1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2024 13:35 Landsbankinn var svo til eini kröfuhafinn í þrotabúið. Vísir/Vilhelm Gjaldþrot Blikastaða ehf. sem áður var byggingafélag sem bar heitið Gissur og Pálmi ehf. nam einum og hálfum milljarði króna. Svo til ekkert fékkst upp í kröfur í búið sem komu nær eingöngu frá viðskiptabanka félagsins, Landsbankanum. Félagið var úrskuðað gjaldþrota sumarið 2014 og var skiptum í búið lokið í október 2024. Tilkynning um skiptalok er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Jóhannes Ásgeirsson skiptastjóri segir að handvömm hafi orðið við birtingu auglýsingarinnar sem nú sé loks komin í loftið. Heildarkröfur í þrotabúið námu einum milljarði og 476 milljónum króna. Þrjár milljónir fengust greiddar upp í kröfurnar. Jóhannes segir kröfuna svo til eingöngu hafa verið frá viðskiptabanka félagsins, Landsbankanum. Gissur Rafn Jóhannsson og Pálmi Ásmundsson áttu hvor um sig 37 prósent hlut í félaginu og Ásdís Halldórsdóttir og Gyða Þórðardóttir 13 prósent. Í síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2012, kom fram að eigið fé í árslok var neikvætt um 1,4 milljarð króna. „Í kjölfar falls íslensku bankanna haustið 2008 hefur algjör stöðnun ríkt á bygginga- og fasteignamarkaði í kjölfarið,“ segir í ábendingum endurskoðanda í ársreikningnum. Byggingastarfssemi félagsins og dótturfélaga var stöðvuð við fall bankanna haustið 2008 þegar sköpuðust óvenjulegar og sérstakar aðstæður á íslenskum fjármálamarkaði. Í framhaldi af því hefði fjárhagsstaða félagsins versnað vegna mikillar veikingar íslensku krónunnar þar sem skuldir við lánastofnanir voru að stærstum hluta í erlendri mynt. „Þrátt fyrir lækkun lána um 1.753 mkr árinu 2011 vegna endurútreiknings þá er eigið fé félagsins neikvætt um 1.470 milljónir króna í árslok 2012. Lánasamningar hafa gjaldfallið á árunum 2010 til 2012. Náist ekki að endurfjármagna félagið, þ.m.t. með niðurfellingu skulda, verður það ekki rekstrarhæft. Fyrirtækið er í samningaviðræðum við viðskiptabanka sinn um framtíð þess.“ Tap Blikastaða árið 2012 nam 268 milljónum króna. Stjórn sagði óvissu um áframhaldandi rekstur félagsins sem var svo úrskurðað gjaldþrota árið 2014. Gjaldþrot Byggingariðnaður Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Félagið var úrskuðað gjaldþrota sumarið 2014 og var skiptum í búið lokið í október 2024. Tilkynning um skiptalok er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Jóhannes Ásgeirsson skiptastjóri segir að handvömm hafi orðið við birtingu auglýsingarinnar sem nú sé loks komin í loftið. Heildarkröfur í þrotabúið námu einum milljarði og 476 milljónum króna. Þrjár milljónir fengust greiddar upp í kröfurnar. Jóhannes segir kröfuna svo til eingöngu hafa verið frá viðskiptabanka félagsins, Landsbankanum. Gissur Rafn Jóhannsson og Pálmi Ásmundsson áttu hvor um sig 37 prósent hlut í félaginu og Ásdís Halldórsdóttir og Gyða Þórðardóttir 13 prósent. Í síðasta ársreikningi félagsins, fyrir árið 2012, kom fram að eigið fé í árslok var neikvætt um 1,4 milljarð króna. „Í kjölfar falls íslensku bankanna haustið 2008 hefur algjör stöðnun ríkt á bygginga- og fasteignamarkaði í kjölfarið,“ segir í ábendingum endurskoðanda í ársreikningnum. Byggingastarfssemi félagsins og dótturfélaga var stöðvuð við fall bankanna haustið 2008 þegar sköpuðust óvenjulegar og sérstakar aðstæður á íslenskum fjármálamarkaði. Í framhaldi af því hefði fjárhagsstaða félagsins versnað vegna mikillar veikingar íslensku krónunnar þar sem skuldir við lánastofnanir voru að stærstum hluta í erlendri mynt. „Þrátt fyrir lækkun lána um 1.753 mkr árinu 2011 vegna endurútreiknings þá er eigið fé félagsins neikvætt um 1.470 milljónir króna í árslok 2012. Lánasamningar hafa gjaldfallið á árunum 2010 til 2012. Náist ekki að endurfjármagna félagið, þ.m.t. með niðurfellingu skulda, verður það ekki rekstrarhæft. Fyrirtækið er í samningaviðræðum við viðskiptabanka sinn um framtíð þess.“ Tap Blikastaða árið 2012 nam 268 milljónum króna. Stjórn sagði óvissu um áframhaldandi rekstur félagsins sem var svo úrskurðað gjaldþrota árið 2014.
Gjaldþrot Byggingariðnaður Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent