Hvað lærum við af hinum sem er ósammála? Samtal um loftslagsmál Haukur Logi Jóhannsson skrifar 24. september 2024 10:31 Ég rakst á áhugaverðan TED fyrirlestur á YouTube sem vakti mig til umhugsunar. Leikskáldið David Finnigan fjallaði þar um sýninguna sína frá árinu 2014, „Kill Climate Deniers,“ sem olli miklu fjaðrafoki. Finnigan hafði ekki búist við þeim viðbrögðum sem fylgdu titlinum, sérstaklega frá fólki sem efaðist um alvarleika loftslagsbreytinga. Það sem gerði þessa reynslu svo merkilega var hvernig þessi viðbrögð leiddu til óvæntra samtala sem kenndu honum mikið um hvernig við, sem samfélag, nálgumst og hugsum um loftslagsmálin. Titillinn „Kill Climate Deniers“ var vissulega ætlaður til að ögra, en viðbrögðin komu honum samt í opna skjöldu. Í stað þess að kveikja á samræðum um lausnir á loftslagskrísunni, virkaði titillinn eins og neisti í púðurtunnu, þar sem margir upplifðu hann sem persónulega árás. Samtöl við andstæðinga sýningarinnar komu honum síðan á óvart. Hann tók eftir að margir þeirra höfðu ekki endilega áhuga á vísindalegri umræðu, heldur snerist andstaðan oft um tilfinningalegar áhyggjur af afleiðingum aðgerða á þeirra daglega líf. Þetta dregur upp mynd af því hve djúpt rótgróin viðhorf geta verið og hvernig við, sem trúum á vísindin, höfum tilhneigingu til þess að líta á þessa ógn sem vísindalega staðreynd. En jafnvel þó að við vitum að loftslagsbreytingar eru raunverulegar og yfirvofandi, hegðum við okkur oft ekki í samræmi við alvöru málsins. Við fljúgum enn á milli landa, kaupum óþarfa vörur og keyrum bensínbíla þrátt fyrir að við skiljum afleiðingarnar. Þetta skapar togstreitu sem er alvarleg. Við erum öll í eðli okkar mótsagnakennd, og hafa margir stórir miðlar og mikils metnir höfundar, í mörgum greinum, lýst þessari hegðun sem „loftslagshræsni.“ Þrátt fyrir að við viljum bjarga plánetunni og stöðva hlýnun jarðar, höldum við áfram að lifa eins og ógnin sé fjarlæg, aðgerðalaus í eigin neyslu. Rannsóknir sýna að jafnvel þau sem taka málið alvarlega upplifa gjarnan vandkvæði á því að breyta daglegri hegðun sinni. Í stað þess að skamma þá sem ekki trúa eða hafna loftslagsvísindum, lærði Finnigan að samtalið þarf að fara út fyrir vísindin sjálf. Það þarf að fjalla um þau tilfinningalegu viðbrögð sem ógnin vekur og hvernig við bregðumst við henni á persónulegum nótum. Við sjáum þetta í fréttum þar sem mikið er fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á samfélög og viðskipti. Umræður um orkuöryggi, fjárhagslegan stöðugleika og samfélagslegt réttlæti eru nú jafn mikilvægar og vísindin sjálf. Hvernig nálgumst við þá lausnir? Eitt af því sem Finnigan lærði af andstöðunni við sýninguna sína var að það er ekki nóg að styðja loftslagsvísindi, það þarf líka að skilja hvers vegna fólk er hrætt við breytingar. Fólk sem dregur úr mikilvægi loftslagsaðgerða, hvort sem það er af fjárhagslegum ástæðum eða af ótta við að tapa lífsgæðum, er oft að bregðast við raunverulegri ógn við þeirra eigin veruleika. Þau eru ekki endilega að hafna staðreyndum, heldur eru þau að verja sinn veruleika. Þessi mannlega þáttur er það sem Finnigan gerði sér grein fyrir að skipti mestu máli. Sýningin hans, sem átti að vera ögrandi, breyttist í samtal um hvernig við getum brúa bilið á milli ólíkra sjónarmiða. Ef við sem trúum á loftslagsvísindi getum tekið þetta samtal og notað það til að finna lausnir sem sameina fremur en að sundra, getum við mögulega skapað raunverulegar breytingar. Við þurfum að líta á ágreining ekki sem hindrun heldur sem tækifæri til að finna nýjar leiðir til að bregðast við þessari gríðarlegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Og kannski er það stærsta áskorunin fyrir okkur sjálf, að viðurkenna að þó við trúum á vísindin, verðum við að byrja að lifa eftir þeim, ekki aðeins með orðum heldur einnig með gjörðum. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Logi Jóhannsson Loftslagsmál Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég rakst á áhugaverðan TED fyrirlestur á YouTube sem vakti mig til umhugsunar. Leikskáldið David Finnigan fjallaði þar um sýninguna sína frá árinu 2014, „Kill Climate Deniers,“ sem olli miklu fjaðrafoki. Finnigan hafði ekki búist við þeim viðbrögðum sem fylgdu titlinum, sérstaklega frá fólki sem efaðist um alvarleika loftslagsbreytinga. Það sem gerði þessa reynslu svo merkilega var hvernig þessi viðbrögð leiddu til óvæntra samtala sem kenndu honum mikið um hvernig við, sem samfélag, nálgumst og hugsum um loftslagsmálin. Titillinn „Kill Climate Deniers“ var vissulega ætlaður til að ögra, en viðbrögðin komu honum samt í opna skjöldu. Í stað þess að kveikja á samræðum um lausnir á loftslagskrísunni, virkaði titillinn eins og neisti í púðurtunnu, þar sem margir upplifðu hann sem persónulega árás. Samtöl við andstæðinga sýningarinnar komu honum síðan á óvart. Hann tók eftir að margir þeirra höfðu ekki endilega áhuga á vísindalegri umræðu, heldur snerist andstaðan oft um tilfinningalegar áhyggjur af afleiðingum aðgerða á þeirra daglega líf. Þetta dregur upp mynd af því hve djúpt rótgróin viðhorf geta verið og hvernig við, sem trúum á vísindin, höfum tilhneigingu til þess að líta á þessa ógn sem vísindalega staðreynd. En jafnvel þó að við vitum að loftslagsbreytingar eru raunverulegar og yfirvofandi, hegðum við okkur oft ekki í samræmi við alvöru málsins. Við fljúgum enn á milli landa, kaupum óþarfa vörur og keyrum bensínbíla þrátt fyrir að við skiljum afleiðingarnar. Þetta skapar togstreitu sem er alvarleg. Við erum öll í eðli okkar mótsagnakennd, og hafa margir stórir miðlar og mikils metnir höfundar, í mörgum greinum, lýst þessari hegðun sem „loftslagshræsni.“ Þrátt fyrir að við viljum bjarga plánetunni og stöðva hlýnun jarðar, höldum við áfram að lifa eins og ógnin sé fjarlæg, aðgerðalaus í eigin neyslu. Rannsóknir sýna að jafnvel þau sem taka málið alvarlega upplifa gjarnan vandkvæði á því að breyta daglegri hegðun sinni. Í stað þess að skamma þá sem ekki trúa eða hafna loftslagsvísindum, lærði Finnigan að samtalið þarf að fara út fyrir vísindin sjálf. Það þarf að fjalla um þau tilfinningalegu viðbrögð sem ógnin vekur og hvernig við bregðumst við henni á persónulegum nótum. Við sjáum þetta í fréttum þar sem mikið er fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á samfélög og viðskipti. Umræður um orkuöryggi, fjárhagslegan stöðugleika og samfélagslegt réttlæti eru nú jafn mikilvægar og vísindin sjálf. Hvernig nálgumst við þá lausnir? Eitt af því sem Finnigan lærði af andstöðunni við sýninguna sína var að það er ekki nóg að styðja loftslagsvísindi, það þarf líka að skilja hvers vegna fólk er hrætt við breytingar. Fólk sem dregur úr mikilvægi loftslagsaðgerða, hvort sem það er af fjárhagslegum ástæðum eða af ótta við að tapa lífsgæðum, er oft að bregðast við raunverulegri ógn við þeirra eigin veruleika. Þau eru ekki endilega að hafna staðreyndum, heldur eru þau að verja sinn veruleika. Þessi mannlega þáttur er það sem Finnigan gerði sér grein fyrir að skipti mestu máli. Sýningin hans, sem átti að vera ögrandi, breyttist í samtal um hvernig við getum brúa bilið á milli ólíkra sjónarmiða. Ef við sem trúum á loftslagsvísindi getum tekið þetta samtal og notað það til að finna lausnir sem sameina fremur en að sundra, getum við mögulega skapað raunverulegar breytingar. Við þurfum að líta á ágreining ekki sem hindrun heldur sem tækifæri til að finna nýjar leiðir til að bregðast við þessari gríðarlegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Og kannski er það stærsta áskorunin fyrir okkur sjálf, að viðurkenna að þó við trúum á vísindin, verðum við að byrja að lifa eftir þeim, ekki aðeins með orðum heldur einnig með gjörðum. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun