Kallar eftir stuðningi allra múslima við Hezbollah Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. september 2024 18:10 Ali Khamenei, æðsti klerkur Íran, lýsti yfir stuðningi við Hezbollah eftir fall leiðtoga samtakanna í dag. Getty/Skrifstofa æðsta klerks Íran Leiðtogi Hryðjuverksamtakanna Hezbollah var drepinn í loftárásum Ísraela á Beirút í nótt. Æðstiklerkur Íran segir alla múslima þurfa að standa með trúbræðrum sínum í Hezbollah. Talsmaður Ísraelshers segir samtökin draga Líbanon og nærliggjandi ríki inn í átök, sem Ísrael vilji ekki að breiðist út. Óvíst er hversu margir fórust í umfangsmiklum árásum Ísrael í nótt. Minnst sjö hundruð hafa farist á síðustu tveimur vikum og meira en 200 þúsund þurft að flýja heimili sín. Talið er að 50 þúsund hafi flúið yfir landamærin til Sýrlands. „Hans tign, Hassan Nasrallah, yfirmaður Hezbollah, sameinaðist hinum miklu píslavottum sínum sem hann leiddi ítrekað til sigurs í nær 30 ár.“ Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah til þrjátíu ára var felldur í loftárás Ísrael í nótt.AP Photo/Mohammed Zaatari Svona hljóðaði yfirlýsing sem Hezbollah sendi frá sér rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma. Í yfirlýsingunni hétu samtökin því að halda áfram því helga stríði, sem þau hefðu staðið í gegn Ísrael til stuðnings Gaza og palestínku þjóðinni. Ísraelski herinn hafði tilkynnt það í morgun á samfélagsmiðlinum X að Nasrallah myndi ekki lengur halda heiminum í heljargreipum. „Nasrallah var lífshættulegur þúsundum Ísraelsmanna og annarra borgara,“ sagði Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, í yfirlýsingu í dag. „Hezbollah dregur Líbanon og allan heimshlutann inn í stigvaxandi átök. Ísrael sækist ekki eftir stigvaxandi átökum,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers. Húsarústir eftir loftárásir Ísraela.AP Photo/Hussein Malla Ísraelar segjast nú hafa grandað öllum helstu toppum innan Hezbollah Fullyrða má að með þessu aukist spennan á svæðinu en hún hefur farið stigvaxandi síðustu vikur. Írönsk yfirvöld, sem styðja Hezbollah og fleiri álíka samtök, fordæmdu aðgerðir Ísrael í dag. Hamas í Palestínu og Hútar í Jemen lýstu yfir stuðningi við Hezbollah í kjölfarið. „Allir múslimar eru skyldugir að styðja líbönsku þjóðina og hina hugprúðu Hezbollah með ráðum og dáð og hjálpa þeim við að berjast gegn hinum rángjarna, harðráða og illa óvini,“ sagði í yfirlýsingu Ayatollah Khamenei, æðstaklerks Íran. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Tengdar fréttir Öllum flugferðum til Beirút aflýst Íranska flugfélagið, Iran Air, hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Beirút, höfuðborgar Líbanon, um óákveðinn tíma. 28. september 2024 14:24 Leiðtogi Hezbollah allur Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. 28. september 2024 08:22 Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. 27. september 2024 23:18 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Óvíst er hversu margir fórust í umfangsmiklum árásum Ísrael í nótt. Minnst sjö hundruð hafa farist á síðustu tveimur vikum og meira en 200 þúsund þurft að flýja heimili sín. Talið er að 50 þúsund hafi flúið yfir landamærin til Sýrlands. „Hans tign, Hassan Nasrallah, yfirmaður Hezbollah, sameinaðist hinum miklu píslavottum sínum sem hann leiddi ítrekað til sigurs í nær 30 ár.“ Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah til þrjátíu ára var felldur í loftárás Ísrael í nótt.AP Photo/Mohammed Zaatari Svona hljóðaði yfirlýsing sem Hezbollah sendi frá sér rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma. Í yfirlýsingunni hétu samtökin því að halda áfram því helga stríði, sem þau hefðu staðið í gegn Ísrael til stuðnings Gaza og palestínku þjóðinni. Ísraelski herinn hafði tilkynnt það í morgun á samfélagsmiðlinum X að Nasrallah myndi ekki lengur halda heiminum í heljargreipum. „Nasrallah var lífshættulegur þúsundum Ísraelsmanna og annarra borgara,“ sagði Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, í yfirlýsingu í dag. „Hezbollah dregur Líbanon og allan heimshlutann inn í stigvaxandi átök. Ísrael sækist ekki eftir stigvaxandi átökum,“ sagði Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers. Húsarústir eftir loftárásir Ísraela.AP Photo/Hussein Malla Ísraelar segjast nú hafa grandað öllum helstu toppum innan Hezbollah Fullyrða má að með þessu aukist spennan á svæðinu en hún hefur farið stigvaxandi síðustu vikur. Írönsk yfirvöld, sem styðja Hezbollah og fleiri álíka samtök, fordæmdu aðgerðir Ísrael í dag. Hamas í Palestínu og Hútar í Jemen lýstu yfir stuðningi við Hezbollah í kjölfarið. „Allir múslimar eru skyldugir að styðja líbönsku þjóðina og hina hugprúðu Hezbollah með ráðum og dáð og hjálpa þeim við að berjast gegn hinum rángjarna, harðráða og illa óvini,“ sagði í yfirlýsingu Ayatollah Khamenei, æðstaklerks Íran.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hernaður Tengdar fréttir Öllum flugferðum til Beirút aflýst Íranska flugfélagið, Iran Air, hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Beirút, höfuðborgar Líbanon, um óákveðinn tíma. 28. september 2024 14:24 Leiðtogi Hezbollah allur Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. 28. september 2024 08:22 Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. 27. september 2024 23:18 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Öllum flugferðum til Beirút aflýst Íranska flugfélagið, Iran Air, hefur aflýst öllum flugferðum sínum til og frá Beirút, höfuðborgar Líbanon, um óákveðinn tíma. 28. september 2024 14:24
Leiðtogi Hezbollah allur Ísraelski herinn greinir frá því í tilkynningu á samfélagsmiðlum, að Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi Hezbollah-samtakanna hafi fallið í árásum hersins í Beirút í Líbanon. 28. september 2024 08:22
Loftárásir á meint vopnabúr Hezbollah í Beirút Ísraelsher segir að áframhaldandi loftárásir á Beirút í kvöld beinist að vopnabúrum Hezbollah-samtakanna undir íbúðarblokkum. Óljóst er hvort að leiðtogi samtakanna sé lífs eða liðinn eftir árásir Ísraela fyrr í dag. 27. september 2024 23:18