Hlaut varanlegan skaða vegna myglu en fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 27. september 2024 15:58 Hús Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 hefur verið til eintómra vandræða undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Orkuveitan hefur verið sýknuð af öllum kröfum konu sem starfaði hjá fyrirtækinu en þurfti að hætta vegna veikinda af völdum myglu. Landsréttur taldi Orkuveituna hafa gripið til nægra ráðstafana með því að færa starfsmenn úr þeim hluta Orkuveituhússins sem var myglaður. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl í fyrra. Í dóminum segir að konan hefði krafist þess að bótaskylda Orkuveitunnar yrði viðurkennd vegna heilsutjóns sem hún hefði orðið fyrir 2014 til 2017 sökum myglu í húsnæði Orkuveitunnar. Varð fyrir óafturkræfum skaða Í dómi Landsréttar segir að með vísan til forsendna dóms héraðsdóms væri staðfest sú niðurstaða að leggja bæri til grundvallar fyrirliggjandi matsgerð um að konan hefði orðið fyrir varanlegum heilsubresti við vinnu sína í húsnæði Orkuveitunnar vegna áhrifa frá myglu og að rétt væri að miða við að það hefði gerst áður en konan hafi, ásamt öðrum starfsmönnum sama sviðs, verið flutt til í húsnæðinu í september árið 2015 í kjölfar þess að mygla greindist þar. Yrði hvergi ráðið af gögnum málsins að mygla hefði greinst á öðrum stöðum í húsnæðinu þar sem konan hefði haft viðveru eftir það tímamark. Yrði samkvæmt því ekki unnt að fallast á þá málsástæðu að hún hefði jafnframt orðið fyrir áhrifum myglu annars staðar í húsnæðinu eftir september 2015. Væru því engin efni til að líta svo á að tilflutningur fyrrgreindra starfsmanna úr þeim hluta húsnæðisins þar sem mygla fannst í september 2015 hefði verið ófullnægjandi ráðstöfun af hálfu Orkuveitunnar miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir um eðli og umfang myglunnar. Hefðu ekki þurft að bregðast við fyrr Þá hafi Landsréttur ekki fallist á þá málsástæðu konunnar að efni væru til að gera ríkari kröfur til Orkuveitunnar en leiddu af almennum reglum skaðabótaréttar um sakarmat, sönnun og sönnunarbyrði. Um þá niðurstöðu hafi rétturinn vísað til fyrirliggjandi matsgerðar dómkvaddra matsmanna um þá þekkingu sem lá fyrir um möguleg áhrif myglu á heilsu á þeim tíma sem atvik máls áttu sér stað. Fallist hafi verið á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að eins og atvikum máls væri háttað yrði Orkuveitan ekki látin bera hallann af sönnunarskorti um að mögulega hefði mátt greina tilvist myglu í húsnæðinu fyrr, eftir atvikum með öðrum eða víðtækari ráðstöfunum en gripið var til. Væri um það meðal annars horft til þess að ekki yrði ráðið af gögnum málsins að nein ný sjáanleg ytri ummerki um raka eða myglu hefðu komið fram á umræddum stað í húsnæðinu í kjölfar skoðunar sem fór fram í febrúar 2013. Þá yrði ekki ráðið af gögnum málsins að á vegum Orkuveitunnar hefði ekki verið gripið til fullnægjandi aðgerða í tilefni lekavandamála sem hefðu komið upp í húsnæðinu árið 2004. Því hafi niðurstaða héraðsdóms um sýknu Orkuveitunnar staðfest. Þá segir að rétt þyki að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður milli aðila málsins. Það var einnig talið rétt í héraði. Mygla Húsnæðismál Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl í fyrra. Í dóminum segir að konan hefði krafist þess að bótaskylda Orkuveitunnar yrði viðurkennd vegna heilsutjóns sem hún hefði orðið fyrir 2014 til 2017 sökum myglu í húsnæði Orkuveitunnar. Varð fyrir óafturkræfum skaða Í dómi Landsréttar segir að með vísan til forsendna dóms héraðsdóms væri staðfest sú niðurstaða að leggja bæri til grundvallar fyrirliggjandi matsgerð um að konan hefði orðið fyrir varanlegum heilsubresti við vinnu sína í húsnæði Orkuveitunnar vegna áhrifa frá myglu og að rétt væri að miða við að það hefði gerst áður en konan hafi, ásamt öðrum starfsmönnum sama sviðs, verið flutt til í húsnæðinu í september árið 2015 í kjölfar þess að mygla greindist þar. Yrði hvergi ráðið af gögnum málsins að mygla hefði greinst á öðrum stöðum í húsnæðinu þar sem konan hefði haft viðveru eftir það tímamark. Yrði samkvæmt því ekki unnt að fallast á þá málsástæðu að hún hefði jafnframt orðið fyrir áhrifum myglu annars staðar í húsnæðinu eftir september 2015. Væru því engin efni til að líta svo á að tilflutningur fyrrgreindra starfsmanna úr þeim hluta húsnæðisins þar sem mygla fannst í september 2015 hefði verið ófullnægjandi ráðstöfun af hálfu Orkuveitunnar miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir um eðli og umfang myglunnar. Hefðu ekki þurft að bregðast við fyrr Þá hafi Landsréttur ekki fallist á þá málsástæðu konunnar að efni væru til að gera ríkari kröfur til Orkuveitunnar en leiddu af almennum reglum skaðabótaréttar um sakarmat, sönnun og sönnunarbyrði. Um þá niðurstöðu hafi rétturinn vísað til fyrirliggjandi matsgerðar dómkvaddra matsmanna um þá þekkingu sem lá fyrir um möguleg áhrif myglu á heilsu á þeim tíma sem atvik máls áttu sér stað. Fallist hafi verið á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að eins og atvikum máls væri háttað yrði Orkuveitan ekki látin bera hallann af sönnunarskorti um að mögulega hefði mátt greina tilvist myglu í húsnæðinu fyrr, eftir atvikum með öðrum eða víðtækari ráðstöfunum en gripið var til. Væri um það meðal annars horft til þess að ekki yrði ráðið af gögnum málsins að nein ný sjáanleg ytri ummerki um raka eða myglu hefðu komið fram á umræddum stað í húsnæðinu í kjölfar skoðunar sem fór fram í febrúar 2013. Þá yrði ekki ráðið af gögnum málsins að á vegum Orkuveitunnar hefði ekki verið gripið til fullnægjandi aðgerða í tilefni lekavandamála sem hefðu komið upp í húsnæðinu árið 2004. Því hafi niðurstaða héraðsdóms um sýknu Orkuveitunnar staðfest. Þá segir að rétt þyki að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður milli aðila málsins. Það var einnig talið rétt í héraði.
Mygla Húsnæðismál Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent