Vandasöm andlitslömun sem greinist vikulega á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 23. september 2024 22:28 Hannes Petersen, læknir og prófessor við Háskóla Íslands. Stöð 2 Bell's palsy andlitslömun er nokkuð algeng á Íslandi og talið að árlegt nýgengi sé sennilega í kringum tuttugu tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa, að sögn háls-, nef- og eyrnalæknis. Það jafngildi því að í kringum einn greinist í viku hverri að meðaltali. Fólk með Bell's palsy glímir við lömun svipbragðavöðva vegna bólgu í hreyfitaug andlitsins. Kristófer Helgason sem hefur starfað sem útvarpsmaður á Bylgjunni í 36 ár er kominn í veikindaleyfi eftir að hann greindist með sjúkdóminn en hann gerir fólki meðal annars erfiðara með að tjá sig með skýrum hætti. „Það er sjöunda heilataugin sem er hreyfitaug andlitsins og hennar svona meginstarf er einmitt að ítauga þessa svipbrigðavöðva, þessa sem fá okkur til að brosa eða glenna út nasavængina eða loka augunum eða hrukka ennið,“ segir Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalæknir en hann ræddi sjúkdóminn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þeir lamast öðrum megin sem betur fer því oftast og alla jafna er taugin hinum megin þá heil og frísk en þessi vöðvi ítaugar líka lítinn vöðva í miðeyranu og hann ljáir þá hvorum helmingi fyrir sig bragðskyn og táraflæði í augu, þannig að þetta er heilmikill vandi.“ Einn forboði sé verkur í beininu aftan við eyrað sem sumir upplifi sem kuldaónot, einna helst um borð í bíl. Covid-19 mögulega haft áhrif á tíðni Hannes segir að það séu tengsl milli tíðni Bell's palsy og efri öndunarvegasýkinga og því gæti Covid-faraldurinn hugsanlega verið meðvirkandi þáttur. „Þessar tíðnitölur eru á reiki og það er svona almennt talið að þetta geti verið árlegt nýgengi 10 til 40 per hundrað þúsund svo það eru greinilega sveiflur á þessu. Þetta eru tölur sem eru frá Bandaríkjunum og Evrópu og þar er mítlabitavandinn miklu stærri en hér.“ Vísar Hannes til þess að bakteríusýkingar af völdum mítla geti valdið því að fólk fái Bell's palsy. Fyrir tíma sýklalyfja hafi ein ástæða andlitstaugalömunar verið miðeyrnabólga. Aðrar ástæður geti nú verið blæðing, blóðþurrð, eða heilaslag innan höfuðkúpunnar. „Þegar við erum búin að útiloka allt sem við þekkjum og finnum í rauninni ekki ástæðu fyrir veikindunum þá er þetta einfaldlega kallað Bell's palsy og kennt við Sir Charles Bell sem var skoskur taugalæknir uppi á fyrri hluta nítjándu aldar,“ bætir Hannes við. Flestir búnir að ná sér eftir ár Hannes segir að batalíkur fólks með Bell's palsy séu góðar og talið að tveir þriðju sýni klár batamerki innan þriggja vikna. „Það þýðir ekki að ef þú ert ekki farinn að sýna batamerki eftir þrjár vikur að þér batni ekki en það gerist hægt. Það er spurt að leikslokum og leikslokin geta verið sex mánuðum og allt að ári eftir lömunina og þá er 95 prósent batnað. Það geta geta verið svona örlitlar afleiðingar: Örlítið latt auga, eða örlítið vik í munnvikinu en batalíkurnar eru góðar.“ Hlusta má viðtalið við Hannes Petersen í spilaranum ofar í fréttinni. Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. 23. september 2024 13:13 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Fólk með Bell's palsy glímir við lömun svipbragðavöðva vegna bólgu í hreyfitaug andlitsins. Kristófer Helgason sem hefur starfað sem útvarpsmaður á Bylgjunni í 36 ár er kominn í veikindaleyfi eftir að hann greindist með sjúkdóminn en hann gerir fólki meðal annars erfiðara með að tjá sig með skýrum hætti. „Það er sjöunda heilataugin sem er hreyfitaug andlitsins og hennar svona meginstarf er einmitt að ítauga þessa svipbrigðavöðva, þessa sem fá okkur til að brosa eða glenna út nasavængina eða loka augunum eða hrukka ennið,“ segir Hannes Petersen háls-, nef- og eyrnalæknir en hann ræddi sjúkdóminn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þeir lamast öðrum megin sem betur fer því oftast og alla jafna er taugin hinum megin þá heil og frísk en þessi vöðvi ítaugar líka lítinn vöðva í miðeyranu og hann ljáir þá hvorum helmingi fyrir sig bragðskyn og táraflæði í augu, þannig að þetta er heilmikill vandi.“ Einn forboði sé verkur í beininu aftan við eyrað sem sumir upplifi sem kuldaónot, einna helst um borð í bíl. Covid-19 mögulega haft áhrif á tíðni Hannes segir að það séu tengsl milli tíðni Bell's palsy og efri öndunarvegasýkinga og því gæti Covid-faraldurinn hugsanlega verið meðvirkandi þáttur. „Þessar tíðnitölur eru á reiki og það er svona almennt talið að þetta geti verið árlegt nýgengi 10 til 40 per hundrað þúsund svo það eru greinilega sveiflur á þessu. Þetta eru tölur sem eru frá Bandaríkjunum og Evrópu og þar er mítlabitavandinn miklu stærri en hér.“ Vísar Hannes til þess að bakteríusýkingar af völdum mítla geti valdið því að fólk fái Bell's palsy. Fyrir tíma sýklalyfja hafi ein ástæða andlitstaugalömunar verið miðeyrnabólga. Aðrar ástæður geti nú verið blæðing, blóðþurrð, eða heilaslag innan höfuðkúpunnar. „Þegar við erum búin að útiloka allt sem við þekkjum og finnum í rauninni ekki ástæðu fyrir veikindunum þá er þetta einfaldlega kallað Bell's palsy og kennt við Sir Charles Bell sem var skoskur taugalæknir uppi á fyrri hluta nítjándu aldar,“ bætir Hannes við. Flestir búnir að ná sér eftir ár Hannes segir að batalíkur fólks með Bell's palsy séu góðar og talið að tveir þriðju sýni klár batamerki innan þriggja vikna. „Það þýðir ekki að ef þú ert ekki farinn að sýna batamerki eftir þrjár vikur að þér batni ekki en það gerist hægt. Það er spurt að leikslokum og leikslokin geta verið sex mánuðum og allt að ári eftir lömunina og þá er 95 prósent batnað. Það geta geta verið svona örlitlar afleiðingar: Örlítið latt auga, eða örlítið vik í munnvikinu en batalíkurnar eru góðar.“ Hlusta má viðtalið við Hannes Petersen í spilaranum ofar í fréttinni.
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. 23. september 2024 13:13 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. 23. september 2024 13:13