Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 21:15 Páll Steingrímsson er ósáttur við að lögreglan sé hætt að rannsaka hvernig síma hans var stolið. Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Fyrrverandi eiginkona Páls hafði einnig stöðu sakbornings í málinu. „Ekki fengum við það réttlæti sem við töldum okkur eiga inni, En síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessu máli,“ skrifaði Páll í færslu á Facebook í kvöld. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, sagði mbl.is í dag að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort að ákvörðun lögreglustjórans yrði kærð. Páll hefur sjálfur sent fjölmiðlum upptöku af fyrrverandi eiginkonu sinni þar sem hún lýsir því hvernig hún fékk starfsmönnum fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV síma hans. Upptakan var sögð hafa verið gerð í sumar. Skipstjórinn lýsir ákvörðun lögreglustjóra sem „talsverðu áfalli“. „Ekki síst vegna þess að hún sýnir að sú taktík sakborninga að tefja, blekka og afvegaleiða rannsókn málsins hefur gengið upp. Í það minnsta um sinn, því ég neita að gefast upp við að sækja réttlæti vegna þeirra[r] árásar sem hópur fjölmiðlamanna gerði á fjölskyldu mína, því slík vinnubrögði [svo] mega aldrei verða endurtekin af þessum hóp, ALDREI,“ skrifar Páll. Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Akureyri Tengdar fréttir Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Fyrrverandi eiginkona Páls hafði einnig stöðu sakbornings í málinu. „Ekki fengum við það réttlæti sem við töldum okkur eiga inni, En síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessu máli,“ skrifaði Páll í færslu á Facebook í kvöld. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, sagði mbl.is í dag að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort að ákvörðun lögreglustjórans yrði kærð. Páll hefur sjálfur sent fjölmiðlum upptöku af fyrrverandi eiginkonu sinni þar sem hún lýsir því hvernig hún fékk starfsmönnum fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV síma hans. Upptakan var sögð hafa verið gerð í sumar. Skipstjórinn lýsir ákvörðun lögreglustjóra sem „talsverðu áfalli“. „Ekki síst vegna þess að hún sýnir að sú taktík sakborninga að tefja, blekka og afvegaleiða rannsókn málsins hefur gengið upp. Í það minnsta um sinn, því ég neita að gefast upp við að sækja réttlæti vegna þeirra[r] árásar sem hópur fjölmiðlamanna gerði á fjölskyldu mína, því slík vinnubrögði [svo] mega aldrei verða endurtekin af þessum hóp, ALDREI,“ skrifar Páll.
Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Akureyri Tengdar fréttir Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36
Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26