Hálft ár frá ráninu í Hamraborg sem er enn óupplýst Tómas Arnar Þorláksson og Jón Þór Stefánsson skrifa 25. september 2024 20:31 Á myndbandsupptökum í Hamraborg mátti sjá tvo menn brjóta afturglugga verðmætaflutningabíls Öryggismiðstöðvarinnar að morgni mánudagsins 25. mars. Stöð 2 Í dag eru sex mánuðir síðan tveir grímuklæddir þjófar stálu tugum milljónum króna úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Málið er enn óupplýst. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé enn í rannsókn, og ekkert nýtt að frétta að svo stöddu. Svo virðist sem að rannsóknin gangi erfiðlega en í lok ágúst höfðu engar nýjar vísbendingar borist lögreglu varðandi málið. Málið rifjað upp Þjófnaðurinn átti sér stað þann 25. mars þegar að tveir menn brutust inn í bifreið og höfðu með sér þýfið. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið og var lýst eftir dökkgráum Toyota Yaris sem reyndist síðar vera með tvær mismunandi númeraplötur sem voru báðar stolnar af öðrum ökutækjum. Starfsmenn öryggismiðstöðvarinnar voru inn á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum á meðan þjófarnir athöfðust en sjá má myndskeið af atvikinu í spilaranum hér að neðan. Þýfið voru peningar sem komu úr spilakössum á vegum Happdrættis háskólans. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku töskur og brunuðu í burtu. Daginn eftir fundust töskur í Mosfellsbæ á þremur mismunandi stöðum en verðmætin höfðu verið tekin úr töskunum. Sjö töskum var stolið en einungis voru verðmæti í tveimur þeirra. Verðmætin voru þá á bak og burt. Þær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, við Bugðufljót og úti í móa uppi við Esjumela. Upprunalega var talið að allar töskurnar væru fundnar en síðar kom í ljós ein af töskunum væri ófundin, sú var full af peningum. Saklaus maður handtekinn fyrir mistök Litasprengjum sem hafði verið komið fyrir í töskunum til að eyðileggja verðmætin þegar einhver reynir að opna töskurnar sprungu. Óvíst er hve stór hluti féssins eyðilagðist við það en töskurnar voru opnaðar með slípirokk. Þann 30. mars var saklaus maður handtekinn og látinn dúsa í fangaklefa í átta tíma. Kona sem sá lögregluna auglýsa eftir bíl hennar hringdi til að láta vita að honum hefði ekki verið stolið og að kærasti hennar væri á bílnum. Sérsveitarmenn og lögregluþjónar fóru í kjölfarið í vinnu kærastans og handtóku hann. Sat í gæsluvarðhaldi í viku Þann 2. maí var íslenskur karlmaður um fertugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnaðinn í Hamraborg, fimm vikum eftir atvikið. Samkvæmt heimildum fréttastofu rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands nokkrum dögum áður. Lögreglan hélt spilunum þétt að sér. Karlmaðurinn var látinn laus rúmlega viku seinna en lögreglan taldi ekki ástæðu til að halda honum lengur. Hann var þó enn grunaður um aðild að málinu. Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst í málinu en 2. júlí var greint frá því að peningarnir hafa ekki enn fundist en vísbendingar væru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Peningarnir úr Hamraborg enn ekki fundist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar upplýsingar frá tæknideild lögreglunnar vegna þjófnaðar í Hamraborg í mars síðastliðnum. Þar var tugum milljóna stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Peningarnir hafa ekki fundist en vísbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn hefur stöðu sakbornings. 2. júlí 2024 11:14 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé enn í rannsókn, og ekkert nýtt að frétta að svo stöddu. Svo virðist sem að rannsóknin gangi erfiðlega en í lok ágúst höfðu engar nýjar vísbendingar borist lögreglu varðandi málið. Málið rifjað upp Þjófnaðurinn átti sér stað þann 25. mars þegar að tveir menn brutust inn í bifreið og höfðu með sér þýfið. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið og var lýst eftir dökkgráum Toyota Yaris sem reyndist síðar vera með tvær mismunandi númeraplötur sem voru báðar stolnar af öðrum ökutækjum. Starfsmenn öryggismiðstöðvarinnar voru inn á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum á meðan þjófarnir athöfðust en sjá má myndskeið af atvikinu í spilaranum hér að neðan. Þýfið voru peningar sem komu úr spilakössum á vegum Happdrættis háskólans. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku töskur og brunuðu í burtu. Daginn eftir fundust töskur í Mosfellsbæ á þremur mismunandi stöðum en verðmætin höfðu verið tekin úr töskunum. Sjö töskum var stolið en einungis voru verðmæti í tveimur þeirra. Verðmætin voru þá á bak og burt. Þær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, við Bugðufljót og úti í móa uppi við Esjumela. Upprunalega var talið að allar töskurnar væru fundnar en síðar kom í ljós ein af töskunum væri ófundin, sú var full af peningum. Saklaus maður handtekinn fyrir mistök Litasprengjum sem hafði verið komið fyrir í töskunum til að eyðileggja verðmætin þegar einhver reynir að opna töskurnar sprungu. Óvíst er hve stór hluti féssins eyðilagðist við það en töskurnar voru opnaðar með slípirokk. Þann 30. mars var saklaus maður handtekinn og látinn dúsa í fangaklefa í átta tíma. Kona sem sá lögregluna auglýsa eftir bíl hennar hringdi til að láta vita að honum hefði ekki verið stolið og að kærasti hennar væri á bílnum. Sérsveitarmenn og lögregluþjónar fóru í kjölfarið í vinnu kærastans og handtóku hann. Sat í gæsluvarðhaldi í viku Þann 2. maí var íslenskur karlmaður um fertugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnaðinn í Hamraborg, fimm vikum eftir atvikið. Samkvæmt heimildum fréttastofu rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands nokkrum dögum áður. Lögreglan hélt spilunum þétt að sér. Karlmaðurinn var látinn laus rúmlega viku seinna en lögreglan taldi ekki ástæðu til að halda honum lengur. Hann var þó enn grunaður um aðild að málinu. Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst í málinu en 2. júlí var greint frá því að peningarnir hafa ekki enn fundist en vísbendingar væru um að hluti þeirra hafi farið í umferð.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Peningarnir úr Hamraborg enn ekki fundist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar upplýsingar frá tæknideild lögreglunnar vegna þjófnaðar í Hamraborg í mars síðastliðnum. Þar var tugum milljóna stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Peningarnir hafa ekki fundist en vísbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn hefur stöðu sakbornings. 2. júlí 2024 11:14 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Peningarnir úr Hamraborg enn ekki fundist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar upplýsingar frá tæknideild lögreglunnar vegna þjófnaðar í Hamraborg í mars síðastliðnum. Þar var tugum milljóna stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Peningarnir hafa ekki fundist en vísbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn hefur stöðu sakbornings. 2. júlí 2024 11:14