Serbarnir fá aldrei aftur að dæma Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 14:03 Aleksander Pandzic og Ivan Mosorinski dæmdu fjölda alþjóðlegra leikja en eru grunaðir um hagræðingu úrslita. Þeir dæma ekki fleiri handboltaleiki. Twitter Serbnesku dómararnir Aleksander Pandzic og Ivan Mosorinski, sem grunaðir hafa verið um hagræðingu úrslita, fá ekki að dæma fleiri handboltaleiki. Þetta er ákvörðun framkvæmdanefndar evrópska handboltasambandsins, EHF, en það er TV 2 í Danmörku sem greinir frá þessu. Þar segir að þolinmæði EHF gagnvart dómurunum hafi verið á þrotum en þeir eru efstir á lista yfir dómara sem grunaðir eru um hagræðingu úrslita, í skýrslu EHF sem TV 2 hefur áður greint frá og fjallað um í heimildamynd. Fyrir fáeinum vikum síðan sektaði dómstóll EHF dómarana tvo um 2.000 evrur á mann, eða um 300.000 krónur, fyrir skort á stuðningi við rannsókn, en þeir neituðu að mæta til yfirheyrslu í höfuðstöðvar EHF í Vín í Austurríki. Hins vegar hlutu þeir á sama tíma ekki dóm varðandi mögulega hagræðingu úrslita. Engu að síður hefur EHF nú tilkynnt að þeir Pandzic og Mosorinski muni ekki dæma fleiri leiki í alþjóðlegum handbolta. Af átta dómarapörum höfðu þeir tveir verið mest áberandi í greiningu Sportradar frá árinu 2018, á grunsamlegum leikjum. Af 26 leikjum á tímabilinu september 2016 til nóvember 2017, sem vöktu grunsemdir, þá dæmdu Serbarnir átta þeirra. Þeir fengu þó áfram að dæma leiki og nýjasta dæmið um aðvörun vegna leiks sem þeir dæmdu, þar sem veðmál á leikinn vöktu grunsemdir hjá Sportradar, er frá síðasta ári. Handbolti Tengdar fréttir „Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01 Grunur um hagræðingu úrslita í Íslendingaslag: „Ekki í vafa um að GOG tapaði vegna dómaranna“ Árið 2020 kom upp grunur um að úrslitum hefði verið hagrætt í leik GOG og Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni. Sama dómarapar hefur síðan þá dæmt fleiri leiki þar sem grunur er um óhreint mjöl í pokahorninu. 13. júlí 2023 11:30 Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Þetta er ákvörðun framkvæmdanefndar evrópska handboltasambandsins, EHF, en það er TV 2 í Danmörku sem greinir frá þessu. Þar segir að þolinmæði EHF gagnvart dómurunum hafi verið á þrotum en þeir eru efstir á lista yfir dómara sem grunaðir eru um hagræðingu úrslita, í skýrslu EHF sem TV 2 hefur áður greint frá og fjallað um í heimildamynd. Fyrir fáeinum vikum síðan sektaði dómstóll EHF dómarana tvo um 2.000 evrur á mann, eða um 300.000 krónur, fyrir skort á stuðningi við rannsókn, en þeir neituðu að mæta til yfirheyrslu í höfuðstöðvar EHF í Vín í Austurríki. Hins vegar hlutu þeir á sama tíma ekki dóm varðandi mögulega hagræðingu úrslita. Engu að síður hefur EHF nú tilkynnt að þeir Pandzic og Mosorinski muni ekki dæma fleiri leiki í alþjóðlegum handbolta. Af átta dómarapörum höfðu þeir tveir verið mest áberandi í greiningu Sportradar frá árinu 2018, á grunsamlegum leikjum. Af 26 leikjum á tímabilinu september 2016 til nóvember 2017, sem vöktu grunsemdir, þá dæmdu Serbarnir átta þeirra. Þeir fengu þó áfram að dæma leiki og nýjasta dæmið um aðvörun vegna leiks sem þeir dæmdu, þar sem veðmál á leikinn vöktu grunsemdir hjá Sportradar, er frá síðasta ári.
Handbolti Tengdar fréttir „Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01 Grunur um hagræðingu úrslita í Íslendingaslag: „Ekki í vafa um að GOG tapaði vegna dómaranna“ Árið 2020 kom upp grunur um að úrslitum hefði verið hagrætt í leik GOG og Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni. Sama dómarapar hefur síðan þá dæmt fleiri leiki þar sem grunur er um óhreint mjöl í pokahorninu. 13. júlí 2023 11:30 Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
„Þessi skandall verður hundrað sinnum verri ef allar upplýsingar koma fram“ Einn besti línumaður allra tíma er ekki hissa á uppljóstrunum TV 2 í heimildamynd um hagræðingu úrslita í handbolta. Hann segist hafa grunað að brögð væru í tafli um langa hríð. 7. júlí 2023 08:01
Grunur um hagræðingu úrslita í Íslendingaslag: „Ekki í vafa um að GOG tapaði vegna dómaranna“ Árið 2020 kom upp grunur um að úrslitum hefði verið hagrætt í leik GOG og Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni. Sama dómarapar hefur síðan þá dæmt fleiri leiki þar sem grunur er um óhreint mjöl í pokahorninu. 13. júlí 2023 11:30
Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35