Handbolti

FH á toppinn eftir sigur í Garða­bæ

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birgir Már Birgisson skoraði 10 mörk í kvöld.
Birgir Már Birgisson skoraði 10 mörk í kvöld. Vísir/Anton Brink

Íslandsmeistarar FH unnu fjögurra marka útisigur á Stjörnunni í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta. FH hefur nú unnið síðustu þrjá leiki sína og er komið með átta stig að loknum fimm leikjum.

Staðan var jöfn framan af leik en FH fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn, 12-10, eftir að mark sem liðið skoraði á lokasekúndunni var dæmt gilt. Í síðari hálfleik náði FH að auka forskot sitt mest í sex mörk en munurinn var fjögur mörk þegar flautað var til leiksloka, lokatölur 22-26.

Birgir Már Birgisson var markahæstur í liði FH með 10 mörk. Þar á eftir kom Símon Michael Guðjónsson með átta mörk og Daníel Freyr Andrésson varði átta skot í markinu. Hjá stjörnunni voru Hans Jörgen Ólafsson og Jóel Bernburg markahæstir með fimm mörk hvor á meðan Adam Thorstensen varði 17 skot í markinu.

FH er nú komið á topp deildarinnar með átta stig að loknum fimm umfeðrum. Stjarnan er í 7. sæti með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×