„Hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. október 2024 09:02 Arnar Þór Jónsson segir að leiðin til pólitísks frama á Íslandi í dag sé að hlýða öllu sem manni sé sagt. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Jónsson, stofnandi hins nýja Lýðræðisflokks, segir málamiðlanir í stjórnmálum oft vera óheilindi í garð kjósenda. Þetta sagði Arnar í Pallborðinu á Vísi, en þar ræddu hann, Jón Gnarr, félagi í Viðreisn og fyrrverandi borgarstjóri, og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni og fyrrverandi ritsjóri, voru gestir Pallborðsins. Þeir þrír eiga það sameiginlegt að stefna á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Þessi frasi um að íslensk stjórnmál í dag snúist öll um málamiðlanir. Ég myndi svara því með því að segja að það séu óheilindi gagnvart kjósendum. Því kjósendur kjósa sinn flokk á grundvelli einhverra loforða, sem flokkarnir gefa. Það eru óheilindi fólgin í því þegar flokkarnir snúa sér við daginn eftir kjördag og fara að vinna með fólki sem hefur allt aðra stefnu og allt fer í einhvern hrærigraut,“ sagði Arnar. Hann bætti við að honum þætti undanfarin ár, þau sem væru undir núverandi ríkisstjórn, hafa verið einn af lágpunktum í íslenskum stjórnmálum. „Mér er ekki illa við þá sem eru í Sjálfstæðisflokknum, en ég hef gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig flokkurinn hefur svikist undan merkjum,“ sagði Arnar. Hann sagðist tilbúinn að vinna með þeim sem styddu þá klassísku frjálshyggjustefnu sem hann talar fyrir. „En ég er ekki tilbúinn að brjóta gegn mínum eigin prinsippum til þess að öðlast pólitískan frama. Ég hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum og hlýtt öllu og gert allt sem mér var sagt, og gagnrýnt aldrei. Það er leiðin til pólitísks frama á Íslandi í dag,“ sagði Arnar. „Ég er ekki tilbúinn að brjóta gegn mínum prinsippum. Þá myndi ég fremur kjósa- má ég segja það? – rífa kjaft í stjórnarandstæðu á hreinum prinsipp-ástæðum, heldur en að vera búinn að svíkja sjálfan mig til að öðlast völd.“ Málamiðlanir hluti af lýðræðinu Jón Gnarr sagðist ekki sammála Arnari varðandi ríkisstjórnina. Hann sagðist frekar trúa því að hún hefði staðið sig vel á erfiðum tímum þar sem hún hefði þurft að takast á við heimsfaraldur og erfið eldsumbrot á Reykjanesskaga. Einnig sagði hann málamiðlanir gegna mikilvægu hlutverki í stjórnmálum. „Ég vil hafa frelsi til þess að gera það sem mig langar til þess að finna mína lífshamingju, svo framarlega sem ég geng ekki á rétt annars fólks til að ganga sína leið. Mér finnst að þar þurfi alltaf að vera málamiðlun. Það er ekki hægt öðruvísi en að það sé málamiðlun. Mér finnst það vera kjarninn í lýðræðinu, lýðræðið er svolítil málamiðlun,“ sagði Jón. Sjálfur sagðist hann ekki útiloka samstarf við neinn flokk, en tók fram að hann væri bara einn einstaklingur og gæti því ekki talað fyrir hönd alls flokksins. Betra ef ríkisstjórnin sé ekki bland í poka Þórður Snær sagði Samfylkinguna hafa mestan áhuga á að mynda mið- eða miðvinstri stjórn. Best væri að það væri með flokkum sem væru að toga allir í sömu átt. „Við þurfum ríkisstjórn sem getur mótað einhverja langtíma stefnu og einhverja langtíma sýn. Ég er eiginlega sammála því sem Arnar sagði áðan að það er betra að hún sé skipuð flokkum sem eru nær hver öðrum í hugmyndafræði frekar en þetta bland í poka sem við stöndum uppi með núna.“ Lýðræðisflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þetta sagði Arnar í Pallborðinu á Vísi, en þar ræddu hann, Jón Gnarr, félagi í Viðreisn og fyrrverandi borgarstjóri, og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni og fyrrverandi ritsjóri, voru gestir Pallborðsins. Þeir þrír eiga það sameiginlegt að stefna á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Þessi frasi um að íslensk stjórnmál í dag snúist öll um málamiðlanir. Ég myndi svara því með því að segja að það séu óheilindi gagnvart kjósendum. Því kjósendur kjósa sinn flokk á grundvelli einhverra loforða, sem flokkarnir gefa. Það eru óheilindi fólgin í því þegar flokkarnir snúa sér við daginn eftir kjördag og fara að vinna með fólki sem hefur allt aðra stefnu og allt fer í einhvern hrærigraut,“ sagði Arnar. Hann bætti við að honum þætti undanfarin ár, þau sem væru undir núverandi ríkisstjórn, hafa verið einn af lágpunktum í íslenskum stjórnmálum. „Mér er ekki illa við þá sem eru í Sjálfstæðisflokknum, en ég hef gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig flokkurinn hefur svikist undan merkjum,“ sagði Arnar. Hann sagðist tilbúinn að vinna með þeim sem styddu þá klassísku frjálshyggjustefnu sem hann talar fyrir. „En ég er ekki tilbúinn að brjóta gegn mínum eigin prinsippum til þess að öðlast pólitískan frama. Ég hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum og hlýtt öllu og gert allt sem mér var sagt, og gagnrýnt aldrei. Það er leiðin til pólitísks frama á Íslandi í dag,“ sagði Arnar. „Ég er ekki tilbúinn að brjóta gegn mínum prinsippum. Þá myndi ég fremur kjósa- má ég segja það? – rífa kjaft í stjórnarandstæðu á hreinum prinsipp-ástæðum, heldur en að vera búinn að svíkja sjálfan mig til að öðlast völd.“ Málamiðlanir hluti af lýðræðinu Jón Gnarr sagðist ekki sammála Arnari varðandi ríkisstjórnina. Hann sagðist frekar trúa því að hún hefði staðið sig vel á erfiðum tímum þar sem hún hefði þurft að takast á við heimsfaraldur og erfið eldsumbrot á Reykjanesskaga. Einnig sagði hann málamiðlanir gegna mikilvægu hlutverki í stjórnmálum. „Ég vil hafa frelsi til þess að gera það sem mig langar til þess að finna mína lífshamingju, svo framarlega sem ég geng ekki á rétt annars fólks til að ganga sína leið. Mér finnst að þar þurfi alltaf að vera málamiðlun. Það er ekki hægt öðruvísi en að það sé málamiðlun. Mér finnst það vera kjarninn í lýðræðinu, lýðræðið er svolítil málamiðlun,“ sagði Jón. Sjálfur sagðist hann ekki útiloka samstarf við neinn flokk, en tók fram að hann væri bara einn einstaklingur og gæti því ekki talað fyrir hönd alls flokksins. Betra ef ríkisstjórnin sé ekki bland í poka Þórður Snær sagði Samfylkinguna hafa mestan áhuga á að mynda mið- eða miðvinstri stjórn. Best væri að það væri með flokkum sem væru að toga allir í sömu átt. „Við þurfum ríkisstjórn sem getur mótað einhverja langtíma stefnu og einhverja langtíma sýn. Ég er eiginlega sammála því sem Arnar sagði áðan að það er betra að hún sé skipuð flokkum sem eru nær hver öðrum í hugmyndafræði frekar en þetta bland í poka sem við stöndum uppi með núna.“
Lýðræðisflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira