnarfjörður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ólíklegt að menn fáist til að fjárfesta í uppbyggingu í Hvassahrauni Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist telja ólíklegt að menn fáist til að fjárfesta í uppbyggingu í Hvassahrauni þar sem mikil óvissa ríkir um öryggi á svæðinu. 1. febrúar 2024 06:31 Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07 Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40 Flugvallarland Hvassahrauns eign Fjáreigendafélags og afkomenda Landið sem rætt er um að fari undir flugvöll er í eigu Fjáreigendafélags Reykjavíkur og erfingja frístundabænda, alls á þriðja hundrað einstaklinga. 6. desember 2019 22:10 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar ýmsar útfærslur sem teiknaðar hafa verið upp í gegnum tíðina af flugvelli í Hvassahrauni, allt frá innanlandsflugvelli upp í stóran millilandaflugvöll. Gylfi Árnason vélaverkfræðingur í ókyrrðarmælingum vorið 2022.RAX Fjölmörg mælingaflug yfir svæðið, í mismikilli ókyrrð, á vegum Háskólans í Reykjavík undir stjórn Gylfa Árnasonar vélaverkfræðings eru helsti þáttur veðurfarsrannsókna. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands unnu hættumat gagnvart náttúruvá. Innviðaráðherra kynnti í dag þær meginniðurstöður að veðurfarslega væri svæðið svipað Reykjavíkurflugvelli og að líkur á hraunrennsli teldust afar litlar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vilji stjórnvöld á annað borð halda áfram með málið leggur starfshópurinn, undir forystu Eyjólfs Árna Rafnssonar, til að í Hvassahrauni verði tekið frá svæði, sem annaðhvort nægi innanlandsvelli, 3x3 kílómetrar að flatarmáli, eða stærra svæði, 5x5 kílómetrar að flatarmáli, sem geti rúmað allt að tvær þrjúþúsund metra langar brautir og eina fimmtánhundruð metra langa. Völlurinn geti þannig einnig þjónað sem varaflugvöllur millilandaflugs. En nú er það stóra spurningin: Hvað ætla ráðamenn ríkis og borgar að gera í framhaldinu? Ætla þeir að verja meiri fjármunum skattborgara í að rannsaka flugvallarstæði í Hvassahrauni? Séð yfir hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni.RAX „Þessi tæknilega skýrsla gefur okkur tilefni til að þess að segja: Höldum áfram mælingum. Höldum áfram rannsóknum,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. „Ef við ætlum að halda þeim möguleika opnum að þetta gæti orðið niðurstaða inni í framtíðinni þá þurfum við að halda áfram að vega og meta og mæla. Það er svona það sem skýrsluhöfundar benda á að það sé að minnsta kosti ekki ástæða til þess að þessi kostur fari út af borðinu,“ segir Svandís. „Þá er bara að halda áfram með málið. Vinna fjárhagsrýni á hugsanlegum flugvelli þarna og gera áhættumat fyrir svæðið og áhættumat á fjárfestingunni. Það er mikilvægt bara að halda áfram vinnunni,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri í Reykjavík.Vilhelm Gunnarsson „En að því sögðu þá hefur engin ákvörðun verið tekin um fjárfestinguna sjálfa.“ -En engu að síður: Frekari undirbúningur kostar meiri fjármuni. Er borgin tilbúin að leggja meiri fjármuni í Hvasshraunsflugvöll? „Ja… ég held að það sé eðlilegt að halda áfram þessari vinnu. Það eru ekki stórir fjármunir í svona stóra samhenginu,“ svarar Einar. En sennilega eru stærstu tíðindi skýrslunnar þau að hætta af hraunrennsli er talin afar lítil. Hún er þó ekki útilokuð. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps um Hvassahraunsflugvöll.Vilhelm Gunnarsson „Það er áhætta. Það verður aldrei hægt að útloka hana. Líkurnar eru ekki miklar en þær eru fyrir hendi,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps um Hvassahraunsflugvöll. Það þyrfti þó frekar stórt eldgos, að mati skýrsluhöfunda, tvöfalt stærra en það stærsta sem landsmenn hafa upplifað í Sundhnúksgígaröðinni á þessu ári. Þessi sviðsmynd sýnir líkur á hraunrennsli inn á flugvallarsvæði í Hvassahrauni, verði eldgos norðarlega í Krýsuvíkurkerfinu.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Ef það kæmi slíkt gos upp á Krýsuvíkursvæðinu, norðarlega í því eldstöðvakerfi, þá eru líkur til að það hraunrennsli myndi ná inn á stærra svæðið. En að það myndi ná inn á minna svæðið, sem við skilgreindum þarna á myndinni, líkurnar eru sáralitlar á því. En ekki hægt að útiloka neitt,“ segir Eyjólfur Árni.
Fréttir af flugi Vogar Hafnarfjörður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ólíklegt að menn fáist til að fjárfesta í uppbyggingu í Hvassahrauni Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist telja ólíklegt að menn fáist til að fjárfesta í uppbyggingu í Hvassahrauni þar sem mikil óvissa ríkir um öryggi á svæðinu. 1. febrúar 2024 06:31 Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07 Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40 Flugvallarland Hvassahrauns eign Fjáreigendafélags og afkomenda Landið sem rætt er um að fari undir flugvöll er í eigu Fjáreigendafélags Reykjavíkur og erfingja frístundabænda, alls á þriðja hundrað einstaklinga. 6. desember 2019 22:10 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Sjá meira
Ólíklegt að menn fáist til að fjárfesta í uppbyggingu í Hvassahrauni Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist telja ólíklegt að menn fáist til að fjárfesta í uppbyggingu í Hvassahrauni þar sem mikil óvissa ríkir um öryggi á svæðinu. 1. febrúar 2024 06:31
Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. 22. nóvember 2023 17:07
Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40
Flugvallarland Hvassahrauns eign Fjáreigendafélags og afkomenda Landið sem rætt er um að fari undir flugvöll er í eigu Fjáreigendafélags Reykjavíkur og erfingja frístundabænda, alls á þriðja hundrað einstaklinga. 6. desember 2019 22:10