GOGG, GOGG, GOGG og aftur GOGG Guðrún Njálsdóttir skrifar 23. september 2024 17:33 Sveitarfélagið mitt Grímsnes- og Grafningshreppur (GOGG) heldur áfram að halda því fram opinberlega að ég búi ólöglega í GOGG. Þessari fullyrðingu er ég ALLS ekki sammála þar sem lög gera ráð fyrir „að skrásetja skuli alla landsbyggðina“. Þjóðskrá Íslands skráði mig „805 Ótilgreint“ þar sem ég var að flytja í frístundahúsið mitt og minntist ekkert á það að ég yrði með ólöglega búsetu í húsi mínu eftir skráninguna. Svo það sé á hreinu þá er þessi stofnun á vegum íslenska ríkisins en samt fullyrðir sveitarstjóri GOGG að þetta sé ólöglegt. Neðangreindur texti sem vitnað er í birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst sl. í grein sem sveitarstjóri GOGG skrifaði og textinn er tilvitnun í sameiginlega ályktun aukaaðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SSS) og hljóðar svo: „Nú hafa sveitarfélög lagst gegn því að leyfa lögheimilsrétt í orlofsbyggð. Hvers vegna? „Sveitarfélögin leggja til að farið verði i breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur sem feli i sér að einstaklingar, sem ekki eru með lögheimili i skráðu íbúðarhúsnæði, verði skráðir með „ótilgreint heimilisfang“ í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi var með tilgreint heimilisfang síðast, en ekki í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi hefur haft þriggja mánaða samfellda dvöl." Fróðlegt væri að vita hversu mörg sveitarfélög í SSS voru með og hversu mörg voru á móti tillögunni þegar hún var borin upp til samþykktar. Með framsetningu þessarar tillögu eru fulltrúar sveitarfélaganna í SSS virkilega að reyna að koma því í gegn að þeir sem ákváðu að flytja úr tilteknu sveitarfélagi í frístundahús að þeir verði skráðir í fyrra sveitarfélag en með annarri skrásetningu „Ótilgreint“? Hver er eiginlega hugsunin bak við þessa tillögu? Það er alls óvíst að ÖLL sveitarfélög landsins (utan SSS) myndu leggjast gegn lögheimilisrétti í frístundabyggð enda mörg reynt og sýnt áhuga á að fá nýja íbúa sem að líkindum leiðir til aukinna tekna sveitarfélagsins. Árið 2005 féll dómur um lögmæti búsetu í frístundahúsabyggð og með þeim úrskurði var viðurkennt að íbúar í frístundabyggð eigi rétt á þjónustu sem útsvars- og skattgreiðendur. En hvað gerðist? Sveitarfélagið uppfyllti ALDREI skyldu sína gagnvart íbúum. Lögheimilislögum var breytt árið 2006 til að koma í veg fyrir að fólk gæti skráð lögheimili sitt í frístundahúsi og þrátt fyrir að greiða þar útsvar og á sama tíma fékk það ekki að nýta þá þjónusta sem sveitarfélagið bauð upp á. Lagabreytingin frá 2006, sem girti fyrir lögheimilisskráningu í frístundabyggð, gengur þvert gegn Hæstaréttardómnum frá 2005 og raunar gegn stjórnarskránni. Einnig er rétt er að geta þess að Ísland hafði þó löngu áður en dómurinn féll undirritað Mannréttindasáttmálann sem kveður á um að heimili þitt er sá staður sem þú sannarlega dvelur á. Nú hefur GOGG verið um langan tíma í broddi fylkingar að vinna að því að útiloka okkur „íbúana“ sína frá hinum sjálfsögðu mannréttindum sem felast í því að geta valið sér sinn eigin næturstað. Við erum skattgreiðendur, því má alls ekki gleyma. Við búum bara ekki í íbúðarhúsi heldur frístundahúsi og greiðum sömu gjöld og aðrir íbúar GOGG en fáum ekki sambærilega þjónustu. Fyrir tveimur árum leitaði GOGG á náðir fyrrverandi innviðaráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar (Framsóknarflokki) sem rauk til og skipaði starfshóp til að fjalla um þessi búsetumál. Hver skyldi nú vera formaður hópsins, jú engin önnur en varaþingmaður Framsóknarflokksins sem svo skemmtilega vill til, að er sveitarstjóri GOGG. Í tæp tvö ár hefur starfshópurinn fjallað um þessi mál en EKKERT heyrst frá hópnum. Við eftirgrennslan um niðurstöðu starfshópsins þá er alltaf sama svarið ”Niðurstöðu að vænta á næstu vikum”. Hvað er það sem GOGG vill ekki? GOGG vill ekki einstaklinga sem búa í frístundahúsi sínu og velja að vera með lögheimili í sveitarfélaginu. GOGG vill ekki veita okkur sömu þjónustu og öðrum útsvarsgreiðendum. GOGG vill ekki fá upplýsingar um raunverulega búsetu 14% íbúa sinna ef upp koma náttúruhamfarir eða önnur vá þar sem bregðast þarf skjótt við. Sveitarstjórn var þó boðið að fá upplýsingar um hvar þeir búi og þess má geta að hér er aðeins verið að nefna þá sem eru með lögheimili en ekki alla þá sem dvelja hér allt árið en eru með lögheimili í öðrum sveitarfélögum GOGG vill ekki leggja í kostnað við að þjónusta íbúa frístundabyggða en samt þiggja þeir útsvar og full fasteignagjöld. Frístundahúsaeigendur standa undir stórum hluta tekna sveitarfélagsins. Gæti verið að GOGG vilji EKKI að við nýtum kosningaréttinn sem við fengum við „805 ótilgreint“. GOGG er fámennt sveitarfélag og mörgum virðist sem í sveitarstjórn sitji fólk sem hræðist okkur „íbúana“ í kosningum. Að lokum vil ég biðja íbúa GOGG að setja sig í okkar spor og velta því fyrir sér hvort við séum einhver ógn við okkar fallega GOGG. Við viljum njóta mannréttinda eins og aðrir íbúar GOGG, vera viðurkennd þar sem við sannarlega búum og standa ykkur löglegu íbúunum jafnfætis sem manneskjur í þessu samhengi. Guðrún Njálsdóttir, óstaðsett í hús í Grímsnes- og Grafningshreppi og stjórnarkona í Búsetafrelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið mitt Grímsnes- og Grafningshreppur (GOGG) heldur áfram að halda því fram opinberlega að ég búi ólöglega í GOGG. Þessari fullyrðingu er ég ALLS ekki sammála þar sem lög gera ráð fyrir „að skrásetja skuli alla landsbyggðina“. Þjóðskrá Íslands skráði mig „805 Ótilgreint“ þar sem ég var að flytja í frístundahúsið mitt og minntist ekkert á það að ég yrði með ólöglega búsetu í húsi mínu eftir skráninguna. Svo það sé á hreinu þá er þessi stofnun á vegum íslenska ríkisins en samt fullyrðir sveitarstjóri GOGG að þetta sé ólöglegt. Neðangreindur texti sem vitnað er í birtist í Morgunblaðinu 20. ágúst sl. í grein sem sveitarstjóri GOGG skrifaði og textinn er tilvitnun í sameiginlega ályktun aukaaðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SSS) og hljóðar svo: „Nú hafa sveitarfélög lagst gegn því að leyfa lögheimilsrétt í orlofsbyggð. Hvers vegna? „Sveitarfélögin leggja til að farið verði i breytingu á lögum um lögheimili og aðsetur sem feli i sér að einstaklingar, sem ekki eru með lögheimili i skráðu íbúðarhúsnæði, verði skráðir með „ótilgreint heimilisfang“ í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi var með tilgreint heimilisfang síðast, en ekki í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi hefur haft þriggja mánaða samfellda dvöl." Fróðlegt væri að vita hversu mörg sveitarfélög í SSS voru með og hversu mörg voru á móti tillögunni þegar hún var borin upp til samþykktar. Með framsetningu þessarar tillögu eru fulltrúar sveitarfélaganna í SSS virkilega að reyna að koma því í gegn að þeir sem ákváðu að flytja úr tilteknu sveitarfélagi í frístundahús að þeir verði skráðir í fyrra sveitarfélag en með annarri skrásetningu „Ótilgreint“? Hver er eiginlega hugsunin bak við þessa tillögu? Það er alls óvíst að ÖLL sveitarfélög landsins (utan SSS) myndu leggjast gegn lögheimilisrétti í frístundabyggð enda mörg reynt og sýnt áhuga á að fá nýja íbúa sem að líkindum leiðir til aukinna tekna sveitarfélagsins. Árið 2005 féll dómur um lögmæti búsetu í frístundahúsabyggð og með þeim úrskurði var viðurkennt að íbúar í frístundabyggð eigi rétt á þjónustu sem útsvars- og skattgreiðendur. En hvað gerðist? Sveitarfélagið uppfyllti ALDREI skyldu sína gagnvart íbúum. Lögheimilislögum var breytt árið 2006 til að koma í veg fyrir að fólk gæti skráð lögheimili sitt í frístundahúsi og þrátt fyrir að greiða þar útsvar og á sama tíma fékk það ekki að nýta þá þjónusta sem sveitarfélagið bauð upp á. Lagabreytingin frá 2006, sem girti fyrir lögheimilisskráningu í frístundabyggð, gengur þvert gegn Hæstaréttardómnum frá 2005 og raunar gegn stjórnarskránni. Einnig er rétt er að geta þess að Ísland hafði þó löngu áður en dómurinn féll undirritað Mannréttindasáttmálann sem kveður á um að heimili þitt er sá staður sem þú sannarlega dvelur á. Nú hefur GOGG verið um langan tíma í broddi fylkingar að vinna að því að útiloka okkur „íbúana“ sína frá hinum sjálfsögðu mannréttindum sem felast í því að geta valið sér sinn eigin næturstað. Við erum skattgreiðendur, því má alls ekki gleyma. Við búum bara ekki í íbúðarhúsi heldur frístundahúsi og greiðum sömu gjöld og aðrir íbúar GOGG en fáum ekki sambærilega þjónustu. Fyrir tveimur árum leitaði GOGG á náðir fyrrverandi innviðaráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar (Framsóknarflokki) sem rauk til og skipaði starfshóp til að fjalla um þessi búsetumál. Hver skyldi nú vera formaður hópsins, jú engin önnur en varaþingmaður Framsóknarflokksins sem svo skemmtilega vill til, að er sveitarstjóri GOGG. Í tæp tvö ár hefur starfshópurinn fjallað um þessi mál en EKKERT heyrst frá hópnum. Við eftirgrennslan um niðurstöðu starfshópsins þá er alltaf sama svarið ”Niðurstöðu að vænta á næstu vikum”. Hvað er það sem GOGG vill ekki? GOGG vill ekki einstaklinga sem búa í frístundahúsi sínu og velja að vera með lögheimili í sveitarfélaginu. GOGG vill ekki veita okkur sömu þjónustu og öðrum útsvarsgreiðendum. GOGG vill ekki fá upplýsingar um raunverulega búsetu 14% íbúa sinna ef upp koma náttúruhamfarir eða önnur vá þar sem bregðast þarf skjótt við. Sveitarstjórn var þó boðið að fá upplýsingar um hvar þeir búi og þess má geta að hér er aðeins verið að nefna þá sem eru með lögheimili en ekki alla þá sem dvelja hér allt árið en eru með lögheimili í öðrum sveitarfélögum GOGG vill ekki leggja í kostnað við að þjónusta íbúa frístundabyggða en samt þiggja þeir útsvar og full fasteignagjöld. Frístundahúsaeigendur standa undir stórum hluta tekna sveitarfélagsins. Gæti verið að GOGG vilji EKKI að við nýtum kosningaréttinn sem við fengum við „805 ótilgreint“. GOGG er fámennt sveitarfélag og mörgum virðist sem í sveitarstjórn sitji fólk sem hræðist okkur „íbúana“ í kosningum. Að lokum vil ég biðja íbúa GOGG að setja sig í okkar spor og velta því fyrir sér hvort við séum einhver ógn við okkar fallega GOGG. Við viljum njóta mannréttinda eins og aðrir íbúar GOGG, vera viðurkennd þar sem við sannarlega búum og standa ykkur löglegu íbúunum jafnfætis sem manneskjur í þessu samhengi. Guðrún Njálsdóttir, óstaðsett í hús í Grímsnes- og Grafningshreppi og stjórnarkona í Búsetafrelsi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar