Hlaut varanlegan skaða vegna myglu en fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 27. september 2024 15:58 Hús Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 hefur verið til eintómra vandræða undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Orkuveitan hefur verið sýknuð af öllum kröfum konu sem starfaði hjá fyrirtækinu en þurfti að hætta vegna veikinda af völdum myglu. Landsréttur taldi Orkuveituna hafa gripið til nægra ráðstafana með því að færa starfsmenn úr þeim hluta Orkuveituhússins sem var myglaður. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl í fyrra. Í dóminum segir að konan hefði krafist þess að bótaskylda Orkuveitunnar yrði viðurkennd vegna heilsutjóns sem hún hefði orðið fyrir 2014 til 2017 sökum myglu í húsnæði Orkuveitunnar. Varð fyrir óafturkræfum skaða Í dómi Landsréttar segir að með vísan til forsendna dóms héraðsdóms væri staðfest sú niðurstaða að leggja bæri til grundvallar fyrirliggjandi matsgerð um að konan hefði orðið fyrir varanlegum heilsubresti við vinnu sína í húsnæði Orkuveitunnar vegna áhrifa frá myglu og að rétt væri að miða við að það hefði gerst áður en konan hafi, ásamt öðrum starfsmönnum sama sviðs, verið flutt til í húsnæðinu í september árið 2015 í kjölfar þess að mygla greindist þar. Yrði hvergi ráðið af gögnum málsins að mygla hefði greinst á öðrum stöðum í húsnæðinu þar sem konan hefði haft viðveru eftir það tímamark. Yrði samkvæmt því ekki unnt að fallast á þá málsástæðu að hún hefði jafnframt orðið fyrir áhrifum myglu annars staðar í húsnæðinu eftir september 2015. Væru því engin efni til að líta svo á að tilflutningur fyrrgreindra starfsmanna úr þeim hluta húsnæðisins þar sem mygla fannst í september 2015 hefði verið ófullnægjandi ráðstöfun af hálfu Orkuveitunnar miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir um eðli og umfang myglunnar. Hefðu ekki þurft að bregðast við fyrr Þá hafi Landsréttur ekki fallist á þá málsástæðu konunnar að efni væru til að gera ríkari kröfur til Orkuveitunnar en leiddu af almennum reglum skaðabótaréttar um sakarmat, sönnun og sönnunarbyrði. Um þá niðurstöðu hafi rétturinn vísað til fyrirliggjandi matsgerðar dómkvaddra matsmanna um þá þekkingu sem lá fyrir um möguleg áhrif myglu á heilsu á þeim tíma sem atvik máls áttu sér stað. Fallist hafi verið á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að eins og atvikum máls væri háttað yrði Orkuveitan ekki látin bera hallann af sönnunarskorti um að mögulega hefði mátt greina tilvist myglu í húsnæðinu fyrr, eftir atvikum með öðrum eða víðtækari ráðstöfunum en gripið var til. Væri um það meðal annars horft til þess að ekki yrði ráðið af gögnum málsins að nein ný sjáanleg ytri ummerki um raka eða myglu hefðu komið fram á umræddum stað í húsnæðinu í kjölfar skoðunar sem fór fram í febrúar 2013. Þá yrði ekki ráðið af gögnum málsins að á vegum Orkuveitunnar hefði ekki verið gripið til fullnægjandi aðgerða í tilefni lekavandamála sem hefðu komið upp í húsnæðinu árið 2004. Því hafi niðurstaða héraðsdóms um sýknu Orkuveitunnar staðfest. Þá segir að rétt þyki að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður milli aðila málsins. Það var einnig talið rétt í héraði. Mygla Húsnæðismál Dómsmál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl í fyrra. Í dóminum segir að konan hefði krafist þess að bótaskylda Orkuveitunnar yrði viðurkennd vegna heilsutjóns sem hún hefði orðið fyrir 2014 til 2017 sökum myglu í húsnæði Orkuveitunnar. Varð fyrir óafturkræfum skaða Í dómi Landsréttar segir að með vísan til forsendna dóms héraðsdóms væri staðfest sú niðurstaða að leggja bæri til grundvallar fyrirliggjandi matsgerð um að konan hefði orðið fyrir varanlegum heilsubresti við vinnu sína í húsnæði Orkuveitunnar vegna áhrifa frá myglu og að rétt væri að miða við að það hefði gerst áður en konan hafi, ásamt öðrum starfsmönnum sama sviðs, verið flutt til í húsnæðinu í september árið 2015 í kjölfar þess að mygla greindist þar. Yrði hvergi ráðið af gögnum málsins að mygla hefði greinst á öðrum stöðum í húsnæðinu þar sem konan hefði haft viðveru eftir það tímamark. Yrði samkvæmt því ekki unnt að fallast á þá málsástæðu að hún hefði jafnframt orðið fyrir áhrifum myglu annars staðar í húsnæðinu eftir september 2015. Væru því engin efni til að líta svo á að tilflutningur fyrrgreindra starfsmanna úr þeim hluta húsnæðisins þar sem mygla fannst í september 2015 hefði verið ófullnægjandi ráðstöfun af hálfu Orkuveitunnar miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir um eðli og umfang myglunnar. Hefðu ekki þurft að bregðast við fyrr Þá hafi Landsréttur ekki fallist á þá málsástæðu konunnar að efni væru til að gera ríkari kröfur til Orkuveitunnar en leiddu af almennum reglum skaðabótaréttar um sakarmat, sönnun og sönnunarbyrði. Um þá niðurstöðu hafi rétturinn vísað til fyrirliggjandi matsgerðar dómkvaddra matsmanna um þá þekkingu sem lá fyrir um möguleg áhrif myglu á heilsu á þeim tíma sem atvik máls áttu sér stað. Fallist hafi verið á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að eins og atvikum máls væri háttað yrði Orkuveitan ekki látin bera hallann af sönnunarskorti um að mögulega hefði mátt greina tilvist myglu í húsnæðinu fyrr, eftir atvikum með öðrum eða víðtækari ráðstöfunum en gripið var til. Væri um það meðal annars horft til þess að ekki yrði ráðið af gögnum málsins að nein ný sjáanleg ytri ummerki um raka eða myglu hefðu komið fram á umræddum stað í húsnæðinu í kjölfar skoðunar sem fór fram í febrúar 2013. Þá yrði ekki ráðið af gögnum málsins að á vegum Orkuveitunnar hefði ekki verið gripið til fullnægjandi aðgerða í tilefni lekavandamála sem hefðu komið upp í húsnæðinu árið 2004. Því hafi niðurstaða héraðsdóms um sýknu Orkuveitunnar staðfest. Þá segir að rétt þyki að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður milli aðila málsins. Það var einnig talið rétt í héraði.
Mygla Húsnæðismál Dómsmál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira