Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2024 13:05 Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtunum óbreyttum og þeir verði því áfram 9,25 prósent. Peningastefnunefnd kynnir vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Frá þessu segir í greiningu Hagfræðideildarinnar. Þar kemur fram að ýmis merki séu um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. „Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð,“ segir í greiningunni. Sagt var frá því í gær að Greiningardeild Íslandsbanka spái því að peningastefnunefnd muni einmitt halda stýrivöxtunum óbreyttum í næstu viku. Samhljómur sé því milli greiningadeilda bankanna. Í greiningu Landsbankans segir að þegar peningastefnunefnd hafi síðast komið saman 21. ágúst hafði verðbólga aukist frá því á maífundinum. „Í ágústyfirlýsingunni var lögð áhersla á of mikla undirliggjandi verðbólgu, væntingar yfir markmiði og spennu í þjóðarbúinu. Þá kom fram að nefndin teldi aðhaldsstigið „hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið“ en að þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kölluðu á „varkárni“. Verðbólga hefur hjaðnað verulega frá síðasta fundi Frá síðasta fundi hefur verðbólga hjaðnað verulega, úr 6,3% í 5,4%. Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu hafa því hækkað um 0,9 prósentustig á milli funda nefndarinnar. Hafa ber í huga að hjöðnunin undanfarið skýrist að hluta til af niðurfellingu opinberra gjalda, þ.e. einstaka skólagjalda og gjalda vegna skólamáltíða. Þótt slík niðurfelling komi til lækkunar á vísitölu neysluverðs gerir hún það að verkum að almenningur hefur meira fé milli handanna og kann því að vera þensluhvetjandi til lengri tíma. Verðbólguhjöðnunin er því ekki að öllu leyti til marks um minnkandi eftirspurnarþrýsting í hagkerfinu, og við teljum líklegt að nefndin líti til þess. Við teljum að einnig spili inn í ýmsir aðrir hagvísar sem benda til þó nokkurrar eftirspurnar í hagkerfinu og að nefndin komist að þeirri niðurstöðu að enn einu sinni sé ráðlegt að halda vöxtum óbreyttum,“ segir í greiningu Landsbankans. Landsbankinn Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá enn einum fundinum án breytingar Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms. 26. september 2024 16:19 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Frá þessu segir í greiningu Hagfræðideildarinnar. Þar kemur fram að ýmis merki séu um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. „Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð,“ segir í greiningunni. Sagt var frá því í gær að Greiningardeild Íslandsbanka spái því að peningastefnunefnd muni einmitt halda stýrivöxtunum óbreyttum í næstu viku. Samhljómur sé því milli greiningadeilda bankanna. Í greiningu Landsbankans segir að þegar peningastefnunefnd hafi síðast komið saman 21. ágúst hafði verðbólga aukist frá því á maífundinum. „Í ágústyfirlýsingunni var lögð áhersla á of mikla undirliggjandi verðbólgu, væntingar yfir markmiði og spennu í þjóðarbúinu. Þá kom fram að nefndin teldi aðhaldsstigið „hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið“ en að þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kölluðu á „varkárni“. Verðbólga hefur hjaðnað verulega frá síðasta fundi Frá síðasta fundi hefur verðbólga hjaðnað verulega, úr 6,3% í 5,4%. Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu hafa því hækkað um 0,9 prósentustig á milli funda nefndarinnar. Hafa ber í huga að hjöðnunin undanfarið skýrist að hluta til af niðurfellingu opinberra gjalda, þ.e. einstaka skólagjalda og gjalda vegna skólamáltíða. Þótt slík niðurfelling komi til lækkunar á vísitölu neysluverðs gerir hún það að verkum að almenningur hefur meira fé milli handanna og kann því að vera þensluhvetjandi til lengri tíma. Verðbólguhjöðnunin er því ekki að öllu leyti til marks um minnkandi eftirspurnarþrýsting í hagkerfinu, og við teljum líklegt að nefndin líti til þess. Við teljum að einnig spili inn í ýmsir aðrir hagvísar sem benda til þó nokkurrar eftirspurnar í hagkerfinu og að nefndin komist að þeirri niðurstöðu að enn einu sinni sé ráðlegt að halda vöxtum óbreyttum,“ segir í greiningu Landsbankans.
Landsbankinn Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá enn einum fundinum án breytingar Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms. 26. september 2024 16:19 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Spá enn einum fundinum án breytingar Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 2. október næstkomandi. Deildin telur þó að vaxtalækkunarferlið hefjist innan skamms. 26. september 2024 16:19
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf