Tilefnislaus líkamsárás við Traðarkotssund „fyrir Pútín“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. október 2024 13:45 Árásin sem málið varðar átti sér stað við Traðarkotssund, sem er hliðargata frá Hverfisgötu. Já.is Karlmaður hlaut í gær tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir líkamsárás við Traðarkotssund í miðbæ Reykjavíkur sem átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 1. október árið 2022. Manninum var gefið að sök að veitast fyrirvaralaust með ofbeldi að öðrum manni með því að veita honum olnbogaskot í andlitið sem varð til þess að sá sem varð fyrir árásinni nefbrotnaði. Maðurinn sem varð fyrir árásinni og vinur hans sem var með honum umrædda nótt sögðu báðir að þegar þeir hafi spurt manninn hvers vegna hann hafi framið árásina hafi hann sagt: „for Putin“ eða „fyrir Pútín“. Sagðist hafa ætlað að veifa leigbubíl Árásarmaðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagðist hafa verið undir miklum áhrifum áfengis um nóttina eftir að hafa verið á tveimur skemmtistöðum í miðbænum. Hann hafi verið að ganga um Hverfisgötu með aðra höndina á lofti, til þess að kalla á leigubíl, þegar hann hafi rekist utan í gangandi vegfaranda. Þrátt fyrir það hafi hann haldið för sinni áfram, en skömmu síðar verið hrint í jörðina og verið haldið niðrir. Skömmu síðar hafi hann verið handtekinn af lögreglu. Árásarmaðurinn kannaðist ekki við lýsingu mannanna um að hafa sagt: „fyrir Pútín“. Þá taldi hann blóðbletti á peysunni sinni annað hvort vera vínbletti eða vegna blóðs úr slagsmálum sem hann hafði reynt að stöðva fyrr um kvöldið. Hann sagðist rólegur að eðlisfari og ekki hneigður til ofbeldis. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn sem varð fyrir árásinni og áðurnefndur vinur hans lýstu atburðunum með svipuðum hætti. Þeir höfðu verið að ganga um bæinn í rólegheitum þegar þeir hefðu mætt ókunnugum manni sem hafi gengið rólega á móti þeim og síðan skyndilega gefið öðrum þeirra olnbogaskot í andlitið. Þeim hafi verið mjög brugðið og sá sem varð fyrir árásinni verið útataður blóði. Vinur hans hefði strax snúið árásarmanninn niður og spurt hvers vegna hann hefði ráðist á manninn, og hann gefið þeim áðurnefnt svar: „fyrir Pútín“. Ummælin til marks um annarlegt hugarástand Dómurinn mat framburð árásarmannsins ótrúverðugan og byggði heldur á framburði þess sem varð fyrir árásinni og vinar hans. Þá sagði dómurinn um ummæli hans að þau hafi endurspeglað mikla ölvun og annarlegt hugarástand hans á verknaðarstundu. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur og hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni 400 þúsund krónur í miskabætur og 702 þúsund í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Manninum var gefið að sök að veitast fyrirvaralaust með ofbeldi að öðrum manni með því að veita honum olnbogaskot í andlitið sem varð til þess að sá sem varð fyrir árásinni nefbrotnaði. Maðurinn sem varð fyrir árásinni og vinur hans sem var með honum umrædda nótt sögðu báðir að þegar þeir hafi spurt manninn hvers vegna hann hafi framið árásina hafi hann sagt: „for Putin“ eða „fyrir Pútín“. Sagðist hafa ætlað að veifa leigbubíl Árásarmaðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagðist hafa verið undir miklum áhrifum áfengis um nóttina eftir að hafa verið á tveimur skemmtistöðum í miðbænum. Hann hafi verið að ganga um Hverfisgötu með aðra höndina á lofti, til þess að kalla á leigubíl, þegar hann hafi rekist utan í gangandi vegfaranda. Þrátt fyrir það hafi hann haldið för sinni áfram, en skömmu síðar verið hrint í jörðina og verið haldið niðrir. Skömmu síðar hafi hann verið handtekinn af lögreglu. Árásarmaðurinn kannaðist ekki við lýsingu mannanna um að hafa sagt: „fyrir Pútín“. Þá taldi hann blóðbletti á peysunni sinni annað hvort vera vínbletti eða vegna blóðs úr slagsmálum sem hann hafði reynt að stöðva fyrr um kvöldið. Hann sagðist rólegur að eðlisfari og ekki hneigður til ofbeldis. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Maðurinn sem varð fyrir árásinni og áðurnefndur vinur hans lýstu atburðunum með svipuðum hætti. Þeir höfðu verið að ganga um bæinn í rólegheitum þegar þeir hefðu mætt ókunnugum manni sem hafi gengið rólega á móti þeim og síðan skyndilega gefið öðrum þeirra olnbogaskot í andlitið. Þeim hafi verið mjög brugðið og sá sem varð fyrir árásinni verið útataður blóði. Vinur hans hefði strax snúið árásarmanninn niður og spurt hvers vegna hann hefði ráðist á manninn, og hann gefið þeim áðurnefnt svar: „fyrir Pútín“. Ummælin til marks um annarlegt hugarástand Dómurinn mat framburð árásarmannsins ótrúverðugan og byggði heldur á framburði þess sem varð fyrir árásinni og vinar hans. Þá sagði dómurinn um ummæli hans að þau hafi endurspeglað mikla ölvun og annarlegt hugarástand hans á verknaðarstundu. Líkt og áður segir var maðurinn sakfelldur og hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni 400 þúsund krónur í miskabætur og 702 þúsund í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira